Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ég var í hálfgerðu kvíðakasti í morgun“

Erla Hlyns­dótt­ir, fyrr­ver­andi blaða­mað­ur DV, vann þriðja mál­ið gegn ís­lenska rík­inu fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu í morg­un.

„Ég var í hálfgerðu kvíðakasti í  morgun“

„Ég var í hálfgerðu kvíðakasti í morgun en svo líður mér alveg frábærlega vel,“ segir Erla Hlynsdóttir, fyrrverandi blaðamaður DV, sem í morgun skráði nafn sitt rækilega á blöð sögunnar þegar hún vann þriðja mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Það var þáverandi útgáfufélag DV, Birtingur, ásamt Blaðamannafélagi Íslands, sem sótti málið á hendur íslenska ríkinu. Erlu voru dæmdar rúmlega sex milljónir króna í skaðabætur. Hún fékk aftur á móti ekki dæmdan kostnað vegna lögmanna.

Kókaínsmyglarar
Kókaínsmyglarar Forsíðan frá árinu 2007 sem Erla var dæmd fyrir.

Málið snérist um frétt sem Erla skrifaði í DV árið 2007 „Næstum hreint kókaín í pallbíl“ sem fjallaði um ákæru á hendur Rúnari Þór Róbertssyni vegna innflutnings á tæpum 3,8 kílóum af kókaíni. Á forsíðu blaðsins var fullyrt að Rúnar Þór væri „kókaínsmyglari“. Viku eftir að fréttin birtist var Rúnar Þór sýknaður í héraðsdómi og sú niðurstaða var staðfest í Hæstarétti. Rúnar Þór fór fram á gjafsókn íslenska ríkisins. Það var heimilað í ráðherratíð Björns Bjarnasonar og stóð íslenska ríkið undir lögsókninni á hendur blaðamanninum sem nú hefur verið dæmd ólögmæt. Ummælin „kókaínsmyglarar“ og „í þeirri trú að kókaínið væri á sínum stað“ voru dæmd dauð og ómerk í dómi Hæstaréttar árið 2010. Síðari ummælin eru tekin orðrétt upp úr ákæru. Þá var Erlu, ásamt Sigurjóni M. Egilssyni, þáverandi ritstjóra DV, gert að greiða Rúnari Þór 150 þúsund krónur í bætur vegna málsins. Rúnar Þór var síðar dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína í Papeyjarsmyglinu svokallaða.

Þetta er sem áður segir í þriðja sinn sem Erla sigrar mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Í þeim fyrri var Erla dæmd fyrir ummæli viðmælenda sinna, annars vegar í umfjöllun um kampavínsklúbbinn Strawberry‘s og hins vegar um Byrgismálið. 

Sanngjörn niðurstaða

Erla sagði í morgun að niðurstaðan í málinu væri að sínu mati afar sanngjörn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár