Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar gera hann að langlaunahæsta fjömiðlamanni Íslands

Dav­íð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, er enn eitt ár­ið tekju­hæsti fjöl­miðla­mað­ur­inn á Ís­landi með 3,93 millj­ón­um króna á mán­uði. Um 1100 þús­und krón­ur af laun­un­um koma til vegna eft­ir­launa­laga Dav­íðs.

Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar gera hann að langlaunahæsta fjömiðlamanni Íslands
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins Umdeild eftirlaunalög Davíðs gera hann enn eitt árið að launahæsta fjölmiðlamanni landsins.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn eitt árið tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins. Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun voru laun Davíð 3,93 milljónir króna á mánuði í fyrra.

Hluti tekna Davíðs í fyrra, um 1.100 þúsund krónur má rekja til eftirlaunalaga hans sem lögfest voru árið 2003 en voru afnumin sex árum síðar. Lögin tóku til eftirlauna, meðal annars, þingmanna og ráðherra og var sérstaklega áskilið að laun fyrir ritstörf kæmu ekki til frádráttar eftirlaunum.

Eftirlaunalögin voru mjög umdeild þegar þau voru sett enda fólu þau í sér að æðstu ráðamenn fengu langtum hærri eftirlaun en áður þekktist. Mönnum var heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki, þegar þeir öðlust rétt til þeirra.

Eftirlaunafrumvarp Davíðs var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið.

Þegar Davíð var spurður, í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, hvort hann hefði sett lögin til að hækka eigin eftirlaun sagði hann svo ekki vera. „Þingið setti lögin og það var sérstök þingmannanefnd sem lagði frumvarpið að lögunum fram. Frumvarpið var borið fram af þingmönnum úr öllum flokkum. Þrír þeirra voru úr stjórnarandstöðunni og tveir úr stjórnarflokkunum þáverandi.“ Davíð minntist hins vegar ekki á að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar utan Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, féllu frá stuðningi við frumvarpið.

Þá sagði Davíð lögin hafa gagnast stjórnarandstöðunni mest. „Þeir sem að svo nutu góðs af þessum lögum voru fyrst og fremst formenn stjórnarandstöðuflokkanna sem fengu þegar í stað 50 prósenta hækkun á sín laun en þeir sem nutu eftirlaunanna samkvæmt lögunum voru þeir ráðherrar sem urðu forsætisráðherrar, fyrir utan mig, Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Halldór heitinn Ásgrímsson,“ sagði Davíð.

Samkvæmt lögunum fær Davíð 80 prósent af launum forsætisráðherra í eftirlaun og er hlutfall hans hærra en annarra forsætisráðherra vegna þess að hann sat lengur í stóli forsætisráðherra. Laun forsætisráðherra voru hækkuð umtalsvert með umdeildum úrskurði Kjararáðs á kjördegi í fyrra, þann 29. október. Þau nema í dag um 1.490 þúsund krónum án þingfararkaups og eru því eftirlaun Davíðs í dag um 1.190 þúsund krónur á mánuði.

Í öðru sæti á lista Frjálsar Verslunar er Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, en laun hans námu 2,6 milljónum króna á mánuði. Í þriðja sæti er Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar og DV með 2,4 milljónir króna, en nýverið var tilkynnt að fjárfestar hefðu bakkað frá hlutafjáraukningu í félaginu vegna gríðarlegra vanskila. Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri 365, kemur þar á eftir með 1,46 milljónir. Fimmti hæst launaði fjölmiðlamaðurinn er Ómar R. Valdimarsson, fréttamaður Bloomberg með rúmar 1,4 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár