Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjöldskyldumeðlima

Þeir þrír aðjunkt­ar sem voru ráðn­ir við ís­lensku- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Ís­lands ár­ið 2014 tengj­ast all­ir ým­ist þá­ver­andi deild­ar­for­seta eða for­seta Hug­vís­inda­sviðs fjöl­skyldu­bönd­um. Nú­ver­andi deild­ar­for­seti, Sveinn Yngvi Eg­ils­son, seg­ir að ráðn­ing­arn­ar hafi all­ar ver­ið á fag­leg­um grund­velli.

Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjöldskyldumeðlima

Árið 2014 voru þrír aðilar ráðnir í stöðu aðjúnkts við íslensku- og menningardeild í Háskóla Íslands. Allir þrír aðilarnir tengjast ýmist þáverandi deildarforseta eða forseta Hugvísindasviðs fjölskylduböndum. Aðjúnktarnir eru Heiða Jóhannsdóttir, sem er mágkona Ástráðs Eysteinssonar, forseta Hugvísindasviðs, Björn Þór Vilhjálmsson, sem er svili Ástráðs, og Alda Björk Valdimarsdóttir, sem er eiginkona Guðna Elíssonar, þáverandi deildarforseta.

Ástráður Eysteinsson
Ástráður Eysteinsson Forseti Hugvísindasviðs lýsti sig vanhæfan við ráðningu aðjúnkta í fyrra.

Hermann Stefánsson skáld vakti fyrst athygli á málinu í pistli á Kjarnanum. „Talaði einhver um meðvirkni kunningjasamfélagsins? Þetta er  hreinn brandari. Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi,“ skrifaði hann í grein sinni.

Stundin ræddi við núverandi deildarforseta íslensku- og menningardeild, Svein Yngva Egilsson, og fullyrðir hann að bæði Guðni og Ástráður hafi vikið frá allri aðkomu að ráðningu fjölskyldumeðlima þeirra. Athygli vekur að báðir gerðu það strax við gerð auglýsingar á stöðunum. Eiginkona Guðna var nýverið ráðin í lektorsstöðu við skólann í kjölfar þess að hún lauk við doktorspróf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár