Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjöldskyldumeðlima

Þeir þrír aðjunkt­ar sem voru ráðn­ir við ís­lensku- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Ís­lands ár­ið 2014 tengj­ast all­ir ým­ist þá­ver­andi deild­ar­for­seta eða for­seta Hug­vís­inda­sviðs fjöl­skyldu­bönd­um. Nú­ver­andi deild­ar­for­seti, Sveinn Yngvi Eg­ils­son, seg­ir að ráðn­ing­arn­ar hafi all­ar ver­ið á fag­leg­um grund­velli.

Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjöldskyldumeðlima

Árið 2014 voru þrír aðilar ráðnir í stöðu aðjúnkts við íslensku- og menningardeild í Háskóla Íslands. Allir þrír aðilarnir tengjast ýmist þáverandi deildarforseta eða forseta Hugvísindasviðs fjölskylduböndum. Aðjúnktarnir eru Heiða Jóhannsdóttir, sem er mágkona Ástráðs Eysteinssonar, forseta Hugvísindasviðs, Björn Þór Vilhjálmsson, sem er svili Ástráðs, og Alda Björk Valdimarsdóttir, sem er eiginkona Guðna Elíssonar, þáverandi deildarforseta.

Ástráður Eysteinsson
Ástráður Eysteinsson Forseti Hugvísindasviðs lýsti sig vanhæfan við ráðningu aðjúnkta í fyrra.

Hermann Stefánsson skáld vakti fyrst athygli á málinu í pistli á Kjarnanum. „Talaði einhver um meðvirkni kunningjasamfélagsins? Þetta er  hreinn brandari. Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi,“ skrifaði hann í grein sinni.

Stundin ræddi við núverandi deildarforseta íslensku- og menningardeild, Svein Yngva Egilsson, og fullyrðir hann að bæði Guðni og Ástráður hafi vikið frá allri aðkomu að ráðningu fjölskyldumeðlima þeirra. Athygli vekur að báðir gerðu það strax við gerð auglýsingar á stöðunum. Eiginkona Guðna var nýverið ráðin í lektorsstöðu við skólann í kjölfar þess að hún lauk við doktorspróf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár