Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjöldskyldumeðlima

Þeir þrír aðjunkt­ar sem voru ráðn­ir við ís­lensku- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Ís­lands ár­ið 2014 tengj­ast all­ir ým­ist þá­ver­andi deild­ar­for­seta eða for­seta Hug­vís­inda­sviðs fjöl­skyldu­bönd­um. Nú­ver­andi deild­ar­for­seti, Sveinn Yngvi Eg­ils­son, seg­ir að ráðn­ing­arn­ar hafi all­ar ver­ið á fag­leg­um grund­velli.

Deildarforseti segir fagmennsku hafa ráðið ráðningu fjöldskyldumeðlima

Árið 2014 voru þrír aðilar ráðnir í stöðu aðjúnkts við íslensku- og menningardeild í Háskóla Íslands. Allir þrír aðilarnir tengjast ýmist þáverandi deildarforseta eða forseta Hugvísindasviðs fjölskylduböndum. Aðjúnktarnir eru Heiða Jóhannsdóttir, sem er mágkona Ástráðs Eysteinssonar, forseta Hugvísindasviðs, Björn Þór Vilhjálmsson, sem er svili Ástráðs, og Alda Björk Valdimarsdóttir, sem er eiginkona Guðna Elíssonar, þáverandi deildarforseta.

Ástráður Eysteinsson
Ástráður Eysteinsson Forseti Hugvísindasviðs lýsti sig vanhæfan við ráðningu aðjúnkta í fyrra.

Hermann Stefánsson skáld vakti fyrst athygli á málinu í pistli á Kjarnanum. „Talaði einhver um meðvirkni kunningjasamfélagsins? Þetta er  hreinn brandari. Háskóladeild þar sem helmingur starfsfólks er skyldur og venslaður. Hvar sem er í heiminum væri slík deild orðin að almennu athlægi,“ skrifaði hann í grein sinni.

Stundin ræddi við núverandi deildarforseta íslensku- og menningardeild, Svein Yngva Egilsson, og fullyrðir hann að bæði Guðni og Ástráður hafi vikið frá allri aðkomu að ráðningu fjölskyldumeðlima þeirra. Athygli vekur að báðir gerðu það strax við gerð auglýsingar á stöðunum. Eiginkona Guðna var nýverið ráðin í lektorsstöðu við skólann í kjölfar þess að hún lauk við doktorspróf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár