Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dæmd til sektar fyrir Facebook-færslu um Ólaf Ólafsson og oddvita

Ung kona á sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi hef­ur ver­ið dæmd fyr­ir að meiða æru odd­vita Eyja- og Mikla­holts­hrepps með Face­book-færslu um greiða­semi Ól­afs Ólafs­son­ar at­hafna­manns við hann.

Dæmd til sektar fyrir Facebook-færslu um Ólaf Ólafsson og oddvita
Í deilu við nágranna Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður hefur verið í deilum við ábúendur á næsta bæ við sumarbústað hans.

„Þetta kom mér virkilega á óvart. Mér finnst þetta bara yfirgangur,“ segir ung kona í Eyja- og Miklaholtshreppi, Anna Sesselja Sigurðardóttir, sem hefur verið dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í fjóra daga, fyrir að halda því fram að oddvitinn í hreppnum hefði fengið traktor að gjöf frá Ólafi Ólafssyni athafnamanni, sem nú situr á Kvíabryggju fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi.

Oddvitinn, sem segist vera „kunningi“ Ólafs Ólafssonar, hefur tekið afstöðu með Ólafi í deilu við Önnu og fjölskyldu hennar, meðal annars þegar þau reyndu að nýta heitt vatn á landareign sinni. Samkvæmt niðurstöðu dómsins fékk Guðbjartur ekki gefins traktor frá Ólafi, eins og Anna hafði sagt, en hann fékk traktor lánaðan.

Dró orð sín til baka en var samt ákærð

Anna Sesselja lét orðin falla á Facebook, en fjölskylda hennar hefur átt í langvarandi deilum við Ólaf Ólafsson og eiginkonu hans, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, og hefur Ólafur meðal annars boðist til að kaupa eignina af fjölskyldu Önnu. 

Anna Sesselja gagnrýndi Guðbjart Gunnarsson, oddvita í hreppnum, fyrir tengsl hans við Ólaf í Facebook-færslu. Í ákæru segir að málið hafi verið höfðað fyrir „ærumeiðandi aðdróttanir í garð Guðbjarts Gunnarssonar, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, með því að hafa sunnudaginn 24. nóvember 2013 á heimili sínu ritað eftirfarandi ummæli á samskiptasíðu (e. Facebook) og frá þeim tíma og fram til mánudagsins 27. sama mánaðar birt þau á internetinu: „[...] En það vantar ekki að hann smjaðrar fyrir Ólafi Ólafssyni sem á Miðhraun 1. Enda gaf Ólafur honum nýjan traktor (mútur eða hvað?) [...]“.

Þrátt fyrir að Anna Sesselja hefði dregið til baka orð sín um að traktorinn hefði verið gjöf og tekið þau af Facebook í kjölfar athugasemdar Guðbjarts oddvita, fór hann fram á að málið yrði rannsakað. „Ég baðst afsökunar. Ég tók þetta út strax um leið og ég fékk athugasemd frá Guðbjarti. En ég tók ekki út heildarfærsluna fyrr en nokkrum dögum seinna,“ segir hún.

Niðurstaðan var að ríkissaksóknari höfðaði mál gegn Önnu fyrir fyrrgreind orð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár