Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Capacent segist ekki mismuna einstæðum mæðrum

Face­book-færsla Sig­ríð­ar Ástu Árna­dótt­ur hef­ur far­ið víða í dag en hún full­yrð­ir að Capacent hendi starfs­um­sókn­um frá ein­stæð­um mæðr­um í rusl­ið. Capecent seg­ir þetta fjar­stæðu­kennda full­yrð­ingu.

Capacent segist ekki mismuna einstæðum mæðrum

Facebook-færslu Sigríðar Ástu Árnadóttur hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag en þar heldur hún því fram að Capacent mismuni skipulega einstæðum mæðrum sem sækja um störf. Í kjölfarið hefur Capacent á Íslandi gefið út yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir hafna ásökunum Sigríðar Ástu, sem þeir segja vera fjarstæðukenndar.

„Ég frétti í dag af konu sem vann hjá Capacent tímabundið við að flokka starfsumsóknir. Var henni sagt að flokka einstæðar mæður í sérstakan bunka. Þeim bunka var síðan hent. Þegar hún spurði hvers vegna, var svarið að einstæðar mæður væru verri starfskraftar af því að þær þyrftu alltaf eitthvað að vera að sinna veikum börnum. GRRRR! Þarna kom skýringin á því sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi, sem er af hverju á öllum umsóknum á vegum Capacent er spurt um hjúskaparstöðu og barnafjölda. Og kyn reyndar líka. Þessi ráðningastofa er orðin mjög stór og mikilvæg á atvinnumarkaðnum og iðkar að því er virðist slík viðbjóðsins brot á jafnréttinu bak við tjöldin. Ég hvet alla sem sækja um gegnum þessa glæpona að skila auðu í þessum reitum. Það er nefnilega hægt, ég var að tékka,“ skrifaði Sigríður Ásta á Facebook síðu sinni í gær.

Capacent hefur svarað þessum ásökunum með yfirlýsingu, þar sem segir að þar starfi samhentur hópur sem samanstendur af bæði körlum og konum og um sé að ræða „fjarstæðukenndar fullyrðingar um vinnubrögð í ráðningum.

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að hjá Capacent er á engan hátt hallað á einstaka hópa umsækjenda sem sækja um störf í gegnum ráðningarþjónustu Capacent. Á Facebook fer nú eins og eldur í sinu færsla sem á ekki við nokkur rök að styðjast þar sem fullyrt er að einstæðar mæður séu flokkaðar sérstaklega sem hópur sem síður kemur til greina í störf. Hjá Capacent starfar samhentur hópur karla og kvenna sem leggur sig fram við að þjónusta viðskiptavini og umsækjendur á faglegan hátt. Við myndum aldrei viðhafa slík vinnubrögð sem haldið er fram í umræddri Facebook færslu Sigríðar Ástu Árnadóttur,“ segir á Facebook-síðu Capacent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
4
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár