Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Capacent segist ekki mismuna einstæðum mæðrum

Face­book-færsla Sig­ríð­ar Ástu Árna­dótt­ur hef­ur far­ið víða í dag en hún full­yrð­ir að Capacent hendi starfs­um­sókn­um frá ein­stæð­um mæðr­um í rusl­ið. Capecent seg­ir þetta fjar­stæðu­kennda full­yrð­ingu.

Capacent segist ekki mismuna einstæðum mæðrum

Facebook-færslu Sigríðar Ástu Árnadóttur hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag en þar heldur hún því fram að Capacent mismuni skipulega einstæðum mæðrum sem sækja um störf. Í kjölfarið hefur Capacent á Íslandi gefið út yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir hafna ásökunum Sigríðar Ástu, sem þeir segja vera fjarstæðukenndar.

„Ég frétti í dag af konu sem vann hjá Capacent tímabundið við að flokka starfsumsóknir. Var henni sagt að flokka einstæðar mæður í sérstakan bunka. Þeim bunka var síðan hent. Þegar hún spurði hvers vegna, var svarið að einstæðar mæður væru verri starfskraftar af því að þær þyrftu alltaf eitthvað að vera að sinna veikum börnum. GRRRR! Þarna kom skýringin á því sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi, sem er af hverju á öllum umsóknum á vegum Capacent er spurt um hjúskaparstöðu og barnafjölda. Og kyn reyndar líka. Þessi ráðningastofa er orðin mjög stór og mikilvæg á atvinnumarkaðnum og iðkar að því er virðist slík viðbjóðsins brot á jafnréttinu bak við tjöldin. Ég hvet alla sem sækja um gegnum þessa glæpona að skila auðu í þessum reitum. Það er nefnilega hægt, ég var að tékka,“ skrifaði Sigríður Ásta á Facebook síðu sinni í gær.

Capacent hefur svarað þessum ásökunum með yfirlýsingu, þar sem segir að þar starfi samhentur hópur sem samanstendur af bæði körlum og konum og um sé að ræða „fjarstæðukenndar fullyrðingar um vinnubrögð í ráðningum.

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að hjá Capacent er á engan hátt hallað á einstaka hópa umsækjenda sem sækja um störf í gegnum ráðningarþjónustu Capacent. Á Facebook fer nú eins og eldur í sinu færsla sem á ekki við nokkur rök að styðjast þar sem fullyrt er að einstæðar mæður séu flokkaðar sérstaklega sem hópur sem síður kemur til greina í störf. Hjá Capacent starfar samhentur hópur karla og kvenna sem leggur sig fram við að þjónusta viðskiptavini og umsækjendur á faglegan hátt. Við myndum aldrei viðhafa slík vinnubrögð sem haldið er fram í umræddri Facebook færslu Sigríðar Ástu Árnadóttur,“ segir á Facebook-síðu Capacent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár