Kjartan Hreinn Njálsson, fréttamaður á Stöð 2, er nýr aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu. Kjartan mun starfa við hlið Ólafar Skaftadóttur, undir stjórn móður hennar, Kristínar Þorsteinsdóttur.
Miklar sviptingar hafa átt sér stað á fjölmiðlamarkaði undanfarna mánuði, auk þess sem miklar breytingar hafa orðið á stjórnunarstöðum Fréttablaðsins.
Andri Ólafsson lét af störfum sem aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu í síðasta mánuði. Andri hafði þá gegnt starfinu frá því í ágúst í fyrra, þegar hann tók við af Fanneyju Birnu Jónsdóttur.
Fanney Birna, sem nú stýrir Silfrinu á RÚV, hætti ásamt fjölda fólks í ábyrgðarstöðum á Fréttablaðinu, skömmu eftir að aðalritstjórinn þurfti að svara fyrir eineltismál gegn ljósmyndara. Málið hafði þær afleiðingar að starfsmenn sendu opið bréf á Sævar Frey Þráinsson forstjóra, Ingibjörgu Pálmadóttur stjórnarformann og Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, þar sem uppsögn Pjeturs Sigurðssonar, yfirmanns á ljósmyndadeild, var mótmælt. Starfsmennirnir sögðu framgöngu Kristínar og yfirstjórnar fyrirtækisins óásættanlega og að hún hefði skaðað traust innan fyrirtækisins. …
Athugasemdir