Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Breytingar á Fréttablaðinu

Kjart­an Hreinn Njáls­son ráð­inn að­stoð­ar­rit­stjóri við hlið Ólaf­ar Skafta­dótt­ur.

Breytingar á Fréttablaðinu

Kjartan Hreinn Njálsson, fréttamaður á Stöð 2, er nýr aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu. Kjartan mun starfa við hlið Ólafar Skaftadóttur, undir stjórn móður hennar, Kristínar Þorsteinsdóttur. 

Miklar sviptingar hafa átt sér stað á fjölmiðlamarkaði undanfarna mánuði, auk þess sem miklar breytingar hafa orðið á stjórnunarstöðum Fréttablaðsins. 

Andri Ólafsson lét af störfum sem aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu í síðasta mánuði. Andri hafði þá gegnt starfinu frá því í ágúst í fyrra, þegar hann tók við af Fanneyju Birnu Jónsdóttur.

Fanney Birna, sem nú stýrir Silfrinu á RÚV, hætti ásamt fjölda fólks í ábyrgðarstöðum á Fréttablaðinu, skömmu eftir að aðalritstjórinn þurfti að svara fyrir eineltismál gegn ljósmyndara. Málið hafði þær afleiðingar að starfsmenn sendu opið bréf á Sævar Frey Þráinsson forstjóra, Ingibjörgu Pálmadóttur stjórnarformann og Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, þar sem uppsögn Pjeturs Sigurðssonar, yfirmanns á ljósmyndadeild, var mótmælt. Starfsmennirnir sögðu framgöngu Kristínar og yfirstjórnar fyrirtækisins óásættanlega og að hún hefði skaðað traust innan fyrirtækisins. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ljósmæður, meðganga og hjátrú
Þjóðhættir#71

Ljós­mæð­ur, með­ganga og hjá­trú

Að þessu sinni verð­ur um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins spenn­andi ný­sköp­un­ar­verk­efni sem tveir nem­end­ur í þjóð­fræði, Birta Diljá Ög­mund­ar­dótt­ir og Kári Thayer, unnu síð­ast­lið­ið sum­ar í sam­starfi við Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safn Ís­lands, Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands og Evu Þór­dísi Ebenezer­dótt­ur, doktorsnema í þjóð­fræði. Verk­efn­ið var styrkt af Ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna. Kári og Birta segja okk­ur frá því hvernig þau nálg­uð­ust þetta verk­efni en það fólst í því að taka við­töl við ljós­mæð­ur um störf þeirra og reynslu og skoða hjá­trú sem fylg­ir því að starfa á þessu sviði. Rann­sókn­in er unn­in í beinu fram­haldi af spurn­inga­skrá sem að Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safns Ís­lands sendi ný­lega frá sér sem ber heit­ið: Með­ganga, fæð­ing og fyrstu mán­uð­ir barns­ins. Í ný­sköp­un­ar­verk­efn­inu var lögð áhersla að ná ut­an um reynslu ljós­mæðra, hvernig þær upp­lifa hjá­trú í tengsl­um við störf sín og reynslu en í við­töl­un­um kom margt áhuga­vert í ljós. Þjóð­hætt­ir er hlað­varp sem fjall­ar um nýj­ar rann­sókn­ir og fjöl­breytta miðl­un í þjóð­fræði. Um­sjón hafa dr. Dagrún Ósk Jóns­dótt­ir og Sig­ur­laug Dags­dótt­ir, kenn­ar­ar í þjóð­fræði við Há­skóla Ís­lands

Mest lesið undanfarið ár