Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Breytingar á Fréttablaðinu

Kjart­an Hreinn Njáls­son ráð­inn að­stoð­ar­rit­stjóri við hlið Ólaf­ar Skafta­dótt­ur.

Breytingar á Fréttablaðinu

Kjartan Hreinn Njálsson, fréttamaður á Stöð 2, er nýr aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu. Kjartan mun starfa við hlið Ólafar Skaftadóttur, undir stjórn móður hennar, Kristínar Þorsteinsdóttur. 

Miklar sviptingar hafa átt sér stað á fjölmiðlamarkaði undanfarna mánuði, auk þess sem miklar breytingar hafa orðið á stjórnunarstöðum Fréttablaðsins. 

Andri Ólafsson lét af störfum sem aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu í síðasta mánuði. Andri hafði þá gegnt starfinu frá því í ágúst í fyrra, þegar hann tók við af Fanneyju Birnu Jónsdóttur.

Fanney Birna, sem nú stýrir Silfrinu á RÚV, hætti ásamt fjölda fólks í ábyrgðarstöðum á Fréttablaðinu, skömmu eftir að aðalritstjórinn þurfti að svara fyrir eineltismál gegn ljósmyndara. Málið hafði þær afleiðingar að starfsmenn sendu opið bréf á Sævar Frey Þráinsson forstjóra, Ingibjörgu Pálmadóttur stjórnarformann og Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, þar sem uppsögn Pjeturs Sigurðssonar, yfirmanns á ljósmyndadeild, var mótmælt. Starfsmennirnir sögðu framgöngu Kristínar og yfirstjórnar fyrirtækisins óásættanlega og að hún hefði skaðað traust innan fyrirtækisins. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár