Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði

Eig­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds seldu stærsta þyrlu­fyr­ir­tæki lands­ins út úr fé­lag­inu áð­ur en það varð gjald­þrota. 120 millj­óna króna lán frá Sundi er inni í nær gjald­þrota fé­lag­inu. Norð­ur­flug hef­ur hagn­ast um 160 millj­ón­ir á tveim­ur ár­um. Skipta­stjóri Sunds hef­ur feng­ið við­skipt­un­um rift.

Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði
120 milljónir bárust ekki Fyrirtækið BF Holding ehf. keypti nærri 70% hlutafjár í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi á 120 milljónir og var veitt seljendalán til kaupanna. Þessi greiðsla barst hins vegar aldrei inn í þrotabú Sunds en eigendur Norðurflugs í dag eru fyrrverandi eigendur Sunds.

Þyrlufyrirtæki kaupsýslu­mann­anna sem stóðu að fjárfest­ing­ar­félaginu Sundi á árun­um fyrir hrunið hefur skilað 160 milljóna króna hagnaði á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið heitir Norðurflug og er stærsta og þekktasta þyrlu­leiga landsins. Eigendur Norður­flugs eru meðal annars þeir Páll Þór Magnússon, fyrrverandi fram­kvæmdastjóri Sunds, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haralds­son sem allir voru hluthafar og/eða stjórnarmenn í Sundi á sínum tíma fyrir hrunið.  Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra. 

Greiddu ekkert fyrir Norðurflug 

Hluthafar Norðurflugs greiddu hins vegar ekki neitt fyrir 2/3 hluta hlutafjár í fyrirtækinu þegar þeir keyptu hlutabréfin út úr Sundi ehf., síðar Icecapital ehf., í desember árið 2008, skömmu eftir hrunið. Sund stefndi þá í gjaldþrot og höfðu þáverandi eigendur félagsins, sem síðar eignuðust Norðurflug, aukið hlutafé Norðurflugs með peningum frá Sundi samkvæmt skiptastjóra 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár