Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði

Eig­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds seldu stærsta þyrlu­fyr­ir­tæki lands­ins út úr fé­lag­inu áð­ur en það varð gjald­þrota. 120 millj­óna króna lán frá Sundi er inni í nær gjald­þrota fé­lag­inu. Norð­ur­flug hef­ur hagn­ast um 160 millj­ón­ir á tveim­ur ár­um. Skipta­stjóri Sunds hef­ur feng­ið við­skipt­un­um rift.

Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði
120 milljónir bárust ekki Fyrirtækið BF Holding ehf. keypti nærri 70% hlutafjár í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi á 120 milljónir og var veitt seljendalán til kaupanna. Þessi greiðsla barst hins vegar aldrei inn í þrotabú Sunds en eigendur Norðurflugs í dag eru fyrrverandi eigendur Sunds.

Þyrlufyrirtæki kaupsýslu­mann­anna sem stóðu að fjárfest­ing­ar­félaginu Sundi á árun­um fyrir hrunið hefur skilað 160 milljóna króna hagnaði á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið heitir Norðurflug og er stærsta og þekktasta þyrlu­leiga landsins. Eigendur Norður­flugs eru meðal annars þeir Páll Þór Magnússon, fyrrverandi fram­kvæmdastjóri Sunds, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haralds­son sem allir voru hluthafar og/eða stjórnarmenn í Sundi á sínum tíma fyrir hrunið.  Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra. 

Greiddu ekkert fyrir Norðurflug 

Hluthafar Norðurflugs greiddu hins vegar ekki neitt fyrir 2/3 hluta hlutafjár í fyrirtækinu þegar þeir keyptu hlutabréfin út úr Sundi ehf., síðar Icecapital ehf., í desember árið 2008, skömmu eftir hrunið. Sund stefndi þá í gjaldþrot og höfðu þáverandi eigendur félagsins, sem síðar eignuðust Norðurflug, aukið hlutafé Norðurflugs með peningum frá Sundi samkvæmt skiptastjóra 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár