Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði

Eig­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds seldu stærsta þyrlu­fyr­ir­tæki lands­ins út úr fé­lag­inu áð­ur en það varð gjald­þrota. 120 millj­óna króna lán frá Sundi er inni í nær gjald­þrota fé­lag­inu. Norð­ur­flug hef­ur hagn­ast um 160 millj­ón­ir á tveim­ur ár­um. Skipta­stjóri Sunds hef­ur feng­ið við­skipt­un­um rift.

Borguðu ekkert fyrir þyrlufyrirtæki sem skilar tugmilljóna hagnaði
120 milljónir bárust ekki Fyrirtækið BF Holding ehf. keypti nærri 70% hlutafjár í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi á 120 milljónir og var veitt seljendalán til kaupanna. Þessi greiðsla barst hins vegar aldrei inn í þrotabú Sunds en eigendur Norðurflugs í dag eru fyrrverandi eigendur Sunds.

Þyrlufyrirtæki kaupsýslu­mann­anna sem stóðu að fjárfest­ing­ar­félaginu Sundi á árun­um fyrir hrunið hefur skilað 160 milljóna króna hagnaði á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið heitir Norðurflug og er stærsta og þekktasta þyrlu­leiga landsins. Eigendur Norður­flugs eru meðal annars þeir Páll Þór Magnússon, fyrrverandi fram­kvæmdastjóri Sunds, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haralds­son sem allir voru hluthafar og/eða stjórnarmenn í Sundi á sínum tíma fyrir hrunið.  Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra. 

Greiddu ekkert fyrir Norðurflug 

Hluthafar Norðurflugs greiddu hins vegar ekki neitt fyrir 2/3 hluta hlutafjár í fyrirtækinu þegar þeir keyptu hlutabréfin út úr Sundi ehf., síðar Icecapital ehf., í desember árið 2008, skömmu eftir hrunið. Sund stefndi þá í gjaldþrot og höfðu þáverandi eigendur félagsins, sem síðar eignuðust Norðurflug, aukið hlutafé Norðurflugs með peningum frá Sundi samkvæmt skiptastjóra 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár