Þyrlufyrirtæki kaupsýslumannanna sem stóðu að fjárfestingarfélaginu Sundi á árunum fyrir hrunið hefur skilað 160 milljóna króna hagnaði á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið heitir Norðurflug og er stærsta og þekktasta þyrluleiga landsins. Eigendur Norðurflugs eru meðal annars þeir Páll Þór Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sunds, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson sem allir voru hluthafar og/eða stjórnarmenn í Sundi á sínum tíma fyrir hrunið. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra.
Greiddu ekkert fyrir Norðurflug
Hluthafar Norðurflugs greiddu hins vegar ekki neitt fyrir 2/3 hluta hlutafjár í fyrirtækinu þegar þeir keyptu hlutabréfin út úr Sundi ehf., síðar Icecapital ehf., í desember árið 2008, skömmu eftir hrunið. Sund stefndi þá í gjaldþrot og höfðu þáverandi eigendur félagsins, sem síðar eignuðust Norðurflug, aukið hlutafé Norðurflugs með peningum frá Sundi samkvæmt skiptastjóra
Athugasemdir