Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Boðnar fáránlegar upphæðir fyrir Beauty tips

Tveir að­il­ar hafa reynt að kaupa Face­book hóp­inn Beauty tips. Aug­lý­send­ur hafa mik­inn áhuga á síð­unni að sögn stjórn­anda. Um­ræðu um aug­lýs­ingu kyn­líf­stækja­versl­un­ar var eytt úr hópn­um.

Boðnar fáránlegar upphæðir fyrir Beauty tips
Druslugangan Beauty tips byltingin svokallaða var áberandi í Druslugöngunni í ár. Mynd: Pressphotos

Í tvígang hafa aðilar haft samband við Áslaugu Maríu Agnarsdóttur, stjórnanda Facebook-samfélagsins Beauty tips, í þeim tilgangi að kaupa síðuna. „Mér hafa verið boðnar fáránlegar upphæðir og síðast í gær var reynt að kaupa af mér síðuna,“ segir Áslaug María í samtali við Stundina. 
Hún segist einnig finna fyrir auknum áhuga á síðunni á meðal auglýsenda en nýverið byrjaði hún að selja auglýsingar í hópnum, bæði sem opnumynd og í sér færslum. Í reglum hópsins segir að auglýsingar séu ekki leyfðar, en hafi einhver áhuga á að selja förðun, einkaþjálfun og annað í þeim dúr sé hægt að hafa samband við Áslaugu. Hún vill hins vegar ekkert gefa upp um auglýsingaverð. „Það er mjög mismunandi,“ segir hún. „Stundum fæ ég greitt í vörum eða förðun. Ég hef aldrei haft samband við fyrirtæki af fyrra bragði og boðið þeim auglýsingu.“

„Mér hafa verið boðnar fáránlegar upphæðir og síðast í gær var reynt að kaupa af mér síðuna.“ 

Selur aðgang að unglingsstelpum

Í gær birtist auglýsing frá kynlífstækjaversluninni Blush á Beauty Tips og sköpuðust miklar umræður. Ein þeirra sem vakti athygli á málinu er Bjarnheiður Jóhannsdóttir og beindi hún spurningum sínum til Áslaugar Maríu. Fannst henni sérkennilegt að selja aðgang að unglingsstelpum með þessum hætti. Þræði Bjarnheiðar var hins vegar eytt. „Ég spurði hvort það væri leyfilegt að auglýsa og hver fengi þá auglýsingatekjurnar. Svörin voru á þá leið að þetta væri þeirra eigið prívat mál. Ástæðan fyrir því að ég spurði var sú að auglýsingin sem var til umræðu var fyrir kynlífshjálpartæki og mér fannst þetta skrítinn vettvangur fyrir þannig auglýsingu. Þarna er fullt af stelpum á aldrinum 13 til 14 ára,“ segir Bjarnheiður. 

Áslaug María segist hafa fjarlægt umræðuna því henni hafi ekki þótt við hæfi að ræða þetta opinberlega. „Ég sendi henni bara póst í staðinn. Það er svo 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár