Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Boðnar fáránlegar upphæðir fyrir Beauty tips

Tveir að­il­ar hafa reynt að kaupa Face­book hóp­inn Beauty tips. Aug­lý­send­ur hafa mik­inn áhuga á síð­unni að sögn stjórn­anda. Um­ræðu um aug­lýs­ingu kyn­líf­stækja­versl­un­ar var eytt úr hópn­um.

Boðnar fáránlegar upphæðir fyrir Beauty tips
Druslugangan Beauty tips byltingin svokallaða var áberandi í Druslugöngunni í ár. Mynd: Pressphotos

Í tvígang hafa aðilar haft samband við Áslaugu Maríu Agnarsdóttur, stjórnanda Facebook-samfélagsins Beauty tips, í þeim tilgangi að kaupa síðuna. „Mér hafa verið boðnar fáránlegar upphæðir og síðast í gær var reynt að kaupa af mér síðuna,“ segir Áslaug María í samtali við Stundina. 
Hún segist einnig finna fyrir auknum áhuga á síðunni á meðal auglýsenda en nýverið byrjaði hún að selja auglýsingar í hópnum, bæði sem opnumynd og í sér færslum. Í reglum hópsins segir að auglýsingar séu ekki leyfðar, en hafi einhver áhuga á að selja förðun, einkaþjálfun og annað í þeim dúr sé hægt að hafa samband við Áslaugu. Hún vill hins vegar ekkert gefa upp um auglýsingaverð. „Það er mjög mismunandi,“ segir hún. „Stundum fæ ég greitt í vörum eða förðun. Ég hef aldrei haft samband við fyrirtæki af fyrra bragði og boðið þeim auglýsingu.“

„Mér hafa verið boðnar fáránlegar upphæðir og síðast í gær var reynt að kaupa af mér síðuna.“ 

Selur aðgang að unglingsstelpum

Í gær birtist auglýsing frá kynlífstækjaversluninni Blush á Beauty Tips og sköpuðust miklar umræður. Ein þeirra sem vakti athygli á málinu er Bjarnheiður Jóhannsdóttir og beindi hún spurningum sínum til Áslaugar Maríu. Fannst henni sérkennilegt að selja aðgang að unglingsstelpum með þessum hætti. Þræði Bjarnheiðar var hins vegar eytt. „Ég spurði hvort það væri leyfilegt að auglýsa og hver fengi þá auglýsingatekjurnar. Svörin voru á þá leið að þetta væri þeirra eigið prívat mál. Ástæðan fyrir því að ég spurði var sú að auglýsingin sem var til umræðu var fyrir kynlífshjálpartæki og mér fannst þetta skrítinn vettvangur fyrir þannig auglýsingu. Þarna er fullt af stelpum á aldrinum 13 til 14 ára,“ segir Bjarnheiður. 

Áslaug María segist hafa fjarlægt umræðuna því henni hafi ekki þótt við hæfi að ræða þetta opinberlega. „Ég sendi henni bara póst í staðinn. Það er svo 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár