Í tvígang hafa aðilar haft samband við Áslaugu Maríu Agnarsdóttur, stjórnanda Facebook-samfélagsins Beauty tips, í þeim tilgangi að kaupa síðuna. „Mér hafa verið boðnar fáránlegar upphæðir og síðast í gær var reynt að kaupa af mér síðuna,“ segir Áslaug María í samtali við Stundina.
Hún segist einnig finna fyrir auknum áhuga á síðunni á meðal auglýsenda en nýverið byrjaði hún að selja auglýsingar í hópnum, bæði sem opnumynd og í sér færslum. Í reglum hópsins segir að auglýsingar séu ekki leyfðar, en hafi einhver áhuga á að selja förðun, einkaþjálfun og annað í þeim dúr sé hægt að hafa samband við Áslaugu. Hún vill hins vegar ekkert gefa upp um auglýsingaverð. „Það er mjög mismunandi,“ segir hún. „Stundum fæ ég greitt í vörum eða förðun. Ég hef aldrei haft samband við fyrirtæki af fyrra bragði og boðið þeim auglýsingu.“
„Mér hafa verið boðnar fáránlegar upphæðir og síðast í gær var reynt að kaupa af mér síðuna.“
Selur aðgang að unglingsstelpum
Í gær birtist auglýsing frá kynlífstækjaversluninni Blush á Beauty Tips og sköpuðust miklar umræður. Ein þeirra sem vakti athygli á málinu er Bjarnheiður Jóhannsdóttir og beindi hún spurningum sínum til Áslaugar Maríu. Fannst henni sérkennilegt að selja aðgang að unglingsstelpum með þessum hætti. Þræði Bjarnheiðar var hins vegar eytt. „Ég spurði hvort það væri leyfilegt að auglýsa og hver fengi þá auglýsingatekjurnar. Svörin voru á þá leið að þetta væri þeirra eigið prívat mál. Ástæðan fyrir því að ég spurði var sú að auglýsingin sem var til umræðu var fyrir kynlífshjálpartæki og mér fannst þetta skrítinn vettvangur fyrir þannig auglýsingu. Þarna er fullt af stelpum á aldrinum 13 til 14 ára,“ segir Bjarnheiður.
Áslaug María segist hafa fjarlægt umræðuna því henni hafi ekki þótt við hæfi að ræða þetta opinberlega. „Ég sendi henni bara póst í staðinn. Það er svo
Athugasemdir