Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ókyrrð á DV: „Ég er harmi sleginn,“ segir útgefandinn

Björn Ingi Hrafns­son seg­ir að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki fjár­magn­að kaup Press­un­ar á DV. Blaða­mönn­um á DV brugð­ið yf­ir ásök­un­um um að Sig­mund­ur Dav­íð hafi kom­ið að yf­ir­tök­unni á DV síð­ast­lið­ið haust.

Ókyrrð á DV: „Ég er harmi sleginn,“ segir útgefandinn

„Ég er harmi sleginn yfir fregnum dagsins,“ segir Björn Ingi Hrafnsson útgefandi DV. Fyrrverandi kona hans, Hlín Einarsdóttir, var fyrr í dag handtekin ásamt systur sinni, Malín Brand, fyrir tilraun til fjárkúgunar. Höfðu þær í hótunum við forsætisráðherra og sendu honum bréf þess efnis að ella myndu þær upplýsa um tengsl forsætisráðherra við yfirtökuna á DV síðastliðið haust.

Aðstoðarmaður forsætisráðherra sagði Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki ætla að svara fyrir ásakanir á hendur honum um aðkomu að kaupum DV. Sögðust þær hafa tölvupóstsamskipti undir höndunum með samskiptum Björns Inga og Sigmundar Davíðs sem fjölluðu um fjárhagsleg tengsl þeirra og kaupin á DV.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var ákveðnum blaðamönnum DV brugðið við fregnirnar.  Hafa einhverjir krafið Björn Inga svara, en hann hefur ekki rætt við ritstjórnina enn. Búist er við því að hann geri það á næstunni. Aðrir eru rólegri og bíða frekari skýringa á málavöxtum. Heimildir herma að Björn Ingi hafi sagt ritstjórn að hann væri ekki reiðubúinn til þess að tjá sig strax.

Hann hefur hins vegar tjáð sig um málið á Facebook. Þar segir: „Ég er harmi sleginn yfir fregnum dagsins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.“

Stundin hefur ekki náð tali af Birni Inga síðan Vísir greindi frá inntaki hótunarinnar. Hins vegar var hann spurður hvort rétt væri að inntak póstanna væri samskipti við Sigmund Davíð: „Ég veit ekki um það, ég veit ekkert um þetta mál. Það hefur enginn spurt mig um það. Maðurinn hefur ekkert að fela enda vísaði hann málinu til lögreglunnar,“ svaraði Björn Ingi fyrr í dag spurður um tölvupóstana.

Ekki hefur náðst í Eggert Skúlason ritstjóra DV, né heldur Hörð Ægisson, viðskiptaritstjóra. Hinn ritstjóri DV, Kolbrún Bergþórsdóttir, tekur hins vegar í sama streng og Björn Ingi, að þetta væri sorgarsaga og að ekkert benti til þess að ásakanirnar væru sannar. ​Sýna þurfi fram á það með afgerandi hætti. „Mér sýnist að þessi frétt sé ekki rétt og hef enga ástæðu til að trúa öðru en auðvitað er þetta allt saman afskaplega sorglegt. Já, ég tek í sama streng, þetta er rangt. Annars er bara fín stemming hérna á DV og við erum að vinna að helgarblaðinu,“ segir Kolbrún.

Uppfært: 

Eggert Skúlason hafði samband við Stundina eftir að blaðamaður hafði reynt að ná í hann. Samkvæmt honum er góð stemning á DV í dag. „Ég ætla að byrja á að segja að það er stuð á DV. Þetta er stór fréttadagur. Engum er brugðið heldur eru allir í því að fjalla um þetta risastóra fréttamál. Við erum að fjalla um þetta. Þú veist hvernig það er í blaðamennsku að það eru skemmtilegustu dagarnir í vinnunni þegar það eru alvöru fréttamál í gangi. Sjálfstæð, öflug ritstjórn er á fleygi ferð,“ segir Eggert.

Hann endurtekur orð Björns Inga Hrafnssonar um að aðskát skuli höfð í nærveru sálar, en DV hefur fjallað ítarlega um þátt þeirra systra í dag. Nú síðast birti vefurinn kort af staðnum þar sem þær voru handteknar. 

„Ég minni líka á það sem Björn Ingi segir í sinni yfirlýsingu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hann er ekki að tala um DV þar,“ segir Eggert.

Eggert telur að það sé rangt að gögn systranna hafi tengst DV. Raunar segir hann það „helbert kjaftæði“.

„Ég held að þetta sé í besta falli helbert kjaftæði. Ég hef enga aðra túlkun,“ svarar Eggert spurður um túlkun sína á því sem fram hefur komið í fréttum í dag, að gögnin sem systurnar reyndu að nota gegn Sigmundi Davíð væru tölvupóstsamskipti á milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár