Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björk útskýrir fyrir þjóðinni hvað Sigmundur og Bjarni eru

Söng­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir út­skýr­ir notk­un hug­taks­ins „red­necks“ um Bjarna Bene­dikts­son og Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son. „Finn­ast þeir æðri nátt­úr­unni og að þeir eigi að stjórna henni“.

Björk útskýrir fyrir þjóðinni hvað Sigmundur og Bjarni eru

Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður hefur sent frá sér ávarp til íslensku þjóðarinnar á Facebook, þar sem hún útskýrir notkun sína á orðinu  „rednecks“ í viðtölum við erlenda fjölmiðla, en þar vísaði hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Hún er nýkomin úr sumarbústað og missti því af umræðunni um orð hennar, þar sem Jón Gunnarsson alþingismaður sagði meðal annars að hún væri „dauf til augnanna“. 

„Eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði.“

Mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu „redneck“ í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við Rolling stone, Sky news og fleiri í síðustu viku. Í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra. Eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði. Finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni.
Fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega, redneks eru alls staðar í öllum löndum,“ skrifar hún.

Björk á Facebook
Björk á Facebook Í Facebook-færslu sinni ávarpar hún þjóðina.

Í íslenskum fréttamiðlum var orðið „redneck“ þýtt sem sveitalubbar. Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, kvartaði meðal annars undan orðnotkun Bjarkar.

„Bænd­ur hafa um ár­hundruð verið gæslu­menn lands­ins. Ég þekki ekki meiri nátt­úru­vernd­arsinna, fólk sem elsk­ar landið sitt og ber hag þess fyr­ir brjósti. Fólk úr sveit hef­ur oft verið kallað sveitalubb­ar af fólki sem finnst þau hallæris­leg. Ég er stolt­ur sveitalubbi!“ skrifaði Birkir Jón.

Björk segir hins vegar að „rednecks“ fyrirfinnist ekki einungis í sveitum. „Fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega, rednecks eru alls staðar í öllum löndum og bara svo það sé alveg á hreinu: Ég elska af öllu hjarta Ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið.“

Björk var að ræða vernd hálendisins í viðtali við Sky news þegar hún lét orðin falla. „Meira en 80% Íslendinga finnst að hálendið eigi að vera ósnert og vilja þjóðgarð. Það er minnihluti „redneck“ stjórnmálamanna sem vilja eyða hálendinu - sérstaklega forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár