Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björgólfur Thor veldur usla í Suður-Ameríku

Aug­lýs­inga­her­ferð síma­fyr­ir­tæk­is­ins WOM, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, hef­ur vald­ið milli­ríkja­deil­um og er sak­að um kven­fyr­ir­litn­ingu af femín­ist­um í Chile.

Björgólfur Thor veldur usla í Suður-Ameríku

Auglýsingaherferð símafyrirtækisins WOM í sumar vakti hörð viðbrögð um alla Suður-Ameríku. Símafyrirtækið var stofnað í Chile í sumar og var herferðin gagnrýndi af ríkisstjórnum Bólivíu og Venesúela á meðan almenningur í Chile gagnrýndi kvenfyrirlitningu í auglýsingunum.

Símafélagið WOM er alfarið í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Símafyrirtækið var stofnað í júlí í fyrra í kjölfar yfirtöku Novator á símafyrirtækinu Nextel Chile. Því er ljóst að bein tengsl eru á milli herferðarinnar og Novator. Novator hagnaðist um 114 milljónir á árinu 2014 samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Greint var frá því í fyrra að Björgólfur Thor Björgólfsson væri aftur kominn á lista Forbes yfir þá sem eiga meira en einn milljarð dollara en eignir hans eru metnar á um 173 milljarða króna. Björgólfur er því langríkastur Íslendinga.

Eigandi Novator
Eigandi Novator Novator stofnaði WOM í sumar.

Fjölmiðar í Chile fjölluðu þó nokkuð um þá kvenfyrirlitningu sem margir töldu birtast í auglýsingaherferð félagsins. Auglýsingarnar sýndu til að mynda hálfnakta stúlku sleikjandi maga annarrar stúlku sem og þrjá eldri menn að taka upp myndband af tveimur stúlkum í skólabúningum.

Samkvæmt chileska fjölmiðlinum BioBioChile var femínistum algjörlega misboðið er þeir sáu mynd úr búð WOM þar sem sjá mátti sölukonu klædda eins og kabarettdansara. „Þessi mynd sýnir hvernig þeir nota fáklæddar stúlkur til að auglýsa vöruna. Þeir nota ódýra kvenfyrirlitningu og klámvæða og hlutgera konur,“ hefur fjölmiðlinn eftir Elias Jimenez, talsmanni femínistsamtakanna MUMS.

Auglýsing
Auglýsing Femínistar í Chile telja WOM gera út á kvenfyrirlitningu.

Símafyrirtækið WOM er ekki einungis umdeilt fyrir meinta kvenfyrirlitningu því ríkisstjórnir bæði Bólivíu og Venesúela hafa kvartað opinberlega yfir auglýsingum félagins. Chileskir fjölmiðlar greindu frá því að ríkisstjórn Bólivíu hefði haft samband við yfirvöld í Chile og óskað eftir því að auglýsing sem sýndi forseta Bólivíu, Evo Morales, horfandi á málverk af skipi yrði bönnuð. Auglýsingin vitnar í aldagamla deilu landanna tveggja um aðgang Bólivíu að sjó, en stríð var háð um þessa deilu. Bólivísk yfirvöld töldu jafnframt að auglýsingin vísaði á niðrandi hátt til frumbyggjauppruna Morales.

Í annarri auglýsingu WOM er gert grín að forseta Venesúela, Nicolas Maduro, og tengsla hann við Hugo Chavez. Maduro lýsti því yfir að auglýsingin væri fáránleg. „Þeir skilja ekki, þetta er öfundsýki. Þeir skilja ekki hve glaðir og frjálsir við byltingarsinnar erum,“ hafði chileski fjölmiðillinn La Tercera eftir Maduro.


Málefni fyrirtækisins WOM hafa ratað í fjölmiðla víðar en í Suður-Ameríku. Blaðamaðurinn Èric Lluent Estela, sem talsvert hefur skrifað um Ísland undanfarin ár, birtir grein um auglýsingaherferð WOM í katalónska vefmiðlinum Directa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár