Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björgólfur Thor veldur usla í Suður-Ameríku

Aug­lýs­inga­her­ferð síma­fyr­ir­tæk­is­ins WOM, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, hef­ur vald­ið milli­ríkja­deil­um og er sak­að um kven­fyr­ir­litn­ingu af femín­ist­um í Chile.

Björgólfur Thor veldur usla í Suður-Ameríku

Auglýsingaherferð símafyrirtækisins WOM í sumar vakti hörð viðbrögð um alla Suður-Ameríku. Símafyrirtækið var stofnað í Chile í sumar og var herferðin gagnrýndi af ríkisstjórnum Bólivíu og Venesúela á meðan almenningur í Chile gagnrýndi kvenfyrirlitningu í auglýsingunum.

Símafélagið WOM er alfarið í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Símafyrirtækið var stofnað í júlí í fyrra í kjölfar yfirtöku Novator á símafyrirtækinu Nextel Chile. Því er ljóst að bein tengsl eru á milli herferðarinnar og Novator. Novator hagnaðist um 114 milljónir á árinu 2014 samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Greint var frá því í fyrra að Björgólfur Thor Björgólfsson væri aftur kominn á lista Forbes yfir þá sem eiga meira en einn milljarð dollara en eignir hans eru metnar á um 173 milljarða króna. Björgólfur er því langríkastur Íslendinga.

Eigandi Novator
Eigandi Novator Novator stofnaði WOM í sumar.

Fjölmiðar í Chile fjölluðu þó nokkuð um þá kvenfyrirlitningu sem margir töldu birtast í auglýsingaherferð félagsins. Auglýsingarnar sýndu til að mynda hálfnakta stúlku sleikjandi maga annarrar stúlku sem og þrjá eldri menn að taka upp myndband af tveimur stúlkum í skólabúningum.

Samkvæmt chileska fjölmiðlinum BioBioChile var femínistum algjörlega misboðið er þeir sáu mynd úr búð WOM þar sem sjá mátti sölukonu klædda eins og kabarettdansara. „Þessi mynd sýnir hvernig þeir nota fáklæddar stúlkur til að auglýsa vöruna. Þeir nota ódýra kvenfyrirlitningu og klámvæða og hlutgera konur,“ hefur fjölmiðlinn eftir Elias Jimenez, talsmanni femínistsamtakanna MUMS.

Auglýsing
Auglýsing Femínistar í Chile telja WOM gera út á kvenfyrirlitningu.

Símafyrirtækið WOM er ekki einungis umdeilt fyrir meinta kvenfyrirlitningu því ríkisstjórnir bæði Bólivíu og Venesúela hafa kvartað opinberlega yfir auglýsingum félagins. Chileskir fjölmiðlar greindu frá því að ríkisstjórn Bólivíu hefði haft samband við yfirvöld í Chile og óskað eftir því að auglýsing sem sýndi forseta Bólivíu, Evo Morales, horfandi á málverk af skipi yrði bönnuð. Auglýsingin vitnar í aldagamla deilu landanna tveggja um aðgang Bólivíu að sjó, en stríð var háð um þessa deilu. Bólivísk yfirvöld töldu jafnframt að auglýsingin vísaði á niðrandi hátt til frumbyggjauppruna Morales.

Í annarri auglýsingu WOM er gert grín að forseta Venesúela, Nicolas Maduro, og tengsla hann við Hugo Chavez. Maduro lýsti því yfir að auglýsingin væri fáránleg. „Þeir skilja ekki, þetta er öfundsýki. Þeir skilja ekki hve glaðir og frjálsir við byltingarsinnar erum,“ hafði chileski fjölmiðillinn La Tercera eftir Maduro.


Málefni fyrirtækisins WOM hafa ratað í fjölmiðla víðar en í Suður-Ameríku. Blaðamaðurinn Èric Lluent Estela, sem talsvert hefur skrifað um Ísland undanfarin ár, birtir grein um auglýsingaherferð WOM í katalónska vefmiðlinum Directa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár