Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni: „Stjórnarandstaðan er í rusli“ og Píratar „skriðu inn á þing“

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lét stjórn­ar­and­stöð­una heyra það og sagði Pírata hafa „skrið­ið inn á þing“. Hann vís­aði til þing­meiri­hluta rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Bjarni: „Stjórnarandstaðan er í rusli“ og Píratar „skriðu inn á þing“
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson Kynntu áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til næsta hausts. Mynd: RÚV

Niðurstaða mótmæla síðustu daga og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra er að sama ríkisstjórn heldur áfram með sama málefnasamning þar til kosið verður í haust.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var vígreifur í samtali við blaðamenn ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum forsætisráðherra. 

Bjarni var ákveðinn í því að ríkisstjórnin héldi sínu striki.

„Skoðanakannanir sveiflast upp og niður og stjórnarandstaðan er í rusli líka. Eigum við ekki bara að segja það eins og er? Flokkarnir hér á þingi eru fæstir að mælast vel,“ sagði hann.

Þá sagði hann Pírata hafa „skriðið inn á þing“. „Það er einn flokkur sem er tímabundið, hann skreið inn á þing fyrir nokkrum árum síðan og er núna með mikinn stuðning. Hvað annað en nákvæmlega sú staða er til vitnis um að skoðanakönnun dagsins í dag er ekki nema vísbending um það sem gerist næst þegar kosið verður.“

Þá kvaðst Bjarni sjálfur hafa mælst með stuðning. „Ég ætla að sýna fram á það hvað það er sem ég hef fram að færa sem stjórnmálamaður,“ sagði hann.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR bera 60% svarenda lítið traust til Bjarna, en 21,7% mikið traust til hans.

Traust til forystufólks
Traust til forystufólks Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, samkvæmt könnun MMR. Hann sagðist í kvöld mælast með stuðning.

Bjarni gaf lítið fyrir yfirvofandi vantrauststillögu á Alþingi og gaf til kynna að hún yrði afgreidd með einföldum hætti. „Við ætlum að bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni.“

Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra, samkvæmt tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.

Sigmundur heldur áfram sem þingmaður þrátt fyrir að hafa verið staðinn að ósannindum í frásögnum af hagsmunum sínum og hafa láðst að greina frá mikilvægum hagsmunum í skattaskjólinu Tortóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár