Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Varar við spenningi vegna hlýnunar jarðar

Í drög­um að álykt­un­um Fram­sókn­ar­flokks­ins er tal­að um „spenn­andi sókn­ar­færi“ vegna hlýn­un­ar jarð­ar. Árni Finn­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, var­ar við við­horf­inu.

Varar við spenningi vegna hlýnunar jarðar

Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag er vísað til þess að áhrifin af hlýnun jarðar séu „spennandi sóknarfæri“ fyrir íslenskan landbúnað í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið verður um helgina.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er ósáttur við orðalagið og varar við skaðsemi þessa viðhorfs.

„Menn hafa hreinlega afneitað vandanum“

„Við megum engan tíma missa og því virka yfirlýsingar eða ályktanir þess efnis að í loftslagsbreytingum felist „spennandi sóknarfæri“ eins og hver annar bjánaskapur. Í besta falli. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa viðbrögðin verið önnur. Menn hafa hreinlega afneitað vandanum eða gert lítið úr honum. Innan Framsóknarflokksins hafa menn lengi reynt að telja bændum trú um að landbúnaður sé atvinnugrein framtíðarinnar og sennilega er þessi ályktun (drög) dæmi þar um. Menn virðast halda að landbúnaður á Íslandi verði eins og á Skáni eða í Suður Noregi þrátt fyrir að Ísland verði áfram staðsett á sömu gráðu Umeå (sunnan lands) og Luleå (norðan lands),“ segir Árni.

Skordýr gætu flutt sig norður

Árni bendir enn fremur á að hlýnun jarðar mun vísast hafa skelfileg áhrif á landbúnað á Íslands. Hvað landbúnað varðar getur hlýnun hæglega rústað uppskerum því í loftlagsbreytingum felst líka óstöðugt veðurfar. „Sömuleiðis gætu skordýr flutt sig hingað norður eftir og gert drauma framsóknarmanna um skógrækt á skandinavískum skala að engu,“ segir Árni.

Loftslagsbreytingar geta haft hörmuleg áhrif á sjávarútveg

Hann bendir á að þó landbúnaður gæti haft góð áhrif af loftslagsbreytingum þá hefði það hörmuleg áhrif á sjávarútveg. „Menn vilja gera líklegt að á Íslandi verðu landbúnaður höfuðatvinnuvegur; að héðan verði flutt út korn, hveiti og skógarafurðir. Á hinn bóginn - lesi menn skýrslu IPCC sem kom út á síðasta ári geta menn fundið margt til að óttast þegar framtíð sjávarútvegs er annars vegar. Ekki bara súrnun. Hlýnun sjávar kemur okkur vel þessi misserin vegna þess að makríllinn gengur á Íslandsmið en ekkert segir að stofnar hér við land haldi tryggð við Íslandsmið þegar hlýnun ágerist (eða kólnun vegna veikari Golfstraums). Nýlegt dæmi eru erfiðleikar við að finna loðnuna,“ segir Árni.

Tvískinnungur hjá Sigmundi

Árni bendir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn tali um tækifæri loftlagsbreytinga en svo virðist sem það sé bara til heimabrúks. Sigmundur hafi talað eindregið og varað við loftlagsbreytingum í ávarpi á ráðstefnu um loftlagsbreytingar sem Ban Ki-moon hélt í september í fyrra. „Vissulega er umræða af þessu tagi ekki bundin við Framsóknarflokkinn eingöngu en líklega er hann eini stjórnmálaflokkurinn sem heldur þessu blákalt fram. Fyrir rúmu einu ári síðan kommenteraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á nýútkomna skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar og vildi þá meina að þrátt fyrir allt fælust viss tækifæri í stöðunni fyrir Ísland. Hann fékk á sig flóðöldu gagnrýni sem ekki síst byggði á ábendingum vísindamanna þess efnis að súrnun sjávar væri ákaflega hættuleg íslenskum hagsmunum,“ segir Árni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár