Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Varar við spenningi vegna hlýnunar jarðar

Í drög­um að álykt­un­um Fram­sókn­ar­flokks­ins er tal­að um „spenn­andi sókn­ar­færi“ vegna hlýn­un­ar jarð­ar. Árni Finn­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, var­ar við við­horf­inu.

Varar við spenningi vegna hlýnunar jarðar

Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag er vísað til þess að áhrifin af hlýnun jarðar séu „spennandi sóknarfæri“ fyrir íslenskan landbúnað í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið verður um helgina.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er ósáttur við orðalagið og varar við skaðsemi þessa viðhorfs.

„Menn hafa hreinlega afneitað vandanum“

„Við megum engan tíma missa og því virka yfirlýsingar eða ályktanir þess efnis að í loftslagsbreytingum felist „spennandi sóknarfæri“ eins og hver annar bjánaskapur. Í besta falli. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa viðbrögðin verið önnur. Menn hafa hreinlega afneitað vandanum eða gert lítið úr honum. Innan Framsóknarflokksins hafa menn lengi reynt að telja bændum trú um að landbúnaður sé atvinnugrein framtíðarinnar og sennilega er þessi ályktun (drög) dæmi þar um. Menn virðast halda að landbúnaður á Íslandi verði eins og á Skáni eða í Suður Noregi þrátt fyrir að Ísland verði áfram staðsett á sömu gráðu Umeå (sunnan lands) og Luleå (norðan lands),“ segir Árni.

Skordýr gætu flutt sig norður

Árni bendir enn fremur á að hlýnun jarðar mun vísast hafa skelfileg áhrif á landbúnað á Íslands. Hvað landbúnað varðar getur hlýnun hæglega rústað uppskerum því í loftlagsbreytingum felst líka óstöðugt veðurfar. „Sömuleiðis gætu skordýr flutt sig hingað norður eftir og gert drauma framsóknarmanna um skógrækt á skandinavískum skala að engu,“ segir Árni.

Loftslagsbreytingar geta haft hörmuleg áhrif á sjávarútveg

Hann bendir á að þó landbúnaður gæti haft góð áhrif af loftslagsbreytingum þá hefði það hörmuleg áhrif á sjávarútveg. „Menn vilja gera líklegt að á Íslandi verðu landbúnaður höfuðatvinnuvegur; að héðan verði flutt út korn, hveiti og skógarafurðir. Á hinn bóginn - lesi menn skýrslu IPCC sem kom út á síðasta ári geta menn fundið margt til að óttast þegar framtíð sjávarútvegs er annars vegar. Ekki bara súrnun. Hlýnun sjávar kemur okkur vel þessi misserin vegna þess að makríllinn gengur á Íslandsmið en ekkert segir að stofnar hér við land haldi tryggð við Íslandsmið þegar hlýnun ágerist (eða kólnun vegna veikari Golfstraums). Nýlegt dæmi eru erfiðleikar við að finna loðnuna,“ segir Árni.

Tvískinnungur hjá Sigmundi

Árni bendir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn tali um tækifæri loftlagsbreytinga en svo virðist sem það sé bara til heimabrúks. Sigmundur hafi talað eindregið og varað við loftlagsbreytingum í ávarpi á ráðstefnu um loftlagsbreytingar sem Ban Ki-moon hélt í september í fyrra. „Vissulega er umræða af þessu tagi ekki bundin við Framsóknarflokkinn eingöngu en líklega er hann eini stjórnmálaflokkurinn sem heldur þessu blákalt fram. Fyrir rúmu einu ári síðan kommenteraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á nýútkomna skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar og vildi þá meina að þrátt fyrir allt fælust viss tækifæri í stöðunni fyrir Ísland. Hann fékk á sig flóðöldu gagnrýni sem ekki síst byggði á ábendingum vísindamanna þess efnis að súrnun sjávar væri ákaflega hættuleg íslenskum hagsmunum,“ segir Árni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár