Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Birgitta Jónsdóttir: Engin hefðbundin þingstörf fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar segja ekki fund­ar­hæft á Al­þingi fyrr en dag­setn­ing kosn­inga liggi fyr­ir. Rík­is­stjórn­in hafi enn ekki kynnt for­gangs­röð­un mála. Ekk­ert hafi kom­ið út úr fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Birgitta Jónsdóttir: Engin hefðbundin þingstörf fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir

Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu liðinn fundarstjórn forseta til þess að kalla á eftir nákvæmri dagsetningu á kjördag í fyrirhuguðum þingkosningum næsta haust. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði meðal annars með öllu óviðunandi fyrir Alþingi Íslendinga að hvorki ekki liggi fyrir dagsetning á kosningunum né hvaða mál verði sett í forgang. 

Sigurður Ingi Jóhannsson átti fund með formönnum stjórnarandstöðunnar í hádeginu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði nákvæmlega ekkert hafa komið út úr þeim fundi. „Ekki dagsetning kosninga, ekki einu sinni fyrstu drög af forgangsröðun mála,“ sagði hann. Steingrímur sagði einnig tilgangslaust að hefja vinnu í nefndum, því nefndirnar vita ekki í hvaða mál þau eiga að fara. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður furðaði sig á því að forseti Alþingis láti sér detta í hug að setja á fund við þessar aðstæður. „Krafa almennings er skýr. Hér er búið að mótmæla dögum saman og krefjast kosninga strax,“ sagði hún og bætti því við að ekki væri fundarhæft á Alþingi fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir. 

„Krafa almennings er skýr. Hér er búið að mótmæla dögum saman og krefjast kosninga strax.“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði þetta óboðlegt ástand og ekki í boði að ætlast til þess að þingmenn færu í hefðbundin þingstörf og láta eins og ekkert hafi gerst. Hún kallaði sömuleiðis á eftir dagsetningu kosninga. „Hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það hefur verið gert,“ sagði hún. 

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók illa í þessi orð Birgittu. „Hér höfum við það,“ sagði hann. „Á meðan þið gerið ekki eins og við viljum þá verða engin hefðbundin þingstörf.“ Jón sagði nákvæmlega það vera að gerast sem stjórnarflokkarnir óttuðust fyrir helgi. 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, fór næstur í ræðustól. „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningar? Er það dónaskapur?“ spurði hann meðal annars. Hann sagði kröfu stjórnarandstöðunnar einfalda; að fá dagsetningu á kosningarnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár