Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Birgitta Jónsdóttir: Engin hefðbundin þingstörf fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar segja ekki fund­ar­hæft á Al­þingi fyrr en dag­setn­ing kosn­inga liggi fyr­ir. Rík­is­stjórn­in hafi enn ekki kynnt for­gangs­röð­un mála. Ekk­ert hafi kom­ið út úr fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Birgitta Jónsdóttir: Engin hefðbundin þingstörf fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir

Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu liðinn fundarstjórn forseta til þess að kalla á eftir nákvæmri dagsetningu á kjördag í fyrirhuguðum þingkosningum næsta haust. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði meðal annars með öllu óviðunandi fyrir Alþingi Íslendinga að hvorki ekki liggi fyrir dagsetning á kosningunum né hvaða mál verði sett í forgang. 

Sigurður Ingi Jóhannsson átti fund með formönnum stjórnarandstöðunnar í hádeginu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði nákvæmlega ekkert hafa komið út úr þeim fundi. „Ekki dagsetning kosninga, ekki einu sinni fyrstu drög af forgangsröðun mála,“ sagði hann. Steingrímur sagði einnig tilgangslaust að hefja vinnu í nefndum, því nefndirnar vita ekki í hvaða mál þau eiga að fara. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður furðaði sig á því að forseti Alþingis láti sér detta í hug að setja á fund við þessar aðstæður. „Krafa almennings er skýr. Hér er búið að mótmæla dögum saman og krefjast kosninga strax,“ sagði hún og bætti því við að ekki væri fundarhæft á Alþingi fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir. 

„Krafa almennings er skýr. Hér er búið að mótmæla dögum saman og krefjast kosninga strax.“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði þetta óboðlegt ástand og ekki í boði að ætlast til þess að þingmenn færu í hefðbundin þingstörf og láta eins og ekkert hafi gerst. Hún kallaði sömuleiðis á eftir dagsetningu kosninga. „Hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það hefur verið gert,“ sagði hún. 

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók illa í þessi orð Birgittu. „Hér höfum við það,“ sagði hann. „Á meðan þið gerið ekki eins og við viljum þá verða engin hefðbundin þingstörf.“ Jón sagði nákvæmlega það vera að gerast sem stjórnarflokkarnir óttuðust fyrir helgi. 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, fór næstur í ræðustól. „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningar? Er það dónaskapur?“ spurði hann meðal annars. Hann sagði kröfu stjórnarandstöðunnar einfalda; að fá dagsetningu á kosningarnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár