Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Birgitta Jónsdóttir: Engin hefðbundin þingstörf fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar segja ekki fund­ar­hæft á Al­þingi fyrr en dag­setn­ing kosn­inga liggi fyr­ir. Rík­is­stjórn­in hafi enn ekki kynnt for­gangs­röð­un mála. Ekk­ert hafi kom­ið út úr fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Birgitta Jónsdóttir: Engin hefðbundin þingstörf fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir

Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu liðinn fundarstjórn forseta til þess að kalla á eftir nákvæmri dagsetningu á kjördag í fyrirhuguðum þingkosningum næsta haust. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði meðal annars með öllu óviðunandi fyrir Alþingi Íslendinga að hvorki ekki liggi fyrir dagsetning á kosningunum né hvaða mál verði sett í forgang. 

Sigurður Ingi Jóhannsson átti fund með formönnum stjórnarandstöðunnar í hádeginu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði nákvæmlega ekkert hafa komið út úr þeim fundi. „Ekki dagsetning kosninga, ekki einu sinni fyrstu drög af forgangsröðun mála,“ sagði hann. Steingrímur sagði einnig tilgangslaust að hefja vinnu í nefndum, því nefndirnar vita ekki í hvaða mál þau eiga að fara. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður furðaði sig á því að forseti Alþingis láti sér detta í hug að setja á fund við þessar aðstæður. „Krafa almennings er skýr. Hér er búið að mótmæla dögum saman og krefjast kosninga strax,“ sagði hún og bætti því við að ekki væri fundarhæft á Alþingi fyrr en dagsetning kosninga liggur fyrir. 

„Krafa almennings er skýr. Hér er búið að mótmæla dögum saman og krefjast kosninga strax.“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði þetta óboðlegt ástand og ekki í boði að ætlast til þess að þingmenn færu í hefðbundin þingstörf og láta eins og ekkert hafi gerst. Hún kallaði sömuleiðis á eftir dagsetningu kosninga. „Hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það hefur verið gert,“ sagði hún. 

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók illa í þessi orð Birgittu. „Hér höfum við það,“ sagði hann. „Á meðan þið gerið ekki eins og við viljum þá verða engin hefðbundin þingstörf.“ Jón sagði nákvæmlega það vera að gerast sem stjórnarflokkarnir óttuðust fyrir helgi. 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, fór næstur í ræðustól. „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningar? Er það dónaskapur?“ spurði hann meðal annars. Hann sagði kröfu stjórnarandstöðunnar einfalda; að fá dagsetningu á kosningarnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu