Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skora á forseta að leysa ráðherra frá störfum

Hátt í fimm hundruð manns hafa skor­að á Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Ís­lands, að veita ráð­herr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar lausn. Pró­fess­or í stjórn­mála­fræði seg­ir for­sæt­is­ráð­herra sitja svo lengi sem for­set­an­um þókn­ast. Út­lit er fyr­ir fjöl­menn mót­mæli á mánu­dag.

Skora á forseta að leysa ráðherra frá störfum

Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri í Kópavogi, sendi Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, áskorun í gær um að leysa ráðherra ríkisstjórnarinnar frá störfum. Tæplega fimm hundruð manns hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftalista Björgvins á vefsíðunni change.org þar sem biðlað er til forseta Íslands að grípa í taumana. Ástæðan eru fréttir af aflandsfélagi eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Eins og kunnugt er átti félagið um 500 milljóna króna kröfu í slitabú bankanna á sama tíma og forsætisráðherra var sjálfur að semja við kröfuhafa slitabúanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Í áskorun til forseta Íslands segir að um alvarlegt trúnaðarbrot sé að ræða. „Það er í verkahring forseta að sjá til þess að Alþingi sé í lagi,“ segir Björgvin í samtali við Stundina. „Að mínu mati hefur hann ekki verið að vinna vinnuna sína.“

„Það er í verkahring forseta að sjá til þess að Alþingi sé í lagi.“

Þetta rímar við sjónarmið Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hann sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í vikunni að forseti Íslands mætti ekki, að hans mati, sitja hjá aðgerðarlaus nú þegar hyldjúp gjá hefur myndast á milli þorra þjóðarinnar og þingmeirihluta eða ríkisstjórnar. „Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, handvaldi Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Hann situr svo lengi sem forsetanum þóknast. Í valdi forsetans er að skipa nýja ríkisstjórn - síðan yrði rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga.“ 

Stefnir í fjölmenn mótmæli á mánudag

Rúmlega 14 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð láti af störfum sem forsætisráðherra og hverfi af þingi. Þá segjast um 1.700 manns ætla að mæta á mótmæli á Austurvelli mánudaginn 4. apríl næstkomandi þegar þing kemur saman á ný eftir páskafrí. „Ríkisstjórnin er rúin trausti og andlýðræðislegt að hún skuli ætla sér að sitja áfram. Ríkisstjórninni ber að virða lýðræðislegar grundvallarreglur og fara frá sem fyrst,“ segir meðal annars í texta með viðburðinum á Facebook. Krafa mótmælanna verður því að fá kosningar strax. 

„Í raun og veru finnst mér að mótmælin ættu að vera á Bessastöðum,“ segir Björgvin, sem telur afar ólíklegt að þingmeirihluti muni samþykkja vantrauststillögu eða þingrof. „Það þarf að losa okkur við spillinguna á Alþingi og það er bara einn maður sem getur gert það - forseti Íslands.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár