Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrrum landsliðsmarkvörður barinn með kylfum af lögreglu og fluttur á bráðamóttöku

Ólaf­ur Gott­skálks­son, sem flúði lög­regl­una á Suð­ur­nesj­um með fimm ára gaml­an son sinn í bíln­um, var flutt­ur með skyndi úr með­ferð yf­ir á bráða­mót­töku Lands­spít­al­ans með inn­vort­is blæð­ing­ar, nokkr­um dög­um eft­ir að lög­regl­an barði hann með kylf­um fyr­ir fram­an börn hans.

Fyrrum landsliðsmarkvörður barinn með kylfum af lögreglu og fluttur á bráðamóttöku

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ólafur Gottskálksson var fluttur í skyndi af meðferðarstofnuninni Vogi á bráðamóttöku Landspítalans á laugardag vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans nokkrum dögum fyrr.

Stundin greindi frá því 25. júlí að lögreglan á Suðurnesjum hefði stöðvað för ökumanns sem var undir áhrifum með ungt barn í farþegasæti bifreiðar með því að aka tvisvar sinnum í hlið hans. Þetta gerðist í íbúðahverfi í Reykjanesbæ. Bifreiðarnar, bæði lögreglubifreiðin og bifreið ökumannsins sem var á flótta, voru illa farnar eftir árekstrana.

Sprungið dekk
Sprungið dekk Lögreglubifreiðin sem notuð var til þess að keyra utan í Ólaf Gottskálksson var töluvert klesst auk þess sem dekk sprakk.

Á leiðinni með barnið á leikskóla

Nokkrum dögum seinna steig Ólafur Gottskálksson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, fram í útvarpsviðtali í Bítinu á Bylgjunni og viðurkenndi að hafa verið sá sem ók bifreiðinni. Hann var á leiðinni með barnið sitt á leikskóla þennan morgun.

„Börnin voru færð til fósturforeldra á vegum barnaverndar en var ekki boðin áfallahjálp“

„Ég tók af skarið og tók drenginn með mér út í bíl. Leikskólinn er í einhverri 700 metra fjarlægð frá húsinu, fimm beygjur og við erum mætt. Á leiðinni sér lögreglan mig og er þá búin að fá tilkynningu frá aðila í Keflavík að það gæti eitthvað verið að honum Óla. Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert,“ sagði Ólafur meðal annars í viðtalinu þar sem hann fór meðal annars stuttlega yfir þennan hræðilega heim sem hann hefur lifað og hrærst í undanfarin ár.

Stöðva för með því að keyra utan í bifreiðina

Lögreglumenn á Suðurnesjum taka þá ákvörðun að reyna að stöðva för hans með því að aka utan í hlið bifreiðarinnar sem Ólafur ók. Þetta gerðu þeir í tvígang: „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“

„Ólafur var með brotið rifbein og innvortis blæðingar í kringum nýrun.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar vilja þeir sem standa Ólafi næst meina að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi beitt óþarfa harðræði þegar hann var handtekinn. Lögreglumenn hafi beitt kylfum þegar þeir handtóku hann þrátt fyrir að hann hafi ekki sýnt neinn mótþróa. Þá hafi þeir einnig beitt á hann kylfum eftir að Ólafur var kominn í handjárn.

Samkvæmt sömu heimildum er til myndskeið af handtökunni en börn Ólafs urðu vitni að henni en hún átti sér stað fyrir utan heimili hans, þangað sem Ólafur ók með lögregluna á eftir sér. Börnin voru færð til fósturforeldra á vegum barnaverndar en var ekki boðin áfallahjálp á vegum fagfólks. Þau eru nú komin til ættingja Ólafs og eiginkonu hans.

Bifreið Ólafs
Bifreið Ólafs Var illa farin eftir flóttann en lögreglan keyrði tvívegis inn í hlið bifreiðarinnar en fimm ára gamalt barn Ólafs var með honum.

Snýr aftur í meðferð

Meint harðræði lögreglunnar er talið hafa orðið til þess að Ólafur rifbeinsbrotnaði og hlaut innvortis blæðingar.

Ólafur, með hjálp góðra vina úr knattspyrnunni, komst í meðferð hjá SÁÁ og var hann lagður inn 4. ágúst síðastliðinn. Tveimur dögum seinna var hann fluttur í skyndi með sjúkrabifreið frá Vogi og á bráðamóttökuna á Landsspítalanum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom í ljós við skoðun og myndatökur að Ólafur var með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun. Blæðingarnar hafa valdið sýkingum sem nú er verið að meðhöndla af læknum en hann verður mun snúa aftur í meðferð að því loknu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár