Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrrum landsliðsmarkvörður barinn með kylfum af lögreglu og fluttur á bráðamóttöku

Ólaf­ur Gott­skálks­son, sem flúði lög­regl­una á Suð­ur­nesj­um með fimm ára gaml­an son sinn í bíln­um, var flutt­ur með skyndi úr með­ferð yf­ir á bráða­mót­töku Lands­spít­al­ans með inn­vort­is blæð­ing­ar, nokkr­um dög­um eft­ir að lög­regl­an barði hann með kylf­um fyr­ir fram­an börn hans.

Fyrrum landsliðsmarkvörður barinn með kylfum af lögreglu og fluttur á bráðamóttöku

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ólafur Gottskálksson var fluttur í skyndi af meðferðarstofnuninni Vogi á bráðamóttöku Landspítalans á laugardag vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans nokkrum dögum fyrr.

Stundin greindi frá því 25. júlí að lögreglan á Suðurnesjum hefði stöðvað för ökumanns sem var undir áhrifum með ungt barn í farþegasæti bifreiðar með því að aka tvisvar sinnum í hlið hans. Þetta gerðist í íbúðahverfi í Reykjanesbæ. Bifreiðarnar, bæði lögreglubifreiðin og bifreið ökumannsins sem var á flótta, voru illa farnar eftir árekstrana.

Sprungið dekk
Sprungið dekk Lögreglubifreiðin sem notuð var til þess að keyra utan í Ólaf Gottskálksson var töluvert klesst auk þess sem dekk sprakk.

Á leiðinni með barnið á leikskóla

Nokkrum dögum seinna steig Ólafur Gottskálksson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, fram í útvarpsviðtali í Bítinu á Bylgjunni og viðurkenndi að hafa verið sá sem ók bifreiðinni. Hann var á leiðinni með barnið sitt á leikskóla þennan morgun.

„Börnin voru færð til fósturforeldra á vegum barnaverndar en var ekki boðin áfallahjálp“

„Ég tók af skarið og tók drenginn með mér út í bíl. Leikskólinn er í einhverri 700 metra fjarlægð frá húsinu, fimm beygjur og við erum mætt. Á leiðinni sér lögreglan mig og er þá búin að fá tilkynningu frá aðila í Keflavík að það gæti eitthvað verið að honum Óla. Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert,“ sagði Ólafur meðal annars í viðtalinu þar sem hann fór meðal annars stuttlega yfir þennan hræðilega heim sem hann hefur lifað og hrærst í undanfarin ár.

Stöðva för með því að keyra utan í bifreiðina

Lögreglumenn á Suðurnesjum taka þá ákvörðun að reyna að stöðva för hans með því að aka utan í hlið bifreiðarinnar sem Ólafur ók. Þetta gerðu þeir í tvígang: „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“

„Ólafur var með brotið rifbein og innvortis blæðingar í kringum nýrun.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar vilja þeir sem standa Ólafi næst meina að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi beitt óþarfa harðræði þegar hann var handtekinn. Lögreglumenn hafi beitt kylfum þegar þeir handtóku hann þrátt fyrir að hann hafi ekki sýnt neinn mótþróa. Þá hafi þeir einnig beitt á hann kylfum eftir að Ólafur var kominn í handjárn.

Samkvæmt sömu heimildum er til myndskeið af handtökunni en börn Ólafs urðu vitni að henni en hún átti sér stað fyrir utan heimili hans, þangað sem Ólafur ók með lögregluna á eftir sér. Börnin voru færð til fósturforeldra á vegum barnaverndar en var ekki boðin áfallahjálp á vegum fagfólks. Þau eru nú komin til ættingja Ólafs og eiginkonu hans.

Bifreið Ólafs
Bifreið Ólafs Var illa farin eftir flóttann en lögreglan keyrði tvívegis inn í hlið bifreiðarinnar en fimm ára gamalt barn Ólafs var með honum.

Snýr aftur í meðferð

Meint harðræði lögreglunnar er talið hafa orðið til þess að Ólafur rifbeinsbrotnaði og hlaut innvortis blæðingar.

Ólafur, með hjálp góðra vina úr knattspyrnunni, komst í meðferð hjá SÁÁ og var hann lagður inn 4. ágúst síðastliðinn. Tveimur dögum seinna var hann fluttur í skyndi með sjúkrabifreið frá Vogi og á bráðamóttökuna á Landsspítalanum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom í ljós við skoðun og myndatökur að Ólafur var með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun. Blæðingarnar hafa valdið sýkingum sem nú er verið að meðhöndla af læknum en hann verður mun snúa aftur í meðferð að því loknu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár