Á Ljósanótt í Reykjanesbæ mátti finna áhugaverða en jafnframt umdeilda myndlistarsýningu. Á sýningunni voru tólf verk þar sem myndlistarmaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, lék sér með hinn íslenska fimm þúsund króna seðil.
Sýningin vakti mikla athygli en einhverjir töldu að Odee væri með verkum sínum að brjóta bæði höfundarrétt og reglur sem Seðlabankinn hefur sett varðandi notkun á eftirmyndum peningaseðla. Sjálfur segir listamaðurinn að hann myndi aldrei láta höfundarrétt stoppa sig í því að búa til nýja list. Hann býst ekki við því að fá sekt vegna sýningarinnar, þvert á móti hafi bankastarfsmenn sem sóttu sýninguna lýst yfir áhuga á að kaupa verk.
Athugasemdir