Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bandarískri konu vísað úr landi

Sótti um hæli vegna mik­illa óþæg­inda og ógn­ar­til­finn­ing­ar sem hún lifði við vest­an­hafs. „Ég held að banda­rísk yf­ir­völd muni álíta mig geð­veika og læsa mig inni.“

Bandarískri konu vísað úr landi

Lorrie Moss er viðkunnaleg bandarísk kona með hrokkið hár sem hefur búið á Íslandi frá maí í fyrra. Henni líður vel hérna, hefur eignast vini og hefur náð að hrista af sér mikil óþægindi sem hvíldu á henni í Bandaríkjunum. Hún hefur engin lög brotið.

Í dag á hún von á símtali þar sem henni verður sagt hvenær hún verði rekin úr landi.

Lorrie sótti um hæli hér í fyrra vegna mikilla óþæginda og ógnartilfinningar sem hún lifði við vestanhafs. Íslensk yfirvöld segja hana hafa gefið ófullnægjandi ástæður fyrir hælisveitingu, saga hennar sé „fjarstæðukennd og brengluð‟ og að hún megi ekki vera á Íslandi meðan málið hennar fer fyrir dómstóla. Þegar ég talaði við hana í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum var röddin hennar skjálfandi. Hún lifir við stöðuga streitu vegna yfirvofandi brottvísunar.

„Mér hefur liðið vel hér á Íslandi. En frá því í gær hefur mér verið óglatt.‟ Fjórum dögum fyrr hafði hún verið boðuð á skrifstofu Ríkislögreglustjóra og henni tilkynnt að hún fengi ekki að vera hér lengur.

Verður vísað úr landi í vikunni

Fyrstu mánuðina sem Lorrie var hér gat hún ekki gengið um vegna verkja í fæti og baki, en síðustu mánuði hefur hún sótt íslenskunámskeið, rakið gönguleiðir Reykjavíkur og tekið ljósmyndir. „Ég tók mynd af minnisvarðanum um vináttu Bandaríkjanna og Íslands,‟ segir hún og hlær. „Og hugsaði; en frábært fyrir mig.‟ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár