Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bandarískri konu vísað úr landi

Sótti um hæli vegna mik­illa óþæg­inda og ógn­ar­til­finn­ing­ar sem hún lifði við vest­an­hafs. „Ég held að banda­rísk yf­ir­völd muni álíta mig geð­veika og læsa mig inni.“

Bandarískri konu vísað úr landi

Lorrie Moss er viðkunnaleg bandarísk kona með hrokkið hár sem hefur búið á Íslandi frá maí í fyrra. Henni líður vel hérna, hefur eignast vini og hefur náð að hrista af sér mikil óþægindi sem hvíldu á henni í Bandaríkjunum. Hún hefur engin lög brotið.

Í dag á hún von á símtali þar sem henni verður sagt hvenær hún verði rekin úr landi.

Lorrie sótti um hæli hér í fyrra vegna mikilla óþæginda og ógnartilfinningar sem hún lifði við vestanhafs. Íslensk yfirvöld segja hana hafa gefið ófullnægjandi ástæður fyrir hælisveitingu, saga hennar sé „fjarstæðukennd og brengluð‟ og að hún megi ekki vera á Íslandi meðan málið hennar fer fyrir dómstóla. Þegar ég talaði við hana í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum var röddin hennar skjálfandi. Hún lifir við stöðuga streitu vegna yfirvofandi brottvísunar.

„Mér hefur liðið vel hér á Íslandi. En frá því í gær hefur mér verið óglatt.‟ Fjórum dögum fyrr hafði hún verið boðuð á skrifstofu Ríkislögreglustjóra og henni tilkynnt að hún fengi ekki að vera hér lengur.

Verður vísað úr landi í vikunni

Fyrstu mánuðina sem Lorrie var hér gat hún ekki gengið um vegna verkja í fæti og baki, en síðustu mánuði hefur hún sótt íslenskunámskeið, rakið gönguleiðir Reykjavíkur og tekið ljósmyndir. „Ég tók mynd af minnisvarðanum um vináttu Bandaríkjanna og Íslands,‟ segir hún og hlær. „Og hugsaði; en frábært fyrir mig.‟ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár