Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bandarískri konu vísað úr landi

Sótti um hæli vegna mik­illa óþæg­inda og ógn­ar­til­finn­ing­ar sem hún lifði við vest­an­hafs. „Ég held að banda­rísk yf­ir­völd muni álíta mig geð­veika og læsa mig inni.“

Bandarískri konu vísað úr landi

Lorrie Moss er viðkunnaleg bandarísk kona með hrokkið hár sem hefur búið á Íslandi frá maí í fyrra. Henni líður vel hérna, hefur eignast vini og hefur náð að hrista af sér mikil óþægindi sem hvíldu á henni í Bandaríkjunum. Hún hefur engin lög brotið.

Í dag á hún von á símtali þar sem henni verður sagt hvenær hún verði rekin úr landi.

Lorrie sótti um hæli hér í fyrra vegna mikilla óþæginda og ógnartilfinningar sem hún lifði við vestanhafs. Íslensk yfirvöld segja hana hafa gefið ófullnægjandi ástæður fyrir hælisveitingu, saga hennar sé „fjarstæðukennd og brengluð‟ og að hún megi ekki vera á Íslandi meðan málið hennar fer fyrir dómstóla. Þegar ég talaði við hana í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum var röddin hennar skjálfandi. Hún lifir við stöðuga streitu vegna yfirvofandi brottvísunar.

„Mér hefur liðið vel hér á Íslandi. En frá því í gær hefur mér verið óglatt.‟ Fjórum dögum fyrr hafði hún verið boðuð á skrifstofu Ríkislögreglustjóra og henni tilkynnt að hún fengi ekki að vera hér lengur.

Verður vísað úr landi í vikunni

Fyrstu mánuðina sem Lorrie var hér gat hún ekki gengið um vegna verkja í fæti og baki, en síðustu mánuði hefur hún sótt íslenskunámskeið, rakið gönguleiðir Reykjavíkur og tekið ljósmyndir. „Ég tók mynd af minnisvarðanum um vináttu Bandaríkjanna og Íslands,‟ segir hún og hlær. „Og hugsaði; en frábært fyrir mig.‟ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár