Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri lét líf­ið í al­var­legu um­ferð­ar­slysi á Reykja­nes­braut­inni í dag þeg­ar tvær bif­reið­ar rák­ust sam­an við Rósa­sel­s­torg, skammt frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Þetta er ann­að bana­slys­ið á fjór­um mán­uð­um á þess­um veg­kafla.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Banaslys varð á Reykjanesbrautinni í dag við Rósaselstorg, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tvær bifreiðar rákust saman en svo virðist sem að þær hafi verið að koma úr gagnstæðri átt. Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann var síðan úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Tveir voru flutt­ir á heilsu­gæsl­una í Kefla­vík vegna minni­hátt­ar meiðsla að sögn lög­regl­unn­ar í Reykja­nes­bæ.

Þetta er annað banaslysið á þessum kafla Reykjanesbrautarinnar á fjórum mánuðum. Í byrjun júlí lést annar karlmaður á fertugsaldri í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni eftir árekstur vörubifreiðar og bifhjóls. Sá árekstur átti sér stað á umdeildum gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar, skammt frá þeim stað þar sem banaslysið átti sér stað í dag.

Frá vettvangi
Frá vettvangi Einn lést og tveir slösuðust lítillega í hádeginu í dag í alvarlegu umferðarslysi skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tvö á gjörgæslu eftir annan árekstur

Annað alvarlegt umferðarslys varð einnig á Reykjanesbrautinni í dag við Vallarhverfið í Hafnarfirði. Slysið varð þegar bifreið var ekið fyrir lögreglumann á bifhjóli sem sinnti forgangsakstri fyrir sjúkrabifreið. Sjúkrabifreiðin var að flytja manninn sem lést í slysinu við Rósaselstorg. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru tveir karlar og ein kona flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir það slys. Tvö þeirra eru á gjörgæslu.

Óskar eftir vitnum 

Vegna rannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir vitnum að slysinu sem átti sér stað skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár