Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri lét líf­ið í al­var­legu um­ferð­ar­slysi á Reykja­nes­braut­inni í dag þeg­ar tvær bif­reið­ar rák­ust sam­an við Rósa­sel­s­torg, skammt frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Þetta er ann­að bana­slys­ið á fjór­um mán­uð­um á þess­um veg­kafla.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Banaslys varð á Reykjanesbrautinni í dag við Rósaselstorg, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tvær bifreiðar rákust saman en svo virðist sem að þær hafi verið að koma úr gagnstæðri átt. Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann var síðan úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Tveir voru flutt­ir á heilsu­gæsl­una í Kefla­vík vegna minni­hátt­ar meiðsla að sögn lög­regl­unn­ar í Reykja­nes­bæ.

Þetta er annað banaslysið á þessum kafla Reykjanesbrautarinnar á fjórum mánuðum. Í byrjun júlí lést annar karlmaður á fertugsaldri í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni eftir árekstur vörubifreiðar og bifhjóls. Sá árekstur átti sér stað á umdeildum gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar, skammt frá þeim stað þar sem banaslysið átti sér stað í dag.

Frá vettvangi
Frá vettvangi Einn lést og tveir slösuðust lítillega í hádeginu í dag í alvarlegu umferðarslysi skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tvö á gjörgæslu eftir annan árekstur

Annað alvarlegt umferðarslys varð einnig á Reykjanesbrautinni í dag við Vallarhverfið í Hafnarfirði. Slysið varð þegar bifreið var ekið fyrir lögreglumann á bifhjóli sem sinnti forgangsakstri fyrir sjúkrabifreið. Sjúkrabifreiðin var að flytja manninn sem lést í slysinu við Rósaselstorg. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru tveir karlar og ein kona flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir það slys. Tvö þeirra eru á gjörgæslu.

Óskar eftir vitnum 

Vegna rannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir vitnum að slysinu sem átti sér stað skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár