Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri lét líf­ið í al­var­legu um­ferð­ar­slysi á Reykja­nes­braut­inni í dag þeg­ar tvær bif­reið­ar rák­ust sam­an við Rósa­sel­s­torg, skammt frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Þetta er ann­að bana­slys­ið á fjór­um mán­uð­um á þess­um veg­kafla.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Banaslys varð á Reykjanesbrautinni í dag við Rósaselstorg, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tvær bifreiðar rákust saman en svo virðist sem að þær hafi verið að koma úr gagnstæðri átt. Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann var síðan úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Tveir voru flutt­ir á heilsu­gæsl­una í Kefla­vík vegna minni­hátt­ar meiðsla að sögn lög­regl­unn­ar í Reykja­nes­bæ.

Þetta er annað banaslysið á þessum kafla Reykjanesbrautarinnar á fjórum mánuðum. Í byrjun júlí lést annar karlmaður á fertugsaldri í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni eftir árekstur vörubifreiðar og bifhjóls. Sá árekstur átti sér stað á umdeildum gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar, skammt frá þeim stað þar sem banaslysið átti sér stað í dag.

Frá vettvangi
Frá vettvangi Einn lést og tveir slösuðust lítillega í hádeginu í dag í alvarlegu umferðarslysi skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tvö á gjörgæslu eftir annan árekstur

Annað alvarlegt umferðarslys varð einnig á Reykjanesbrautinni í dag við Vallarhverfið í Hafnarfirði. Slysið varð þegar bifreið var ekið fyrir lögreglumann á bifhjóli sem sinnti forgangsakstri fyrir sjúkrabifreið. Sjúkrabifreiðin var að flytja manninn sem lést í slysinu við Rósaselstorg. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru tveir karlar og ein kona flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir það slys. Tvö þeirra eru á gjörgæslu.

Óskar eftir vitnum 

Vegna rannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir vitnum að slysinu sem átti sér stað skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár