Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri lét líf­ið í al­var­legu um­ferð­ar­slysi á Reykja­nes­braut­inni í dag þeg­ar tvær bif­reið­ar rák­ust sam­an við Rósa­sel­s­torg, skammt frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Þetta er ann­að bana­slys­ið á fjór­um mán­uð­um á þess­um veg­kafla.

Aftur banaslys á umdeildum vegkafla Reykjanesbrautar

Banaslys varð á Reykjanesbrautinni í dag við Rósaselstorg, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tvær bifreiðar rákust saman en svo virðist sem að þær hafi verið að koma úr gagnstæðri átt. Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann var síðan úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Tveir voru flutt­ir á heilsu­gæsl­una í Kefla­vík vegna minni­hátt­ar meiðsla að sögn lög­regl­unn­ar í Reykja­nes­bæ.

Þetta er annað banaslysið á þessum kafla Reykjanesbrautarinnar á fjórum mánuðum. Í byrjun júlí lést annar karlmaður á fertugsaldri í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni eftir árekstur vörubifreiðar og bifhjóls. Sá árekstur átti sér stað á umdeildum gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar, skammt frá þeim stað þar sem banaslysið átti sér stað í dag.

Frá vettvangi
Frá vettvangi Einn lést og tveir slösuðust lítillega í hádeginu í dag í alvarlegu umferðarslysi skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tvö á gjörgæslu eftir annan árekstur

Annað alvarlegt umferðarslys varð einnig á Reykjanesbrautinni í dag við Vallarhverfið í Hafnarfirði. Slysið varð þegar bifreið var ekið fyrir lögreglumann á bifhjóli sem sinnti forgangsakstri fyrir sjúkrabifreið. Sjúkrabifreiðin var að flytja manninn sem lést í slysinu við Rósaselstorg. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru tveir karlar og ein kona flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir það slys. Tvö þeirra eru á gjörgæslu.

Óskar eftir vitnum 

Vegna rannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir vitnum að slysinu sem átti sér stað skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár