Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bætur krabbameinsveikrar konu lækkaðar vegna sjálfboðavinnu hennar

At­vinnu­laus kona lend­ir í skerð­ingu á at­vinnu­leys­is­bót­um vegna þess að hún fór sem sjálf­boða­liði vegna sam­starfs­verk­efn­is fyr­ir sam­tök krabba­meins­veikra.

Bætur krabbameinsveikrar konu lækkaðar vegna sjálfboðavinnu hennar
Julie Coadou Vinnumálastofnun túlkar reglur strangt og ætla draga fjóra daga af bótum hennar.

Julie Coadou er með sjaldgæfa gerð krabbameins og hefur undanfarin tvö ár verið í stjórn Krafts - stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.

Hún er atvinnulaus en eftir að hún lauk fæðingarorlofi treysti hún sér ekki að snúa aftur til vinnu vegna veikinda. Julie er frönsk að uppruna en hefur búið hér á landi um árabil. Kraftur hefur unnið að samstarfsverkefni með pólskum systursamtökum Alivia um nokkurt skeið og fellst það samstarf í að íslenskum fulltrúum er boðið til Póllands til að funda. Julie fór í slíka ferð í fjóra daga í síðustu viku en Vinnumálastofnun ætlar að draga þá daga af bótum hennar. Allur kostnaður vegna ferðarinnar; flug, matur og gisting var borgaður af pólsku samtökunum.

„Ég varð atvinnulaus nýverið. Eftir að fæðingarorlofi lauk gat ég ekki farið aftur í mína gömlu vinnu vegna heilsufars. Ég var þar til nýverið í stjórn Krafts, en kosningar fóru fram í síðustu viku. Ég hef verið í stjórn í tvö ár og núna vil ég einbeita mér að fólki sem hefur sömu gerð krabbameins og ég. Í þessi tvö ár höfum við unnið að samstarfsverkefni með samskonar samtökum og Kraftur í Póllandi. Þetta er verkefni á vegum Evrópusambandsins og við höfum verið að vinna hugmyndir saman. Auk þess vorum við fengin inn sem ráðgjafar að stóru samevrópsku verkefni,“ segir Julie.

Refsað fjárhagslega

Hluti af þessu samevrópska verkefni var að fulltrúar Kraft færu út til Póllands til að eiga fundi með systursamtökum sínum þar. Í síðustu viku átti einn slíkur fundur að fara fram og Julie bauð sig fram þar sem hún hafði mestan tíma til þess. „Við áttum að senda tvo fulltrúa í tvö skipti til Póllands til að vinna að þessu verkefni. Þetta er allt sjálfboðavinna fyrir Kraft. Við áttum að gera þetta í seinustu viku og það leit út fyrir að ég hefði mestan tíma. En vegna þess að ég er atvinnulaus þá eru lög sem segja til um að ef ég fer úr landi þá fæ ég ekki borgað. Ég held að þessi lög séu þannig að það megi túlka þau á ýmsan hátt. Þeir á Vinnumálastofnun ákváðu að vera mjög strangir í sinni túlkun. Það þýðir að meira segja þó ég þyrfti að ferðast frá Íslandi til vera viðstödd jarðarför foreldra minna þá yrði mér refsað fjárhagslega fyrir það,“ segir Julie.

 „Hvers vegna þurfa þeir að vera svona strangir að refsa manni fjárhagslega fyrir að vinna samfélagsvinnu og afla sér starfsreynslu.“

Aflar sér starfsreynslu

Julie bendir á sjálfboðavinnan í Póllandi sé auk þess starfsreynsla sem geti hjálpað henni að fá aftur vinnu. „Ég segi Vinnumálastofnun að ég þurfi að fara til útlanda til að sinna sjálfboðavinnu og þeir segja mér að það skipti ekki máli. Ég spyr hvort það eigi líka við þegar sjálfboðavinnan sé líka starfsreynsla fyrir mig sem ég get síðar nýtt til að finna vinnu. Það skiptir ekki máli, ef þú ferð frá Íslandi þá er þér refsað fjárhagslega. Þeir segja manni að maður þurfi að koma aftur innan þriggja daga eftir heimkomu til að sýna skilríki og flugfarmiða. Það sem ég skil ekki er að, ef maður sannar að maður hafi komið til baka, hvers vegna þurfa þeir að vera svona strangir að refsa manni fjárhagslega fyrir að vinna samfélagsvinnu og afla sér starfsreynslu,“ segir Julie.

„Stundum er gott að vera strangur en ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk svindli frekar.“

„Computer says no“

Julie segir að hún hefði í raun getað sleppt því að tilkynna Vinnumálastofnun að hún væri að fara í þessa ferð og hefði hún þá sloppið við að vera refsað fjárhagslega. „Ég skil vel að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir bótasvik. Stundum er gott að vera strangur en ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk svindli frekar. Ég hefði í raun getað sleppt því að segja þeim frá þessari ferð. Ég sýndi þeim staðfestingu frá Alivia en þeir vildu ekkert hlusta á það, það var bara „computer says no“. Ég held að þegar fólk er að vinna með fólki, með mannlegar sögur, geti það ekki hagað sér svona einstrengingslega,“ segir Julie.

Ósanngjarnt gagnvart útlendingum

Julie telur að þessi einstrengingslega reglufesta Vinnumálastofnunar bitni helst á fólki af erlendum uppruna. „Þeir eru að refsa útlendingum því þeir eru líklegri til lenda í dauða ættingja eða veikindum foreldra. Til dæmis var systir mín mjög veik og læknir hennar bað mig að koma. Ég þurfti að fara í fríinu mínu til hennar. Þetta er atriði sem bitnar meira á útlendingum, þetta er sérstaklega ósanngjarnt gagnvart þeim,“ segir Julie.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár