Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bætur krabbameinsveikrar konu lækkaðar vegna sjálfboðavinnu hennar

At­vinnu­laus kona lend­ir í skerð­ingu á at­vinnu­leys­is­bót­um vegna þess að hún fór sem sjálf­boða­liði vegna sam­starfs­verk­efn­is fyr­ir sam­tök krabba­meins­veikra.

Bætur krabbameinsveikrar konu lækkaðar vegna sjálfboðavinnu hennar
Julie Coadou Vinnumálastofnun túlkar reglur strangt og ætla draga fjóra daga af bótum hennar.

Julie Coadou er með sjaldgæfa gerð krabbameins og hefur undanfarin tvö ár verið í stjórn Krafts - stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.

Hún er atvinnulaus en eftir að hún lauk fæðingarorlofi treysti hún sér ekki að snúa aftur til vinnu vegna veikinda. Julie er frönsk að uppruna en hefur búið hér á landi um árabil. Kraftur hefur unnið að samstarfsverkefni með pólskum systursamtökum Alivia um nokkurt skeið og fellst það samstarf í að íslenskum fulltrúum er boðið til Póllands til að funda. Julie fór í slíka ferð í fjóra daga í síðustu viku en Vinnumálastofnun ætlar að draga þá daga af bótum hennar. Allur kostnaður vegna ferðarinnar; flug, matur og gisting var borgaður af pólsku samtökunum.

„Ég varð atvinnulaus nýverið. Eftir að fæðingarorlofi lauk gat ég ekki farið aftur í mína gömlu vinnu vegna heilsufars. Ég var þar til nýverið í stjórn Krafts, en kosningar fóru fram í síðustu viku. Ég hef verið í stjórn í tvö ár og núna vil ég einbeita mér að fólki sem hefur sömu gerð krabbameins og ég. Í þessi tvö ár höfum við unnið að samstarfsverkefni með samskonar samtökum og Kraftur í Póllandi. Þetta er verkefni á vegum Evrópusambandsins og við höfum verið að vinna hugmyndir saman. Auk þess vorum við fengin inn sem ráðgjafar að stóru samevrópsku verkefni,“ segir Julie.

Refsað fjárhagslega

Hluti af þessu samevrópska verkefni var að fulltrúar Kraft færu út til Póllands til að eiga fundi með systursamtökum sínum þar. Í síðustu viku átti einn slíkur fundur að fara fram og Julie bauð sig fram þar sem hún hafði mestan tíma til þess. „Við áttum að senda tvo fulltrúa í tvö skipti til Póllands til að vinna að þessu verkefni. Þetta er allt sjálfboðavinna fyrir Kraft. Við áttum að gera þetta í seinustu viku og það leit út fyrir að ég hefði mestan tíma. En vegna þess að ég er atvinnulaus þá eru lög sem segja til um að ef ég fer úr landi þá fæ ég ekki borgað. Ég held að þessi lög séu þannig að það megi túlka þau á ýmsan hátt. Þeir á Vinnumálastofnun ákváðu að vera mjög strangir í sinni túlkun. Það þýðir að meira segja þó ég þyrfti að ferðast frá Íslandi til vera viðstödd jarðarför foreldra minna þá yrði mér refsað fjárhagslega fyrir það,“ segir Julie.

 „Hvers vegna þurfa þeir að vera svona strangir að refsa manni fjárhagslega fyrir að vinna samfélagsvinnu og afla sér starfsreynslu.“

Aflar sér starfsreynslu

Julie bendir á sjálfboðavinnan í Póllandi sé auk þess starfsreynsla sem geti hjálpað henni að fá aftur vinnu. „Ég segi Vinnumálastofnun að ég þurfi að fara til útlanda til að sinna sjálfboðavinnu og þeir segja mér að það skipti ekki máli. Ég spyr hvort það eigi líka við þegar sjálfboðavinnan sé líka starfsreynsla fyrir mig sem ég get síðar nýtt til að finna vinnu. Það skiptir ekki máli, ef þú ferð frá Íslandi þá er þér refsað fjárhagslega. Þeir segja manni að maður þurfi að koma aftur innan þriggja daga eftir heimkomu til að sýna skilríki og flugfarmiða. Það sem ég skil ekki er að, ef maður sannar að maður hafi komið til baka, hvers vegna þurfa þeir að vera svona strangir að refsa manni fjárhagslega fyrir að vinna samfélagsvinnu og afla sér starfsreynslu,“ segir Julie.

„Stundum er gott að vera strangur en ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk svindli frekar.“

„Computer says no“

Julie segir að hún hefði í raun getað sleppt því að tilkynna Vinnumálastofnun að hún væri að fara í þessa ferð og hefði hún þá sloppið við að vera refsað fjárhagslega. „Ég skil vel að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir bótasvik. Stundum er gott að vera strangur en ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk svindli frekar. Ég hefði í raun getað sleppt því að segja þeim frá þessari ferð. Ég sýndi þeim staðfestingu frá Alivia en þeir vildu ekkert hlusta á það, það var bara „computer says no“. Ég held að þegar fólk er að vinna með fólki, með mannlegar sögur, geti það ekki hagað sér svona einstrengingslega,“ segir Julie.

Ósanngjarnt gagnvart útlendingum

Julie telur að þessi einstrengingslega reglufesta Vinnumálastofnunar bitni helst á fólki af erlendum uppruna. „Þeir eru að refsa útlendingum því þeir eru líklegri til lenda í dauða ættingja eða veikindum foreldra. Til dæmis var systir mín mjög veik og læknir hennar bað mig að koma. Ég þurfti að fara í fríinu mínu til hennar. Þetta er atriði sem bitnar meira á útlendingum, þetta er sérstaklega ósanngjarnt gagnvart þeim,“ segir Julie.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár