Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bæjarfulltrúar þiggja 45 prósenta launahækkun vegna þess að „Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs“

Úr­skurð­ur kjara­ráðs um hækk­un þing­far­ar­kaups dreg­ur dilk á eft­ir sér. Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar sam­þykkti með sex at­kvæð­um gegn fjór­um að aft­ur­kalla tíma­bundna frest­un launa­breyt­inga.

Bæjarfulltrúar þiggja 45 prósenta launahækkun vegna þess að „Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs“

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með sex atkvæðum gegn fjórum á fundi í vikunni að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum og þiggja þannig 45 prósenta launahækkun.

Þiggja þeir hækkunina á þeim grundvelli að ljóst sé orðið að Alþingi ætli ekki hnekkja ákvörðun Kjararáðs um hækkun þingfararkaups.

Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar að full laun fyrir störf í bæjarstjórn séu í dag 199 þúsund krónur á mánuði en vegna ákvörðunar kjararáðs muni launin hækka upp í 286 þúsund krónur. 

Á fundi bæjarstjórnar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar fram svohljóðandi bókun: 

Nú er ljóst að Alþingi mun ekki breyta ákvörðun kjararáðs frá 1. nóvember 2016 um hækkun á þingfararkaupi. Um árabil hafa kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði sjálfir ákvarðað laun sín en það fyrirkomulag verður að teljast mjög óeðlilegt og óheppilegt. Í júní 2016 birti Samband íslenskra sveitarfélaga viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarfélögum landsins þar sem miðað er við þingfararkaup. Í kjölfarið ákvað bæjarráð Hafnarfjarðar að launaþróun kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins skyldi tekin úr höndum þeirra sjálfra, fylgja framvegis þingfararkaupi og um leið verða ákvörðuð af kjararáði eins og víðar er gert í bæjarfélögum. Með vísan til þess að Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs mun bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú fylgja eftir fyrri ákvörðun, að miða laun sín við þingfararkaup og þar með ákvarða ekki sjálf laun sín.

Síðastliðin átta ár hafa laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði ekki haldið í við almenna launaþróun og dregist jafnt og þétt aftur úr launaþróun starfsmanna sveitarfélaga og munar þar núna um 45%. Full laun fyrir störf í bæjarstjórn eru núna 199 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs hækka launin því og verða um 286.000 kr. á mánuði. Full laun fyrir störf í almennu ráði hjá bæjarfélaginu eru um 90 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs verða laun fyrir setu þar nú um 129.600 kr. á mánuði.

Bæjarfulltrúar minnihlutans, Adda María Jóhannsdóttir auk fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, lýstu furðu yfir að ekki væri hægt að bíða eftir niðurstöðum starfshóps um starfsumhverfi og kjör bæjarfulltrúa:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað. Þann 1. desember sl. var skipaður starfshópur í bæjarráði, sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samkvæmt erindisbréfi er eitt meginverkefni starfshópsins að endurskoða starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og þar á meðal launakjör. Hópurinn á að skila niðurstöðu 1. febrúar 2017, sem er eftir tæpar 2 vikur. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir því að ekki sé hægt að bíða eftir niðurstöðu starfshópsins.

Í ljósi fyrri athugasemda okkar gagnvart hækkun Kjaradóms á þingfarakaupi förum við fram á að starfshópurinn fái að ljúka sinni vinnu og endurskoðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ.

Þann 29. október síðastliðinn ákvað Kjararáð að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða sem nemur 338 þúsund krónum á mánuði. Mikil umræða skapaðist um málið og kom upp ákall um að Alþingi myndi reyna að hnekkja úrskurði Kjararáðs með lagasetningu. Það var ekki gert.

Haft var eftir Benedikt Jóhannessyni, núverandi fjármálaráðherra og þáverandi formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, milli jóla og nýárs að ólíklegt væri að Alþingi myndi hrófla við úrskurði kjararáðs, enda hefði kjararáð þar „einfaldlega verið að leið­rétta alls konar inn­grip und­an­far­inna ára“. 

Eins og Stundin hefur fjallað um hafa þingmenn hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum. Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár