Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Óska Íslendingum til hamingju með hann“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son er for­sæt­is­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son ósk­ar þjóð­inni til ham­ingju með hann. Mis­skiln­ing­ur varð í Al­þing­is­hús­inu í sam­skipt­um við fjöl­miðla.

„Óska Íslendingum til hamingju með hann“
Sigurður Ingi Jóhannsson Nýr forsætisráðherra Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

„Næsti forsætisráðherra er traustur og góður maður og það er ástæða til að óska Íslendingum til hamingju með hann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, í samtali við hóp fréttamanna í Alþingishúsinu fyrir skemmstu. Hann sagði hins vegar ekki hver væri nýr forsætisráðherra. „Jæja, ég held að þið getið nú getið ykkur til um það. Mér finnst líka eðlilegt að á þessu kvöldi leyfi ég honum svolítið að eiga sviðið,“ sagði Sigmundur, brosti og yfirgaf svæðið.

Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður kom næstur og sagði að Sigurður Ingi Jóhannsson verði forsætisráðherra. Það var staðfest síðar þegar Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi ræddu við fjölmiðla.

Sigurður Ingi og Bjarni sögðu að ekki yrði gerður nýr málefnasamningur heldur yrði haldið áfram með þau mál sem ríkisstjórnin hafði á prjónunum.

Viðtal fyrir mistök

Höskuldur hafði farið í viðtal hjá hópi fjölmiðlamanna í Alþingishúsinu fyrir mistök, en hann taldi að nýr forsætisráðherra hefði þegar stigið þar fram og sagðist ekki hafa ætlað sér í viðtal á undan honum.

„Mér skilst að það sé ekki búið að raða niður endanlega í ráðherraembætti,“ sagði Höskuldur Þór og útskýrði svo að hann teldi að Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson hefðu þegar rætt við fréttamenn, en svo var ekki. „Ég bjóst reyndar við því að þeir væru búnir að taka viðtal. Ég bara var að rölta heim til mín, svo ég segi nú bara alveg hreinskilið,“ sagði hann. „Framsóknarflokkurinn hefur orðið fyrir skaða, eins og Sigurður Ingi nefndi í dag í fjölmiðlum, en ég hélt og stóð í þeirri meiningu að sá sem mun taka við forsætisráðherraembættinu, vonandi, hefði nú þegar tekið viðtal og gekk þess vegna hérna reiðubúinn að svara spurningum.“

Höskuldur yfirgaf því svæðið.

Mörgum spurningum er því enn svarað varðandi nýja ríkisstjórn.

Samkvæmt svörum leiðtoga stjórnarandstöðunnar verður kosningum flýtt. Stjórnarandstaðan leggur engu að síður til þingrof og kosningar. „Þeir komu ekki með neinn lista yfir hvað þeir ætluðu að klára,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.

Stundin fjallaði um umdeildan feril Sigurðar Inga á ráðherrastóli í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár