Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arnþrúður lék Indverja í beinni: „Curry curry curry“

Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir og Pét­ur Gunn­laugs­son hafa áhyggj­ur af því að Ind­verj­ar flykk­ist til Ís­lands, í þús­unda tali, og opni „karrý­verk­smiðju.“ Leik­ar­an­um Stefáni Karli Stef­áns­syni blöskr­aði mál­flutn­ing­ur þeirra.

Arnþrúður lék Indverja í beinni: „Curry curry curry“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstýra Útvarps Sögu fór mikinn í símatíma miðilsins í morgun ásamt Pétri Gunnlaugssyni. Mynd: Pressphotos/Geirix

Leikarinn og skemmtikrafturinn Stefán Karl Stefánsson segir Útvarp Sögu fara alltof oft með rangt mál og hagræði sannleikanum sér og sínum málstað í hag. Hann hafi oftast húmor fyrir þessum „táfýlusokkum samfélagsins“ en að umræða þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar hafi farið yfir öll velsæmismörk í morgun þegar útvarpsstýran lék Indverja í beinni útsendingu og lét út úr sér orðin „Curry curry curry.“

Stefán Karl Stefánsson
Stefán Karl Stefánsson Þolir ekki þá hatursumræðu, einelti og rasisma sem hann segir viðgangast á Útvarpi Sögu

Blöskraði umræðan í útvarpinu

„Mér blöskraði að heyra þetta. Ég hlusta mikið á útvarp en þó sjaldnast á Útvarp Sögu og er það af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að hatursumræða táfýlusokka samfélagsins er ekki mjög uppbyggileg og sjaldnast málefnaleg,“ segir Stefán Karl í samtali við Stundina. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar hann heyrði umræðuna um fríverslunarsamninginn TiSA.

„Útvarp Saga er að mínu mati stöð sem allt of oft fer beinlínis með rangt mál og hagræðir sannleikanum sér og sínum málstað í hag. Slík umræða er vissulega eitthvað sem er ergjandi að hlusta á en oftast hef ég þó húmor fyrir því. Ég hef þó ekki húmor fyrir því þegar verið er að meiða vísvitandi og þegar kynþáttahatur og rasismi er viðhafður eins og í morgun.“

Hlógu saman að leiktilburðum Arnþrúðar

En hvað sagði Arnþrúður og af hverju? Við skulum kíkja á það sem Arnþrúður og Pétur ræddu í morgun. Arnþrúður var nýbúin að telja upp nokkur ríki sem taka þátt í samningaviðræðunum, meðal annars Ísland þegar Pétur grípur inn í.

Pétur: „Eru ekki fleiri en þessi ríki sem þú taldir upp. Eru ekki önnur ríki í Asíu sem eru þarna inni í þessu. Hvað með Indverjana og Kínverjana?“

Arnþrúður: „Jaaa, ég skal nú ekki um það segja um Indverjana en það eru allavega, jújú, það eru Asíuríki sem hafa lýst sig viljug til að samþykkja þetta og þetta þýðir það í raun og veru þetta eru aðallega stórfyrirtækin og þarna aftur erum við komin að því, þarna erum við aftur komin að Panama-skjölunum. Það eru fjármagnseigendur og stórfyrirtæki sem þrýsta gríðarlega á…“

Pétur: „Alþjóðleg stórfyrirtæki“

Arnþrúður: „Já ég er að meina það. Ég er svo stórtæk að ég get ekki talað um annað en í alþjóða samhengi. Jæja gott og vel. Þetta eru stórfyrirtækin og þau hérna vilja sko nýjar þjónustugreinar, tækni- og þjónustugreinar sem falla sjálfkrafa undir samninginn og það þýðir að ef þeir koma hingað til dæmis til Íslands þá mega þeir taka allt vinnuaflið með sér.“

Pétur: „Já, það er nú það sem þeir gera.“

Arnþrúður: Það er stóra málið.

Pétur: „Þannig að ef þeir ætla að koma upp karrýverksmiðju hérna Indverjarnir þá koma þeir bara með nokkur þúsund Indverja með sér.“

Arnþrúður: „Curry, curry, curry. Það er svona curry-dáldið…“

(Hlæja saman)

Pétur: „Svo ef einhver gagnrýnir þetta þá er hann bara rasisti eða einhver…“

(Arnþrúður grípur inn í)

Arnþrúður: „Það hlýtur að vera á Útvarpi Sögu.“

Pétur: „Hlýtur að vera..“

Arnþrúður: „Það er alveg pottþétt“

(Hlæja saman aftur)

Hún er ekki Halli og þá síður Laddi

Stefáni Karli þykir málflutningurinn andstyggilegur. „Arnþrúður Karlsdóttir er ekki Halli og þá síður Laddi og því flokkast hún seint sem einhver skemmtikraftur eða eftirherma og ef hlustað er á samhengi þess sem til umræðu var þá er þetta það sem kallast hreinræktaður rasismi og þjóðernishyggja því þau voru að ræða það að hingað komi bara útlendingar og taki öll störf, karrýverksmiður rísa og eintómir indverjar flytji hingað til lands og svo framvegis,“ segir hann.

„Já þetta er andstyggilegur málflutningur sem sæmir engum nema svona táfýlusokkum.“   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár