Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Arnþrúður lék Indverja í beinni: „Curry curry curry“

Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir og Pét­ur Gunn­laugs­son hafa áhyggj­ur af því að Ind­verj­ar flykk­ist til Ís­lands, í þús­unda tali, og opni „karrý­verk­smiðju.“ Leik­ar­an­um Stefáni Karli Stef­áns­syni blöskr­aði mál­flutn­ing­ur þeirra.

Arnþrúður lék Indverja í beinni: „Curry curry curry“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstýra Útvarps Sögu fór mikinn í símatíma miðilsins í morgun ásamt Pétri Gunnlaugssyni. Mynd: Pressphotos/Geirix

Leikarinn og skemmtikrafturinn Stefán Karl Stefánsson segir Útvarp Sögu fara alltof oft með rangt mál og hagræði sannleikanum sér og sínum málstað í hag. Hann hafi oftast húmor fyrir þessum „táfýlusokkum samfélagsins“ en að umræða þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar hafi farið yfir öll velsæmismörk í morgun þegar útvarpsstýran lék Indverja í beinni útsendingu og lét út úr sér orðin „Curry curry curry.“

Stefán Karl Stefánsson
Stefán Karl Stefánsson Þolir ekki þá hatursumræðu, einelti og rasisma sem hann segir viðgangast á Útvarpi Sögu

Blöskraði umræðan í útvarpinu

„Mér blöskraði að heyra þetta. Ég hlusta mikið á útvarp en þó sjaldnast á Útvarp Sögu og er það af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að hatursumræða táfýlusokka samfélagsins er ekki mjög uppbyggileg og sjaldnast málefnaleg,“ segir Stefán Karl í samtali við Stundina. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar hann heyrði umræðuna um fríverslunarsamninginn TiSA.

„Útvarp Saga er að mínu mati stöð sem allt of oft fer beinlínis með rangt mál og hagræðir sannleikanum sér og sínum málstað í hag. Slík umræða er vissulega eitthvað sem er ergjandi að hlusta á en oftast hef ég þó húmor fyrir því. Ég hef þó ekki húmor fyrir því þegar verið er að meiða vísvitandi og þegar kynþáttahatur og rasismi er viðhafður eins og í morgun.“

Hlógu saman að leiktilburðum Arnþrúðar

En hvað sagði Arnþrúður og af hverju? Við skulum kíkja á það sem Arnþrúður og Pétur ræddu í morgun. Arnþrúður var nýbúin að telja upp nokkur ríki sem taka þátt í samningaviðræðunum, meðal annars Ísland þegar Pétur grípur inn í.

Pétur: „Eru ekki fleiri en þessi ríki sem þú taldir upp. Eru ekki önnur ríki í Asíu sem eru þarna inni í þessu. Hvað með Indverjana og Kínverjana?“

Arnþrúður: „Jaaa, ég skal nú ekki um það segja um Indverjana en það eru allavega, jújú, það eru Asíuríki sem hafa lýst sig viljug til að samþykkja þetta og þetta þýðir það í raun og veru þetta eru aðallega stórfyrirtækin og þarna aftur erum við komin að því, þarna erum við aftur komin að Panama-skjölunum. Það eru fjármagnseigendur og stórfyrirtæki sem þrýsta gríðarlega á…“

Pétur: „Alþjóðleg stórfyrirtæki“

Arnþrúður: „Já ég er að meina það. Ég er svo stórtæk að ég get ekki talað um annað en í alþjóða samhengi. Jæja gott og vel. Þetta eru stórfyrirtækin og þau hérna vilja sko nýjar þjónustugreinar, tækni- og þjónustugreinar sem falla sjálfkrafa undir samninginn og það þýðir að ef þeir koma hingað til dæmis til Íslands þá mega þeir taka allt vinnuaflið með sér.“

Pétur: „Já, það er nú það sem þeir gera.“

Arnþrúður: Það er stóra málið.

Pétur: „Þannig að ef þeir ætla að koma upp karrýverksmiðju hérna Indverjarnir þá koma þeir bara með nokkur þúsund Indverja með sér.“

Arnþrúður: „Curry, curry, curry. Það er svona curry-dáldið…“

(Hlæja saman)

Pétur: „Svo ef einhver gagnrýnir þetta þá er hann bara rasisti eða einhver…“

(Arnþrúður grípur inn í)

Arnþrúður: „Það hlýtur að vera á Útvarpi Sögu.“

Pétur: „Hlýtur að vera..“

Arnþrúður: „Það er alveg pottþétt“

(Hlæja saman aftur)

Hún er ekki Halli og þá síður Laddi

Stefáni Karli þykir málflutningurinn andstyggilegur. „Arnþrúður Karlsdóttir er ekki Halli og þá síður Laddi og því flokkast hún seint sem einhver skemmtikraftur eða eftirherma og ef hlustað er á samhengi þess sem til umræðu var þá er þetta það sem kallast hreinræktaður rasismi og þjóðernishyggja því þau voru að ræða það að hingað komi bara útlendingar og taki öll störf, karrýverksmiður rísa og eintómir indverjar flytji hingað til lands og svo framvegis,“ segir hann.

„Já þetta er andstyggilegur málflutningur sem sæmir engum nema svona táfýlusokkum.“   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár