Íslenska ríkið var þann 5. febrúar síðastliðinn sýknað í héraðsdómi í skaðabótamáli Ástríðar Pálsdóttur, en hún telur starfsfólk Landspítalans hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við greiningu og meðferð Páls Hersteinssonar prófessors, eiginmanns hennar, sem lést á spítalanum í október 2011. Ástríður hyggst áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar, en að auki hefur hún lagt fram tvær aðrar kærur á hendur tveggja einstaka heilbrigðisstarfsmanna; annars vegar fyrir skjalafals og hins vegar fyrir að segja ósatt í skýrslutöku. Þá kærði hún einnig ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að hætta rannsókn á málinu til ríkissaksóknara. „Ég get ekki leyft þeim að komast upp með þetta,“ segir Ástríður í samtali við Stundina.
Hneig niður fimm tímum eftir heimkomu
Ástríður sagði frá baráttu sinni í viðtali við Fréttablaðið árið 2014 en að auki hefur hún haldið úti heimasíðu þar sem hún rekur málið og birtir gögn þess tengdu.
Ástríður og Páll höfðu verið gift í rúm þrjátíu ár og voru bæði líffræðingar. Páll var prófessor við Háskóla Íslands og Ástríður starfar sem sameindalíffræðingur á Keldum. Forsaga málsins er sú að miðvikudaginn 28. september árið 2011 var Páll lagður inn á Landspítala vegna gríðarlegra kviðverkja. Þremur dögum eftir innlögn
Athugasemdir