Hann heitir Andri Snær Magnason, er þekktastur fyrir ritstörf sín, en er nú að reyna að skipta um starf og hefur sett stefnuna á Bessastaði. Búsettur í Karfavogi, uppalinn í Árbæjarhverfi og gekk í Árbæjarskóla. Vinirnir sem hann kynntist þar hafa haldið hópinn allar götur síðan, og standa þeir þétt að baki Andra í baráttunni um Bessastaði. Árbærinn hefur verið einskonar fjölskylduóðal Andra, en amma hans og afi búa þar enn, og langamma hans og langafi námu þar land þegar byggð var að festa rætur.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
„Ekki einu sinni almennilegur umhverfisverndarsinni“
Andri Snær Magnason rithöfundur hefur allan sinn feril verið óhræddur við að feta ótroðnar slóðir. Hann er eini íslenski rithöfundurinn sem hefur hlotið bókmenntarverðlaun fyrir skáldsögu, barnabók og fræðibók. Hann hefur komið að nýsköpun, kvikmyndagerð og nú liggur slóðin að Bessastöðum.
Athugasemdir