Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Andleg efling kvenna

Ein af þeim kon­um sem hef­ur ver­ið hvað mest áber­andi í vald­efl­ingu kvenna á með­göngu og í fæð­ingu er Auð­ur Bjarna­dótt­ir, dans­ari og jóga­kenn­ari. Auð­ur hef­ur stað­ið fyr­ir nám­skeið­um í með­göngujóga í mörg ár, og deil­ir þar með­al ann­ars reynslu sinni af því að fæða á óhefð­bundn­um stöð­um, án deyf­ing­ar, með hjálp jóga­tækn­inn­ar.

Andleg efling kvenna

Auður: „Ég átti fyrsta barnið mitt hefðbundið, á Landspítalanum, það eru 28 ár síðan. Stelpuna mína, fyrir 25 árum, átti ég á elliheimilinu á Hornafirði. Ég ákvað að treysta bara þessari flottu ljósmóður sem var þar, í stað þess að fara að bruna í bæinn. Ég átti þá inni á stofu, og lá sængurleguna í kjallaranum á elliheimilinu á Höfn í Hornafirði. 

Svo var ég í Bandaríkjunum, bjó í Seattle og búin með jóganám þar, og hafði verið í algjörlega frábæru meðgöngujóga. Þar fæ ég nýja menntun, og alveg nýja sýn á fæðingarfræðin. Því þótt ég hafi treyst mér til að eiga á elliheimilinu á Hornafirði, og ekkert þurft nema hljóðpípu, þá var ég ekki búin að fá þessa fæðingarfræðslu. Þannig að ég ligg bara á bakinu, með lappirnar upp í loft eins og hentar lækninum.“ 

Andaði barninu í heiminn

„Ég þurfti fæðingafræðsluna. Að heyra að það hjálpaði að fara á fjóra fætur, og standa, og vera í vatni, að líkaminn þurfi að fá að ráða sjálfur. Ég bjó í teppalagðri stúdentaíbúð þarna úti, sem mig langaði ekki að fæða í, en ég fékk dásamlegt fæðingarheimili, þannig að það var soldið eins og heimafæðing. Stofa, með potti, í algjörri sælu. 

Þar átti ég þessa upplifun af jógafæðingu, að anda barninu í heiminn. Ég bókstaflega andaði honum í heiminn. Þá skildi ég þetta: Mín fæðing, þetta er mín fæðing! Á ensku er sagt „when a woman owns her birth she owns her 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár