Auður: „Ég átti fyrsta barnið mitt hefðbundið, á Landspítalanum, það eru 28 ár síðan. Stelpuna mína, fyrir 25 árum, átti ég á elliheimilinu á Hornafirði. Ég ákvað að treysta bara þessari flottu ljósmóður sem var þar, í stað þess að fara að bruna í bæinn. Ég átti þá inni á stofu, og lá sængurleguna í kjallaranum á elliheimilinu á Höfn í Hornafirði.
Svo var ég í Bandaríkjunum, bjó í Seattle og búin með jóganám þar, og hafði verið í algjörlega frábæru meðgöngujóga. Þar fæ ég nýja menntun, og alveg nýja sýn á fæðingarfræðin. Því þótt ég hafi treyst mér til að eiga á elliheimilinu á Hornafirði, og ekkert þurft nema hljóðpípu, þá var ég ekki búin að fá þessa fæðingarfræðslu. Þannig að ég ligg bara á bakinu, með lappirnar upp í loft eins og hentar lækninum.“
Andaði barninu í heiminn
„Ég þurfti fæðingafræðsluna. Að heyra að það hjálpaði að fara á fjóra fætur, og standa, og vera í vatni, að líkaminn þurfi að fá að ráða sjálfur. Ég bjó í teppalagðri stúdentaíbúð þarna úti, sem mig langaði ekki að fæða í, en ég fékk dásamlegt fæðingarheimili, þannig að það var soldið eins og heimafæðing. Stofa, með potti, í algjörri sælu.
Þar átti ég þessa upplifun af jógafæðingu, að anda barninu í heiminn. Ég bókstaflega andaði honum í heiminn. Þá skildi ég þetta: Mín fæðing, þetta er mín fæðing! Á ensku er sagt „when a woman owns her birth she owns her
Athugasemdir