Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

For­sæt­is­ráðu­neyt­ið kaup­ir heil­síðu­aug­lýs­ingapláss í blöð­um þar sem áherslu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru aug­lýst. Gylfi Magnús­son, dós­ent í við­skipta­fræði, seg­ir fram­setn­ingu upp­lýs­inga í nýj­ustu aug­lýs­ing­unni vill­andi.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

Forsætisráðuneytið heldur áfram að verja almannafé til kaupa á heilsíðuauglýsingaplássum í dagblöðum þar sem áherslumál ríkisstjórnarinnar eru auglýst. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær er vakin athygli á útgjaldaliðum hins opinbera og fullyrt að mestu sé „varið í vexti, velferð og heilbrigði“. Þá kemur fram að vegna niðurgreiðslu á skuldum hins opinbera og lækkunar vaxtakostnaðar skapist nú „tækifæri til að lækka skatta og álögur á almenning eða fjárfesta frekar í velferð, menntun og innviðum“. 

Framsetningin í auglýsingunni hefur vakið athygli, en þar eru vextir, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar sýnd líkt og um sé að ræða einn og sama útgjaldaliðinn. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, bendir á það á Facebook að óvenjulegt er að flokka lífeyrisgreiðslur með vaxtagreiðslum. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, tekur í sama streng í samtali við Stundina.

„Það er villandi að horfa bara á vaxtaútgjöld án þess að skoða vaxtatekjur ríkisins og aðrar eignatekjur sömuleiðis. Vaxtagjöldin eru að hluta til svona há vegna þess að ríkið hefur á undanförnum árum lagt verulegt fé inn í fjármálafyrirtæki, sérstaklega Landsbankann, og tekið lán til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð,“ segir Gylfi

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár