Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

For­sæt­is­ráðu­neyt­ið kaup­ir heil­síðu­aug­lýs­ingapláss í blöð­um þar sem áherslu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru aug­lýst. Gylfi Magnús­son, dós­ent í við­skipta­fræði, seg­ir fram­setn­ingu upp­lýs­inga í nýj­ustu aug­lýs­ing­unni vill­andi.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

Forsætisráðuneytið heldur áfram að verja almannafé til kaupa á heilsíðuauglýsingaplássum í dagblöðum þar sem áherslumál ríkisstjórnarinnar eru auglýst. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær er vakin athygli á útgjaldaliðum hins opinbera og fullyrt að mestu sé „varið í vexti, velferð og heilbrigði“. Þá kemur fram að vegna niðurgreiðslu á skuldum hins opinbera og lækkunar vaxtakostnaðar skapist nú „tækifæri til að lækka skatta og álögur á almenning eða fjárfesta frekar í velferð, menntun og innviðum“. 

Framsetningin í auglýsingunni hefur vakið athygli, en þar eru vextir, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar sýnd líkt og um sé að ræða einn og sama útgjaldaliðinn. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, bendir á það á Facebook að óvenjulegt er að flokka lífeyrisgreiðslur með vaxtagreiðslum. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, tekur í sama streng í samtali við Stundina.

„Það er villandi að horfa bara á vaxtaútgjöld án þess að skoða vaxtatekjur ríkisins og aðrar eignatekjur sömuleiðis. Vaxtagjöldin eru að hluta til svona há vegna þess að ríkið hefur á undanförnum árum lagt verulegt fé inn í fjármálafyrirtæki, sérstaklega Landsbankann, og tekið lán til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð,“ segir Gylfi

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár