Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

For­sæt­is­ráðu­neyt­ið kaup­ir heil­síðu­aug­lýs­ingapláss í blöð­um þar sem áherslu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru aug­lýst. Gylfi Magnús­son, dós­ent í við­skipta­fræði, seg­ir fram­setn­ingu upp­lýs­inga í nýj­ustu aug­lýs­ing­unni vill­andi.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

Forsætisráðuneytið heldur áfram að verja almannafé til kaupa á heilsíðuauglýsingaplássum í dagblöðum þar sem áherslumál ríkisstjórnarinnar eru auglýst. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær er vakin athygli á útgjaldaliðum hins opinbera og fullyrt að mestu sé „varið í vexti, velferð og heilbrigði“. Þá kemur fram að vegna niðurgreiðslu á skuldum hins opinbera og lækkunar vaxtakostnaðar skapist nú „tækifæri til að lækka skatta og álögur á almenning eða fjárfesta frekar í velferð, menntun og innviðum“. 

Framsetningin í auglýsingunni hefur vakið athygli, en þar eru vextir, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar sýnd líkt og um sé að ræða einn og sama útgjaldaliðinn. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, bendir á það á Facebook að óvenjulegt er að flokka lífeyrisgreiðslur með vaxtagreiðslum. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, tekur í sama streng í samtali við Stundina.

„Það er villandi að horfa bara á vaxtaútgjöld án þess að skoða vaxtatekjur ríkisins og aðrar eignatekjur sömuleiðis. Vaxtagjöldin eru að hluta til svona há vegna þess að ríkið hefur á undanförnum árum lagt verulegt fé inn í fjármálafyrirtæki, sérstaklega Landsbankann, og tekið lán til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð,“ segir Gylfi

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár