Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Keyrði nánast á fimm ára barn: „Tíu sekúndum áður var ég að senda SMS“

Guð­rún Daní­els­dótt­ir kvik­mynda­gerð­ar­kona keyrði næst­um því á fimm ára gam­alt barn í ljósa­skipt­un­um í gær. Hún þakk­ar fyr­ir að hafa ekki ver­ið í sím­an­um, held­ur með full­komna at­hygli á veg­in­um.

Keyrði nánast á fimm ára barn: „Tíu sekúndum áður var ég að senda SMS“

„Þetta var góð lexía og ég er þakklát fyrir hana,“ segir Guðrún Daníelsdóttir kvikmyndagerðakona í samtali við Stundina, en engu munaði að hún hefði keyrt á fimm ára gamalt barn í ljósaskiptunum í gærkvöldi.

Guðrún skrifaði um reynsluna á Facebook-síðu sína í dag en þar segir meðal annars: „Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig. Ég hef aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami minn bremsaði. Bílbeltið þrýsti mér niður og hausinn sveigði framm eins og hefði ekið á vegg. Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið.

Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu fyrirgefðu fyrirgefðu. Eftir smá stund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur. Ég keyrði áfram fann bílastæði og beið eftir að skjálftinn í líkama mínum hvarf.

Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft.“

„Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið.“

Þegar Stundin náði tali af Guðrúnu sagðist hún vera með hugann við þetta atvik og hversu heppin þau voru að ekki fór verr. „Það vantaði hálfan meter upp á að ég myndi alla ævi vita hvað þetta barn heitir,“ segir hún. „Það sem ég sagði ekki frá í færslunni var að tíu sekúndum áður var ég að senda SMS á vinnufélaga, bölvandi yfir auto-correct í iPhone símanum mínum. Ég var með meiri athygli á stafsetningu skilaboðanna heldur en á veginum. Síðan setti ég símann niður, hugsaði um að ég þyrfti að fara í búðina og starði á veginn. Og allt í einu birtist þetta barn,“ segir hún. 

Guðrún segist hafa farið út úr bílnum og talað við drenginn í stutta stund. Hún brýndi fyrir honum að nota endurskinsmerki og spurði hvort hún ætti að fylgja honum heim. Hann afþakkaði það, enda ætti hann heima í næsta húsi.

Hún segist hafa átt erfitt með að sofna í gærkvöldi. Hún sá fyrir sér barnið upplýst af framljósunum og gerir sér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið ver. „Ég viðurkenni það alveg að ég er alltaf í símanum. Ég er fáviti. En ég lofa að ég geri það aldrei aftur. Mér finnst eins og ég hafi fengið viðvörun, og ég held að ég fái hana ekki aftur.“   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár