Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Keyrði nánast á fimm ára barn: „Tíu sekúndum áður var ég að senda SMS“

Guð­rún Daní­els­dótt­ir kvik­mynda­gerð­ar­kona keyrði næst­um því á fimm ára gam­alt barn í ljósa­skipt­un­um í gær. Hún þakk­ar fyr­ir að hafa ekki ver­ið í sím­an­um, held­ur með full­komna at­hygli á veg­in­um.

Keyrði nánast á fimm ára barn: „Tíu sekúndum áður var ég að senda SMS“

„Þetta var góð lexía og ég er þakklát fyrir hana,“ segir Guðrún Daníelsdóttir kvikmyndagerðakona í samtali við Stundina, en engu munaði að hún hefði keyrt á fimm ára gamalt barn í ljósaskiptunum í gærkvöldi.

Guðrún skrifaði um reynsluna á Facebook-síðu sína í dag en þar segir meðal annars: „Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig. Ég hef aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami minn bremsaði. Bílbeltið þrýsti mér niður og hausinn sveigði framm eins og hefði ekið á vegg. Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið.

Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu fyrirgefðu fyrirgefðu. Eftir smá stund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur. Ég keyrði áfram fann bílastæði og beið eftir að skjálftinn í líkama mínum hvarf.

Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft.“

„Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið.“

Þegar Stundin náði tali af Guðrúnu sagðist hún vera með hugann við þetta atvik og hversu heppin þau voru að ekki fór verr. „Það vantaði hálfan meter upp á að ég myndi alla ævi vita hvað þetta barn heitir,“ segir hún. „Það sem ég sagði ekki frá í færslunni var að tíu sekúndum áður var ég að senda SMS á vinnufélaga, bölvandi yfir auto-correct í iPhone símanum mínum. Ég var með meiri athygli á stafsetningu skilaboðanna heldur en á veginum. Síðan setti ég símann niður, hugsaði um að ég þyrfti að fara í búðina og starði á veginn. Og allt í einu birtist þetta barn,“ segir hún. 

Guðrún segist hafa farið út úr bílnum og talað við drenginn í stutta stund. Hún brýndi fyrir honum að nota endurskinsmerki og spurði hvort hún ætti að fylgja honum heim. Hann afþakkaði það, enda ætti hann heima í næsta húsi.

Hún segist hafa átt erfitt með að sofna í gærkvöldi. Hún sá fyrir sér barnið upplýst af framljósunum og gerir sér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið ver. „Ég viðurkenni það alveg að ég er alltaf í símanum. Ég er fáviti. En ég lofa að ég geri það aldrei aftur. Mér finnst eins og ég hafi fengið viðvörun, og ég held að ég fái hana ekki aftur.“   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár