Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aldraðir svelta á nýrri skopmynd Morgunblaðsins

Helgi Sig­urðs­son, skop­mynda­teikn­ari Morg­un­blaðs­ins, held­ur áfram að fjalla um komu flótta­manna til Ís­lands. Aldr­að­ir fá hálf­an skammt af vatns­súpu vegna kostn­að­ar við mót­töku flótta­manna.

Aldraðir svelta á nýrri skopmynd Morgunblaðsins

Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, teiknar í dag upp dystópíska framtíð þar sem afleiðingar þess að taka á móti fimm þúsund flóttamönnum eru orðnar ljósar. Á myndinni er gægst inn á öldrunarheimili þar sem aldraðir hálfpartinn svelta, því einungis er í boði hálfur skammtur af vatnssúpu. Í ramma uppi á vegg segir að móttaka fimm þúsund hælisleitenda hafi haft í för með sér hundrað milljarða kostnað fyrir ríkið, en þar er vitnað í orð Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagðist í Útvarpi Sögu fyrr í vikunni sjálfur áætla að móttaka hvers flóttamanns kosti um fimmtán til tuttugu milljónir, þannig að móttaka fimm þúsund flóttamanna kosti ríkið um hundrað milljarða eða sem nemur nýjum Landspítala. 

Helgi var harðlega gagnrýndur fyrir skopteikningu sína síðastliðinn þriðjudag sem sýndi sökkvandi skip í blóðrauðum sjó. Flóttamennirnir um borð í bátnum, sem var merktur Sýrlandi, ákölluðu Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, með sömu orðum og Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur, gerir á Facebook vettvangi sem þegar hefur vakið heimsathygli. Titill myndarinnar var jafnframt „Helferðartúrismi ákallar hin blæðandi hjörtu“. Mörgum þótti myndin afar ósmekkleg og sagði Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hana Morgunblaðinu til ævarandi skammar. „Hversu lágt er hægt að leggjast í sorpblaðamennsku? Ég tel að neðar sé ekki hægt að fara. Þessi mynd sem á að kallast skopmynd er ekkert annað en viðbjóður og Morgunblaðinu og eigendum þess til ævarandi skammar,“ sagði hann meðal annars. 

Helferðartúrismi
Helferðartúrismi Helgi Sigurðsson var harðlega gagnrýndur fyrir skopteikningu þriðjudagsins.

Aðrir komu Helga til varnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fólkið sem hafði mikla þörf á að tjá ást sína á Charlie Hebdo væri nú „froðufellandi af reiði vegna skopmyndar í Mogganum“. Þá sagði hann þetta fólk hafa litla ást á tjáningarfrelsi og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár