Grár marsdagur. Svartklæddur. Svarthærður. Dökkeygður. Svartur fiðlukassi.
Það er hins vegar bjart yfir Alexander Rybak. Einlægur. Elskulegur. Virkar jafnvel svolítið hlédægur.
Hann nær í kolsvart kaffi í hvítum bolla.
Við tölum um tónlistina. Fiðluna. Tónleikana með Gretu Salóme. Við tölum líka um æsku hans.
Alexander Rybak fæddist í Minsk í Hvíta-Rússlandi 13. maí árið 1986 – 10 dögum eftir að Eurovision-keppnin var haldin í Bergen í Noregi en Hanne Krogh og Elisabeth Andreassen í Bobbysocks höfðu sigrað árið undan með laginu La det swinge. Sandra Kim frá Belgíu vann svo með laginu J'aime la vie í keppninni í Bergen.
Agi
Fjölskylda Alexanders flutti til Noregs þegar hann var um sex ára.
„Foreldrar mínir eru tónlistarfólk,“ segir Alexander. „Mamma er píanóleikari og pabbi er fiðluleikari. Ég byrjaði að spila á píanó og fiðlu þegar ég var um sex eða sjö ára. Mamma og pabbi gerðu sér grein fyrir að það …
Athugasemdir