Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rybak á Íslandi: „Ég verð að leggja áherslu á heilindi“

Al­ex­and­er Ry­bak kom, sá og sigr­aði fyr­ir hönd Norð­manna í Eurovisi­on vor­ið 2009 með lagi sínu Fairytale en lag­ið fékk fleiri at­kvæði en nokk­urn tím­ann hafði þekkst í keppn­inni. Hann hef­ur síð­an ver­ið vin­sæll víða um heim. Al­ex­and­er hef­ur sam­ið og flutt smelli sem hafa sleg­ið í gegn, hann hef­ur unn­ið til verð­launa, skrif­að barna­bók um einelti og um helg­ina kem­ur hann fram á tón­leik­um Gretu Salóme á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík.

Rybak á Íslandi: „Ég verð að leggja áherslu á heilindi“

Grár marsdagur. Svartklæddur. Svarthærður. Dökkeygður. Svartur fiðlukassi.

Það er hins vegar bjart yfir Alexander Rybak. Einlægur. Elskulegur. Virkar jafnvel svolítið hlédægur.

Hann nær í kolsvart kaffi í hvítum bolla. 

Við tölum um tónlistina. Fiðluna. Tónleikana með Gretu Salóme. Við tölum líka um æsku hans.

Alexander Rybak fæddist í Minsk í Hvíta-Rússlandi 13. maí árið 1986 – 10 dögum eftir að Eurovision-keppnin var haldin í Bergen í Noregi en Hanne Krogh og Elisabeth Andreassen í Bobbysocks höfðu sigrað árið undan með laginu La det swinge. Sandra Kim frá Belgíu vann svo með laginu J'aime la vie í keppninni í Bergen.

Agi

Fjölskylda Alexanders flutti til Noregs þegar hann var um sex ára.

„Foreldrar mínir eru tónlistarfólk,“ segir Alexander. „Mamma er píanóleikari og pabbi er fiðluleikari. Ég byrjaði að spila á píanó og fiðlu þegar ég var um sex eða sjö ára. Mamma og pabbi gerðu sér grein fyrir að það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár