Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Þús­und­ir mót­mæla fundi leið­toga G20-ríkj­anna. Bú­ist við enn frek­ari átök­um þeg­ar líð­ur á kvöld­ið.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Lögregluyfirvöld í Hamborg í Þýskalandi hafa kallað eftir liðsauka nú þegar mótmæli í borginni eru að ná nýjum hæðum. Austurríki er á meðal þeirra ríkja sem hyggjast senda lögreglumenn til borgarinnar. Þúsundir mótmælenda voru komnir saman í Hamborg í dag til þess að mótmæla fundi G20-ríkjanna. Komið hefur til mikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglumanna en nákvæm tala yfir þá sem hafa slasast liggur ekki fyrir. Kveikt hefur verið í bílum víðsvegar um borgina auk þess sem rúður ýmissa banka hafa verið brotnar. Svartan reyk leggur yfir borgina.

Fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir auk þess sem ellefu, hið minnsta, slösuðust þegar þeir féllu niður af vegg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda slasaðra á meðal mótmælenda en lögreglan hefur gefið það út að 160 lögreglumenn hafi slasast á mótmælunum, flestir þeirra lítillega. Óeirðarlöreglumenn eru vel tækjum búnir, í sérútbúnum klæðnaði og með hjálma auk þess sem þeir njóta aðstoðar trukka sem beita stærðarinnar vatnsbyssum til þess að tvístra mannskapnum. Svartklæddir og grímuklæddir mótmælendur sem kenna sig við anarkisma [e. Black bloc] hafa verið áberandi í fremstu víglínu mótmælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár