Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Þús­und­ir mót­mæla fundi leið­toga G20-ríkj­anna. Bú­ist við enn frek­ari átök­um þeg­ar líð­ur á kvöld­ið.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Lögregluyfirvöld í Hamborg í Þýskalandi hafa kallað eftir liðsauka nú þegar mótmæli í borginni eru að ná nýjum hæðum. Austurríki er á meðal þeirra ríkja sem hyggjast senda lögreglumenn til borgarinnar. Þúsundir mótmælenda voru komnir saman í Hamborg í dag til þess að mótmæla fundi G20-ríkjanna. Komið hefur til mikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglumanna en nákvæm tala yfir þá sem hafa slasast liggur ekki fyrir. Kveikt hefur verið í bílum víðsvegar um borgina auk þess sem rúður ýmissa banka hafa verið brotnar. Svartan reyk leggur yfir borgina.

Fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir auk þess sem ellefu, hið minnsta, slösuðust þegar þeir féllu niður af vegg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda slasaðra á meðal mótmælenda en lögreglan hefur gefið það út að 160 lögreglumenn hafi slasast á mótmælunum, flestir þeirra lítillega. Óeirðarlöreglumenn eru vel tækjum búnir, í sérútbúnum klæðnaði og með hjálma auk þess sem þeir njóta aðstoðar trukka sem beita stærðarinnar vatnsbyssum til þess að tvístra mannskapnum. Svartklæddir og grímuklæddir mótmælendur sem kenna sig við anarkisma [e. Black bloc] hafa verið áberandi í fremstu víglínu mótmælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár