Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Þús­und­ir mót­mæla fundi leið­toga G20-ríkj­anna. Bú­ist við enn frek­ari átök­um þeg­ar líð­ur á kvöld­ið.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Lögregluyfirvöld í Hamborg í Þýskalandi hafa kallað eftir liðsauka nú þegar mótmæli í borginni eru að ná nýjum hæðum. Austurríki er á meðal þeirra ríkja sem hyggjast senda lögreglumenn til borgarinnar. Þúsundir mótmælenda voru komnir saman í Hamborg í dag til þess að mótmæla fundi G20-ríkjanna. Komið hefur til mikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglumanna en nákvæm tala yfir þá sem hafa slasast liggur ekki fyrir. Kveikt hefur verið í bílum víðsvegar um borgina auk þess sem rúður ýmissa banka hafa verið brotnar. Svartan reyk leggur yfir borgina.

Fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir auk þess sem ellefu, hið minnsta, slösuðust þegar þeir féllu niður af vegg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda slasaðra á meðal mótmælenda en lögreglan hefur gefið það út að 160 lögreglumenn hafi slasast á mótmælunum, flestir þeirra lítillega. Óeirðarlöreglumenn eru vel tækjum búnir, í sérútbúnum klæðnaði og með hjálma auk þess sem þeir njóta aðstoðar trukka sem beita stærðarinnar vatnsbyssum til þess að tvístra mannskapnum. Svartklæddir og grímuklæddir mótmælendur sem kenna sig við anarkisma [e. Black bloc] hafa verið áberandi í fremstu víglínu mótmælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár