Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Þús­und­ir mót­mæla fundi leið­toga G20-ríkj­anna. Bú­ist við enn frek­ari átök­um þeg­ar líð­ur á kvöld­ið.

Svartan reyk leggur yfir Hamborg: Lögregluyfirvöld kalla eftir liðsauka

Lögregluyfirvöld í Hamborg í Þýskalandi hafa kallað eftir liðsauka nú þegar mótmæli í borginni eru að ná nýjum hæðum. Austurríki er á meðal þeirra ríkja sem hyggjast senda lögreglumenn til borgarinnar. Þúsundir mótmælenda voru komnir saman í Hamborg í dag til þess að mótmæla fundi G20-ríkjanna. Komið hefur til mikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglumanna en nákvæm tala yfir þá sem hafa slasast liggur ekki fyrir. Kveikt hefur verið í bílum víðsvegar um borgina auk þess sem rúður ýmissa banka hafa verið brotnar. Svartan reyk leggur yfir borgina.

Fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir auk þess sem ellefu, hið minnsta, slösuðust þegar þeir féllu niður af vegg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda slasaðra á meðal mótmælenda en lögreglan hefur gefið það út að 160 lögreglumenn hafi slasast á mótmælunum, flestir þeirra lítillega. Óeirðarlöreglumenn eru vel tækjum búnir, í sérútbúnum klæðnaði og með hjálma auk þess sem þeir njóta aðstoðar trukka sem beita stærðarinnar vatnsbyssum til þess að tvístra mannskapnum. Svartklæddir og grímuklæddir mótmælendur sem kenna sig við anarkisma [e. Black bloc] hafa verið áberandi í fremstu víglínu mótmælanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár