Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framleiðsla snjallsíma byggir á barnaþrælkun

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal telja að 40 þús­und börn­um sé þræl­að út í kóbalt­nám­um í Kongó. Kóbalt er nauð­syn­legt við fram­leiðslu á snjallsím­um.

Framleiðsla snjallsíma byggir á barnaþrælkun

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka tæknirisana Apple, Samsung og Sony, auk fleiri fyrirtækja, um að standa aðgerðarlausir hjá þegar barnaþrælkun er stunduð við vinnslu á kóbalti sem er nauðsynlegt við framleiðslu á líþíum-jóna rafhlöðum. Slíkar rafhlöður má finna í flestum nýlegum snjallsímum. Öll fyrirtækin hafa hins vegar svarað skýrslunni með yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að þau líði ekki barnaþrælkun. Yfirlýsingar fyrirtækjanna voru nokkuð samhljóða, en fyrirtækin og þá sér í lagi Apple hafa áður verið sökuð um barnaþrælkun. BBC greinir frá efni skýrslunnar.

Samkvæmt skýrslu Amnesty er um 40 þúsund börnum þrælað út í kóbaltnámum í Kongó, þaðan sem helmingur alls kóbalts í heiminum kemur. Í skýrslunni kemur fram að börn allt frá sjö ára aldri starfi við lífshættulegar aðstæður í námunum. Aðstæðurnar eru hættulegar öldnum sem ungum, bæði vegna mengunar sem getur til lengri tíma leitt til sjúkdóma og eins vegna hættunnar á dauðsföllum við störf. Frá því í september 2014 og fram til desember 2015 létust að minnsta kosti 80 námumenn í Suður-Kongó.

Í skýrslu Amnesty eru viðtöl við börn sem hafa starfað við námugröft. Eitt þeirra, 14 ára munaðarleysingi sem kallaður er Paul, hóf störf þegar hann var tólf ára. „Ég var í sólarhring niðri í göngunum. Ég mætti einn morgun og fór heim næsta morgun [...] Ég gekk örna minna í göngunum [...] Fósturmóðir mín hugðist senda mig í skóla en fósturfaðir minn setti sig á móti því og vildi nýta mig með því að senda mig í námuvinnu.“ 

Skýrslan var unnin í samstarfi við Afrewatch, óháð samtök um eftirlit með hráefnavinnslu í Afríku. „Það er gífurleg þversögn falin í því að sum af ríkustu og framsæknustu fyrirtækjum heims geti selt mjög háþróuð tæki án þess að þau þurfi að sýna fram á uppruna hráefna sem notuð eru við framleiðslu,“ hefur BBC eftir Emmanuel Umpula, framkvæmdastjóra Afrewatch.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár