Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framleiðsla snjallsíma byggir á barnaþrælkun

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal telja að 40 þús­und börn­um sé þræl­að út í kóbalt­nám­um í Kongó. Kóbalt er nauð­syn­legt við fram­leiðslu á snjallsím­um.

Framleiðsla snjallsíma byggir á barnaþrælkun

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka tæknirisana Apple, Samsung og Sony, auk fleiri fyrirtækja, um að standa aðgerðarlausir hjá þegar barnaþrælkun er stunduð við vinnslu á kóbalti sem er nauðsynlegt við framleiðslu á líþíum-jóna rafhlöðum. Slíkar rafhlöður má finna í flestum nýlegum snjallsímum. Öll fyrirtækin hafa hins vegar svarað skýrslunni með yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að þau líði ekki barnaþrælkun. Yfirlýsingar fyrirtækjanna voru nokkuð samhljóða, en fyrirtækin og þá sér í lagi Apple hafa áður verið sökuð um barnaþrælkun. BBC greinir frá efni skýrslunnar.

Samkvæmt skýrslu Amnesty er um 40 þúsund börnum þrælað út í kóbaltnámum í Kongó, þaðan sem helmingur alls kóbalts í heiminum kemur. Í skýrslunni kemur fram að börn allt frá sjö ára aldri starfi við lífshættulegar aðstæður í námunum. Aðstæðurnar eru hættulegar öldnum sem ungum, bæði vegna mengunar sem getur til lengri tíma leitt til sjúkdóma og eins vegna hættunnar á dauðsföllum við störf. Frá því í september 2014 og fram til desember 2015 létust að minnsta kosti 80 námumenn í Suður-Kongó.

Í skýrslu Amnesty eru viðtöl við börn sem hafa starfað við námugröft. Eitt þeirra, 14 ára munaðarleysingi sem kallaður er Paul, hóf störf þegar hann var tólf ára. „Ég var í sólarhring niðri í göngunum. Ég mætti einn morgun og fór heim næsta morgun [...] Ég gekk örna minna í göngunum [...] Fósturmóðir mín hugðist senda mig í skóla en fósturfaðir minn setti sig á móti því og vildi nýta mig með því að senda mig í námuvinnu.“ 

Skýrslan var unnin í samstarfi við Afrewatch, óháð samtök um eftirlit með hráefnavinnslu í Afríku. „Það er gífurleg þversögn falin í því að sum af ríkustu og framsæknustu fyrirtækjum heims geti selt mjög háþróuð tæki án þess að þau þurfi að sýna fram á uppruna hráefna sem notuð eru við framleiðslu,“ hefur BBC eftir Emmanuel Umpula, framkvæmdastjóra Afrewatch.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár