Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

40 prósent vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, er sá stjórn­mála­leið­togi sem flest­ir vilja að taki við embætti for­sæt­is­ráð­herra sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könn­un. Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fylg­ir á eft­ir með 25,6 pró­senta stuðn­ing.

40 prósent vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi á Íslandi sem flestir vilja að taki við embætti forsætisráðherra eftir þingkosningarnar sem fram fara á laugardaginn. 

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem framkvæmd var dagana 20. til 27. október vilja um 40 prósent landsmanna helst að Katrín gegni embættinu. Næstvinsælasta forsætisráðherraefnið er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann nýtur 25,6 prósenta stuðnings.

Þar á eftir koma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 14,3 prósent og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar með 7,3 prósent. 

Um 6 prósent svarenda vilja að Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata taki við embætti forsætisráðherra og 4 prósent vilja að Benedikt Jóhannesson gegni hlutverkinu. Neðst er Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, með 3 prósenta stuðning. 

Katrín Jakobsdóttir nýtur meiri stuðnings hjá fólki á aldrinum 18 til 44 ára heldur en meðal þeirra sem eldri eru. Bjarni Benediktsson er hins vegar vinsælli meðal þeirra sem eldri eru heldur en hjá hinum yngri. Mestur stuðningur við Bjarna er hjá þeim sem eru 65 ára eða eldri. 

Katrín nýtur meiri stuðnings meðal kvenna en karla en hjá Bjarna er þessu öfugt farið. Þá er marktækur munur á stuðningi við Bjarna og Katrínu eftir menntun. Bjarni nýtur mestra vinsælda meðal þeirra sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi en Katrín er með afgerandi stuðning háskólamenntaðs fólks.

Þegar sundurgreint er eftir fjölskyldutekjum kemur í ljós að einungis einn hópur vill frekar að Bjarni gegni embætti forsætisráðherra heldur en Katrín. Þetta er tekjuhæsti hópurinn, þeir sem eru með 1,5 milljón eða meira á mánuði. 

Könnunin var unnin fyrir auglýsingastofuna Dynamo, en stofan hefur meðal annars sinnt verkefnum fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í aðdraganda komandi þingkosninga. Um er að ræða netkönnun með 1398 manna úrtak handahófsvalinna úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 821 manns, fólk af öllu landinu, 18 ára og eldra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár