Freyja Búadóttir hefur búið í Kristiansand í Suður-Noregi í síðan sumarið 2013. Hún flutti til að stunda nám í Lýðheilsufræði við Háskólann í Agder ásamt manni og þrem börnum.
„Áður en ég flutti frá Íslandi til Noregs taldi ég flest hluti sjálfsagða og áttaði mig ekki einu sinni á að maður gæti saknað þeirra. Hverjum dettur til dæmis í hug að það taki nokkra daga að millifæra pening í gegnum heimabanka?“
1. Sundlaugar og heitir pottar
Á Íslandi er nóg af sundlaugum til að velja úr; inni- eða útilaugar, rennibrautir og skemmtilegheit, ódýr og góð fjölskylduskemmtun sem hægt er að stunda um hverja helgi. Við fjölskyldan reyndum einu sinni að fara í sund í Noregi. Við flúðum upp úr lauginni eftir korter þar sem 5 ára sonur okkar var kominn með bláar varir og skalf eins og hrísla. Norðmenn virðast ekki vera sérstaklega hrifnir af því að hita upp sundlaugarnar …
Athugasemdir