Þessi færsla er rúmlega 7 mánaða gömul.

Lexikon Putinorum-Órar Pútíns

Hér getur að líta Lexíkon Putinorum, alfræðiorðabók pútínismans en þar leika órar (og árar) Pútíns lykilhlutverk:

Bandaríkin: Vond ríki enda standa þau í vegi fyrir að Rússlandi nái sínum ginnhelgu markmiðum, þar að segja ef Trump er ekki forseti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömmuð að vera Rússlandi langtum fremri hvað tækni áhrærir. Það er svindl því Rússland á rétt á að vera best í öllu.

Evrópusambandið: Vont samband sem kemur í veg fyrir að Rússland nái ginnhelgum markmiðum sínum.

Falsfréttir:  Fréttir sem ekki hæfa Pútín.

Fasismi:  Nokkuð sem alls ekki er til í Rússland, þótt Pútín vitni fjálglega í fasistann Ivan Iljín, hafi látið flytja líkamsleifar hans til Rússlands og lagt blómsveig  á gröf hans (sjá "Iljín"). Svona smáatriði eins og að Iljín hafi fagnað valdatöku nasista í Þýskalandi, hvar hann bjó 1933, skipta engu. Það skiptir heldur engu máli þótt hinn pútínski heimspekingur, Alexander Dúgín hafi sagt beinum orðum (í enskri þýðingu): : „In distinction  to rigid Marxist-Leninist dogmas, Russian national socialism proceeds from an understanding of social justice which is characteristic exactly for our nation, for our historical  traditions, our economic ethics“ (Fascism-Red and Borderless“).

Fangelsi: Staður þar sem troða má leiðindaskörfum eins og Navalní og Khodorovskí.

Garðaríki: Rússneskt fornríki og alls ekki úkraínskt ríki þótt  Kænugarður hafi verð höfuðborgin og ríkið aðallega spannað Norður-Úkraínu og Hvítarússland en aðeins náð yfir brot af núverandi Rússlandi (sjá "Úkraína"). Það má alls ekki viðurkenna að Moskvumenn þekktu ekki Garðaríki fyrr en Kænugarðsmunkar á sautjándu öld sögðu þeim frá því.  Munkarnir vildu koma sér í mjúkinn hjá Moskvukeisara,  sem var í þann veginn að ná tangarhaldi á Úkraínu,  og töldu honum trú um að Moskvuvaldið væri arftaki Garðaríkis.

Gorbasjov, Mikael: Aumingi sem lét eiga sig að beita valdi þegar nýlendur Sovétríkjanna kröfðust sjálfsstæðis. Hann skildi ekki að Rússar eiga guðdómlegan rétt til að ríkja yfir öðrum þjóðum.

Humpty dumpty kenningin um merkingu: Samkvæmt henni merkja orð það sem mælendum þóknast að láta þau merkja. Pútín fylgir þessari kenningu, sjá  „Nasismi“ og „Sérstök hernaðaraðgerð“.

Iljín, Ivan: Voða flottur heimspekingur (sjá "Fasismi"). Smáatriði eins og að hann fagnaði valdatöku nasista í Þýskalandi skipta engu. Rússar eru samkvæmt skilgreiningu ekki nasistar.

Ívan grimmi: Fyrsti alvörutöffarinn á valdastóli í Moskvu. Hann drap son sinn eigin hendi og lét gjöreyðileggja hið frjálslynda lýðveldi Hólmgarð (Novgorod) og strádrepa íbúana. Sem sannur Moskvu-valdsherra  þoldi hann ekki slíkt og þvílíkt.

Kírill, patríark rétttrúnaðarkirkjunnar: Góður til síns brúks enda fyrrum KGB liði (sjá "Réttrúnaðarkirkjan"). 

Lavrov, Sergei: Góður til síns brúks.

Lenín, Vladimir Iljits: Voða vondur byltingarmaður sem gerði Sovétríkin að sambandsríki sem var  illa gert því það gerði Úkraínu að sérstöku ríki.

Mafía: Nokkuð sem alls ekki er til í Rússlandi og Pútín alls ekki guðfaðir hennar. Hann og skósveinar hans hafa alls ekki stolið 800000 milljónum dollara og flutt í skjól á Vesturlöndum. Eða hvað?

Moskva:  Hin goðumlíka borg valdsins, borgin sem öllu á að ráða.

Nasistar:  Fólk sem ekki leggst flatt fyrir Moskvuvaldinu heldur berst gegn því. Gott dæmi um nasista er Volodomyr Zelenskí en hann er Gyðingur eins og fleiri nasistar, t.d. Adolf Hitler (sjá "Zelenskí").

NATÓ: Voða vondur félagsskapur sem kemur í veg fyrir að heilaga landið nái sínum göfugu markmiðum. Það á að vera satt að Nató ógni Rússlandi jafnvel þótt Natóríkin hafi lengi stórlega dregið úr vígbúnaði og þótt drjúgur hluti Bandaríkjahers hafi yfirgefið Evrópu. Líka þótt fyrir „sérstöku hernaðaraðgerðina“  hafi ekki  verið neinir erlendir hermenn í Eystrasaltsríkjunum.

Navalní, Alexei: Maður sem leyfir sér þá ósvinnu að kalla Pútín „spilltan“ og telja hann ekki eiga rétt á völdum. Af með hausinn, af með hausinn!

Nikolás II, Rússakeisari: Aumingi sem ekki beitti valdi þegar afvegaleiddir Rússar fylltu götur og torg til að krefjast brauðs og friðar.

Óligarkar, rússneskir:  Núorðið næs gæjar sem þegið hafa allt  sitt af hinum gjafmilda Pútín og hlýða honum fyrir vikið.

Nóvisjokk:  Handhægt tæki til að  ná sér  niður á leiðindaskörfum eins og Skripal og Navalní.

Pólónium:  Gott tæki til að þagga niður í leiðindaskörfum eins og Litvinenko.

Pútín, Vladimir Vladimirovitsj: Maður sem er réttborinn til valda, má taka það sem honum sýnist og ráðast inn í öll þau lönd sem honum sýnist.

Rétttrúnaðarkirkjan rússneska: Mjög gott tæki til að ná markmiðum Rússlands enda hefur hún löngum verið Moskvuvaldinu hlýðin (sjá "Kírill").

Rússar: Goðþjóð.

Rússland: Ginnheilagt land sem á rétt á að ríkja yfir Evrasíu og beita öllum brögðum til að ná því markmiði.  Þetta guðdómsland á líklega rétt á að stjórna austanverðri Mið-Evrópu og Balkanskaga.

Rússneski herinn: Her sem á rétt á að ráðast inn í hvaða land sem er, gera hvað sem er (sjá "Sérstök hernaðaraðgerð"). Það má alls ekki vera satt að venjulegir hermenn séu kúgaðir af liðsforingjum, heldur ekki að herinn sé rammspilltur. Hvað þá morðtól hans séu mun lakari en vestræn tól. Og það getur ekki verið satt að hermenn hans í Úkraínu séu hugdeigir, berjist ekki af miklum þrótti og sannfæringu. 

Sannleikur: Það sem hentar Pútín hverju sinni.

Sérstök hernaðaraðgerð: Það sem rússneski herinn stundar í Úkraínu, t.d. sérstakar eldflaugaárásir á íbúðarhverfi og sérstakir nauðungarflutningar hundruð þúsunda Úkraínumanna til Rússlands þar sem börnin eru tekin af þeim og mörgum hugsanlega stútað.

Stalín, Jósef Vissarionvitsj: Voða flottur einræðisherra sem sigraði nasistana og lagði hálfa Miðevrópu og Balkanskaga undir hið heilaga Rússland. Það getur ekki verið satt að hann haf veikt sovéska herinn verulega  með því að láta taka bestu her- og liðsforingja hans af lífi, 38000 stykki. Það má heldur ekki vera satt að hann hafi selt nasistum olíu og hveiti, olíu sem þeir notuðu til að knýja vagna í innrásinni í Sovét 1941 (hann seldi þeim auðvitað ekki reipið sem þeim næstum tókst að hengja hann í). Og þá má alls ekki vera satt að innrásin hafi komið Stalín í opna skjöldu, hann hafi ekki lyft litla fingri til að efla varnir landsins gegn hugsanlegri þýskri innrás. Þá má heldur ekki vera satt að Stalín eigi sinn þátt í hinu mikla mannfalli Sovétmanna, bæði með því að eyðileggja herinn, selja nasistum olíu, og styrkja ekki varnirnar, einnig með því að etja sovéskum hermönnum varnarlitlum út í bardaga við Þjóðverja með þeim afleiðingum að þeim var slátrað í milljónatali.

Stríð: Bannyrði, sjá „Sérstök hernaðaraðgerð“.

Trump, Donald: Svaka næs stjórnmálamaður, vinur Pútíns, jafnvel skósveinn hans. Góður til síns brúks (sjá "Bandaríkin").

Úkraína: Land sem  ekki er til,  bara hluti Rússlands. Íbúarnir hafa verið blekktir til að trúa því að þeir séu ekki Rússar. Líka til að trúa því að Rússar fremji fjöldamorð á þeim og gjöreyðileggi borgir þeirra og efnahagslíf. Það má ekki viðurkenna að Garðaríki hafi verið fyrst og fremst úkraínskt og hvítarússneskt ríki, það má heldur ekki vita að eftir hrun þess voru sjálfsstæð ríki á borð Galiciu-Volhyniu  í Vesturhluta Úkraínu, heldur ekki að Höfuðsmannaveldi (hetmanatið) kósakka var sjálfsstætt úkraínskt ríki (sjá "Garðaríki"). Það má ekki viðurkenna að  þegar kósakkar ákváðu að tengjast Moskvukeisara þá varð að nota túlk í samningaviðræðunum. Það má alls ekki viðurkenna að vesturhluti Úkraínu hafi fyrst komist undir stjórn Moskvuvaldsins árið 1945.

Vatnsklósett: Fyrirbæri sem ekki fyrirfinnst á heimilum um fimmtungs Rússa.

Þjófnaður: Ekki það að taka úkraínskt korn traustataki og láta rússnesk fyrirtæki taka yfir  fyrirtæki i eigu Úkraínumanna á Krímskaga.

Zelenskí, Volodomyr: Nasisti eins og fleiri Gyðingar. Leyfir sér að berjast gegn hinu ginnhelga Rússlandi, hvílík ósvinna (sjá "Nasismi"). Af með hausinn, af með hausinn!

 

Heimildir:

Gagnstætt hægripútínistum er ég ekki myndskeiðungur, ég nota sem sagt ekki bara myndbönd sem heimildir. Ritrýndar bækur koma mjög við sögu, hvað Pútín varðar  styðst ég m.a. við bók Möshu Gessen um hann og bók þeirra Fionu Hill og Clifford Gaddy Mr Putin: The Operative in the Kremlin. Hvað úkraínska sögu varðar hef ég m.a. nýtt mér bók Serhij Plokhnys The Gates of Europe og bók Timothy Snyders The Road to Unfreedom. Síðastnefnda bókin gefur líka m.a. innsýn í rúSSneska faZismann. Um rússneska sögu má læra í kveri Geoffrey Hosking Russian History.  Í bók Mary Elise Sarotte Not an Inch má finna eftirtektarverða umfjöllun um stefnu Vesturveldanna í málum Rússlands. Um Stalín má fræðast í bók Isaac Deutschers um hann, einnig bókum Simon Sebag Montefiores. Auk þessa styðst ég við urmul netheimilda.  Engin þessara heimilda (að bókunum meðtöldum) er fullkomin og hafin yfir gagnrýni, það er mannlegt að skjátlast.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SVS
  Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
  Sameinuðu þjóðirnar segja að samanlagt mannfall í Donbass 2014-2022 hafi verið 14000 manns, þar af 6500 rússneskir HERMENN og um 4000 ÚKRAINSKIR hermenn, rúm 3000 óbreyttir borgarar. Ég treysti SÞ betur en lygalaupnum Pútín og skósveinum hans en þeir segja að Úkrainir hafi drepið 14000 óbreytta borgara, SÞ telur það þvælu.

  https://ukraine.un.org/sites/default/files/2022-02/Conflict-related%20civilian%20casualties%20as%20of%2031%20December%202021%20%28rev%2027%20January%202022%29%20corr%20EN_0.pdf
  Bæta má við að BBC hafði eftir ráðamanni á rússneska hernámssvæðinu í Donbass að allt árið 2021 hafi segi og skrifað 7 óbreyttir borgarar fallið þar. Ég trúi þessu þar til annað sannara reynist, það er alla vega engin ástæða til að trúa rúSSneskum áróðri um þjóðarmorð í Donbass.

  Pútín lærði að ljúga í KGB, hann laug því ca 20 febrúar að herinn væri á leiðinni heim eftir heræfingar, en hann réðist inn í Úkraínu fáeinum dögum síðar.
  Hann laug því líka að Rússar hygðust senda friðargæskusveitir til Donbass. RúSSnesku faZistarnir (Pútín og có) lugu því fyrst að þeir hefðu ekki gert flugskeytaárás á Odesa, svo átu þeir það ofan í sig.

  Í ljósi þessa, og þess sem fyrr er sagt, er engin ástæða til að trúa því sem Pútín segir um mannfall í Donbass eða geipi hans um að Lenín hafi innlimað Donbass í Úkrainu. Bandarískur sagnfræðingur bendir á að landamæri á þessum slóðum hafi löngum verið óljós, í Donbass hafi rússneska verið töluð í borgum, úkraínska til sveita.
  https://theconversation.com/a-historian-corrects-misunderstandings-about-ukrainian-and-russian-history-177697

  Ég hef líka lesið að þegar iðnvæðing hófst á þessum slóðum upp úr 1930 þá hafi flust þangað fjöldi manns, flestir þeirra rússneskumælandi. Í ofan á lag þjarmaði Stalín mjög að úkraínsku máli og menningu, ýtti hvarvetna undir rassskatið á rússneskunni.

  Hitt get ég viðurkennt að Krúsjóff hefði ekki átt að gefa Úkraínu Krímskagann. RúSSarnir mega hirða hann. En Serhij Plokhny segir í bók sinni The Gates of Europe að þessi ráðstöfun Krúsjoffs hafi aðallega verið af hagkvæmnissökum, Krímskaginn hafi verið háður Úkraínu um rafmagn ofl
  0
 • Þorsteinn Thorsteinsson skrifaði
  Við eigum að kaupa það frá fjölmiðlum hér, að Rússar hafi farið inn í Úkraínu sérstaklega til þess eins að drepa rússnesku ættað fólk þarna Doneskt og Luhansk (Donbass). Við eigum einnig að kaupa það að þetta stríð hafi alls EKKI byrjað 2014, heldur þann 24. febrúar 2022, eða þar sem að EKKI má minnast á þessi fjöldamorð sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa staðið fyrir frá 2014, svo og þar sem stjórnvöld í Úkraínu hafa drepið yfir 14.000 manns í Donbass frá 2014. Nú og síðan eigum við að styðja þessi sömu stjórnvöld í Úkraínu í áframhaldandi stríði gegn Donbass, ekki satt???

  Lenin karlinn útlimaði Donbass (Doneskt og Lunhansk) frá Rússlandi, svo og innlimaði hann Donbass ínn í Úkarínu árið 1922, einnig innlimaði Nikita Khrushchev úkraínumaðurinn Krímskaga inn í Úkraínu 1954, svo og svona einnig gegn vilja rússnesku ættaðra íbúa þarna á Krímskaga. En það er rétt það má alls ekki minnast á þetta í þessum áróðri, hvað þá þessa sameiningu Rússlands við Krímskaga eftir 60 ára aðskilað, þú???
  1
  • SVS
   Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
   Sameinuðu þjóðirnar segja að samanlagt mannfall í Donbass 2014-2022 hafi verið 14000 manns, þar af 6500 rússneskir HERMENN og um 4000 ÚKRAINSKIR hermenn, rúm 3000 óbreyttir borgarar. Ég treysti SÞ betur en lygalaupnum Pútín og skósveinum hans en þeir segja að Úkrainir hafi drepið 14000 óbreytta borgara, SÞ telur það þvælu.

   https://ukraine.un.org/sites/default/files/2022-02/Conflict-related%20civilian%20casualties%20as%20of%2031%20December%202021%20%28rev%2027%20January%202022%29%20corr%20EN_0.pdf
   Bæta má við að BBC hafði eftir ráðamanni á rússneska hernámssvæðinu í Donbass að allt árið 2021 hafi segi og skrifað 7 óbreyttir borgarar fallið þar. Ég trúi þessu þar til annað sannara reynist, það er alla vega engin ástæða til að trúa rúSSneskum áróðri um þjóðarmorð í Donbass.

   Pútín lærði að ljúga í KGB, hann laug því ca 20 febrúar að herinn væri á leiðinni heim eftir heræfingar, en hann réðist inn í Úkraínu fáeinum dögum síðar.
   Hann laug því líka að Rússar hygðust senda friðargæskusveitir til Donbass. RúSSnesku faZistarnir (Pútín og có) lugu því fyrst að þeir hefðu ekki gert flugskeytaárás á Odesa, svo átu þeir það ofan í sig.

   Í ljósi þessa, og þess sem fyrr er sagt, er engin ástæða til að trúa því sem Pútín segir um mannfall í Donbass eða geipi hans um að Lenín hafi innlimað Donbass í Úkrainu. Bandarískur sagnfræðingur bendir á að landamæri á þessum slóðum hafi löngum verið óljós, í Donbass hafi rússneska verið töluð í borgum, úkraínska til sveita.
   https://theconversation.com/a-historian-corrects-misunderstandings-about-ukrainian-and-russian-history-177697

   Ég hef líka lesið að þegar iðnvæðing hófst á þessum slóðum upp úr 1930 þá hafi flust þangað fjöldi manns, flestir þeirra rússneskumælandi. Í ofan á lag þjarmaði Stalín mjög að úkraínsku máli og menningu, ýtti hvarvetna undir rassskatið á rússneskunni.

   Hitt get ég viðurkennt að Krúsjóff hefði ekki átt að gefa Úkraínu Krímskagann. RúSSarnir mega hirða hann. En Serhij Plokhny segir í bók sinni The Gates of Europe að þessi ráðstöfun Krúsjoffs hafi aðallega verið af hagkvæmnissökum, Krímskaginn hafi verið háður Úkraínu um rafmagn ofk.
   -1
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Stefán góður að vanda, frábærlega framsett blogg.
  -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.
Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.