Þessi færsla er meira en ársgömul.

Sameinuð Evrópa eina lausnin?

Eins og stendur styðja Bandaríkin Úkraínu hressilega. En hvað gerist ef Repúblikanar ná meirihluta í báðum þingdeildum? Mörg þingmannsefni þeirra eru höll undir Rússa og/eða efins um ágæti þess að dæla fé í Úkraínu.

John Bolton, fyrrum ráðgjafi Trumps, sagði í viðtali að hefði Trump náð endurkjöri væri Pútín í Kænugarði nú. Fyrr eða síðar mun einhvers konar Trump sitja í Hvíta húsinu og sá verður Rússum ekki andsnúinn.

Bolton segir ekki ólíklegt að Trump hefði sagt BNA úr Nató hefði hann náð endurkjöri. 

Verði ekki róttækar breytingar á stjórnarfarinu í Rússlandi verður landið ógn við Evrópu, án stuðnings frá Vesturheimi mun Evrópa mega sín lítils.

Nóta bene Evrópa eins og hún er í dag en sameinuð Evrópa gæti veitt Rússum öflugt viðnám. Og Kínverjum líka.

Lýðræði og mannréttindum er ekki bara ógnað af Rússum og Kínverjum heldur líka af trumpistum vestanhafs, samanber árásina á Þinghúsið í fyrra.

Sameinuð Evrópa gæti orðið  burðarás húmanisma í hættulegri veröld. En fæðing hennar mun ekki ganga þrautalaust fyrir sig.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • PH
  Pétur Hilmarsson skrifaði
  Einangrunarhyggja (vs alþjóðahyggju) hefur alltaf verið til staðar í vestanhafs. Með tilkomu Trump þá kom hún upp á yfirborðið. Það er ekki sjálfsagt mál að USA tryggi öryggi Evrópu og það þarf ekki neina öfgastjórn í USA í sjálfu sér til að taka þá ákvörðun að hætta þáttöku í NATO og eyða peningum sem fara í það í að byggja upp innviði heimafyrir.
  Ef vilji væri fyrir hendi þá gæti ESB byggt upp nægjanlegar varnir fyrir sitt nánasta umhverfi en það væru mörg mál sem þyfti að leysa. Eins og staðan er í dag er aðeins Frakklandsher innan Evrópu sem getur farið í hernaðaraðgerðir án þess að treysta á Bandaríkin.
  En ef einhver ætti að hafa áhyggjur af slíkri atburðarrás þá væri það fyrst og fremst Ísland því við höfum alfarið treyst Bandaríkunum að sjá um okkar öryggismál.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni