Þessi færsla er meira en ársgömul.

Vala Höll

Systkinin Valur og  Vala Höll eru höll undir Sjalla svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Enda er öll Höllfjölskyldan D-listans megin í tilverunni, foreldrarnir  vellauðugt viðskiptafólk. Eplið fellur sjaldan langt frá eplatrénu, Sjallabörn halda tryggð við flokk foreldra sinna.

Skyldi það bara vera af hugsjónaástæðum? Skyldi það vera tilviljun að ungt framáfólk  í Sjálfstæðisflokknum er einatt afkvæmi ríkisbubba?  

En sussusussu, svona má ekki spyrja.

Víkjum heldur aftur að systkinunum. Vala lærði náttúrulega lögfræði, Valur viðskiptafræði.  Hann tók við fjölskyldufyrirtækinu og græðir á tá og fingri.

Systir hans fór í pólitík, varð framakona  í Samtökum ungra Sjálfstæðismanna. Næsta skref var framboð í prófkjöri,  hún stóð sig afar vel, studd fjárhagslega af fjölskyldunni.  

Nú  hefur hún verið þingkona um nokkurt skeið og  var nýverið skipuð ráðherra.

Hver veit? Kannski verður hún flokksformaður innan tíðar.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni