Þessi færsla er rúmlega 10 mánaða gömul.

Fornar menntir í Úkraínu

Ég tók mig til um daginn og fór að lesa ýmis fornrit sem ættuð eru frá því sem í dag kallast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóðvísna og -sagna með athugasemdum norska skáldsins Erling Kittelsen.

Hann rembdist við að tengja goðsagnaheim Austurslafa við fornnorrænar goðsögur og tókst misvel.

Fyrsta króníkan

Þá vatt ég mér í lestur Fyrstu króníkunnar sem oft er kennd við Nestor.

Hana munu Kænugarðsmunkar hafa sett saman á tólftu öld og er í henni rakin saga Garðaríkis. Það spannaði norðurhluta Úkraínu, Hvítarússland og nokkurn hluta Rússlands.

Kænugarður (Kyiv)  var höfuðborgin og því engin goðgá að kenna Garðaríki við Úkraínu, réttast er þó að kalla það „austurslafneskt ríki“.

Ekki þótti mér þetta mikill skemmtilestur, þó mátti finna í  ritinu  eitt og annað fróðlegt. Þar segir frá stofnun Garðaríkis og koma norrænir víkingar þar mjög við sögu.

Áberandi er að nöfn gerskra fyrirmanna á fyrstu árum ríkisins voru mörg hver norræn, Gunnar, Angantýr, Rögnvaldur o.s.frv. Ein prinsessan kallaðist „Ragnhildur“.

Síðan segir af endalaust bræðravígum gerskra konungssona og stríðum gerskra við heiðna nágranna.

Kverið er belgfullt af tilvitnunum í Biblíuna, Guð leikur mikið hlutverk, einnig sá í neðra en hann ástundar eintal mikið, ekki síst þegar hann bölvar því (bölvar djöfullinn?) að gerskir hafi turnast til kristni.

Áberandi ólíkt sagnaskrifum Íslendinga á sama tíma, ekki var presturinn Ari fróði í því að vitna heilaga ritningu máli sínu til stuðnings, hvað þá  vitna í einræður andskotans.

Ég las kverið á ensku og fylgir því formáli Úkraínumanns sem átelur Rússa fyrir menningarheimsvaldastefnu. Þeir skreyti sig með lánuðum fjöðrum, kalli Garðaríki „rússneskt“.

Alla vega segir prófessor Serhi Plokhy í Úkraínusögu sinni að þegar Moskvukeisarar náðu Úkrainu undir sig á sautjándu öld hafi Kænugarðsmunkar gert hosur sínar grænar fyrir þeim og sagt þeim að þeir væru arftakar Garðaríkis.

Moskvumenn hafi þá aldrei heyrt ríkis þessa getið. Slík fáfræði þjakar ekki "wannabe" keisarann í Kreml, heldur önnur fáviska. Hann talar eins og Garðaríki hafi verið hreinrússneskt. 

Ígorskviða

Eitt merkasta ritverk Austurslafa á miðöldum var ótvírætt Ígorskviða en hana þýddi Árni Bergmann og er þetta allmagnaður kveðskapur.

Söguljóð um afrek hins óstýriláta Igors fursta   sem barðist við heiðingja og komst úr prísund þeirra við illan leik. Áberandi fallegt myndmál, fljótin miklu ávarpa menn, náttúran stendur með hinum gersku,  gegn heiðingjum.

Þýðingunni fylgir fróðlegur for- og eftirmáli Árna. En hann kallar Garðaríkismenn kerfisbundið „Rússa“ og athugar ekki að fullt eins má kalla þá „Úkraínumenn eða „Hvítarússa". Tungumálið kallar hann „fornrússnesku“ en það er oft nefnt „austurslafneska“, alltént á Vesturlöndum.

Austurslafneskan er formóðir rússnesku, úkraínsku og hvítarússnesku.

Hvað sem því líður þá virðist þýðing hans mjög vönduð og skrif hans um kviðuna afar fróðleg enda naut hann fulltingis hæfra manna, Helga Haraldssonar, prófessors í rússnesku,  og fornmálafræðingsins Friðriks Þórðarsonar.

Árni  skrifar talsvert um mögulegan skyldleika Ígorskviðu við fornnorrænar bókmenntir á töluvert yfirvegaðri  máta en Kittelsen.

Mælt skal með Ígorskviðu.

Heimildir:

Árni Bergmann 1997: Ígorskviða. Rússneskt hetjukvæði og íslenskar fornbókmenntir. Reykjavík: Mál og menning.

Kittelsen, Erling og Nazar, Nazarii 2022: Dråpen som gjør livstreet grønt. Ósló: Aschehoug.

Plokhy, Serhii 2016: The Gates of Europe. A History of Ukraine. Harmondsworth: Penguin.

The Primary Chronicle of the Kievan Rus (þýð. Dan Korolyshyn) 2020. Maitland, Florida: Xulon Press (kindleútgáfa).

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.
Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Fréttir

Verð­bólga upp ann­an mán­uð­inn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.
Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Stolt af barnabörnunum, bókmenntaarfinum og því að hafa stutt hag kvenna
Vettvangur

Stolt af barna­börn­un­um, bók­mennta­arf­in­um og því að hafa stutt hag kvenna

Hjón­in Ólaf­ur H. Ragn­ars­son og María Jó­hanna Lár­us­dótt­ir hafa tek­ið virk­an þátt í ís­lensku sam­fé­lagi í gegn­um ár­in. Í dag horfa þau til baka með bros á vör og fara yf­ir það sem hef­ur veitt þeim gleði í gegn­um ár­in. Þeim er það hjart­ans mál að halda í hlát­ur­inn, hvort ann­að og menn­ing­una.
Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Fréttir

Traust til þjóð­kirkj­unn­ar í sögu­legu lág­marki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.
„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Loka auglýsingu