Þessi færsla er rúmlega 2 mánaða gömul.

Fornar menntir í Úkraínu

Ég tók mig til um daginn og fór að lesa ýmis fornrit sem ættuð eru frá því sem í dag kallast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóðvísna og -sagna með athugasemdum norska skáldsins Erling Kittelsen.

Hann rembdist við að tengja goðsagnaheim Austurslafa við fornnorrænar goðsögur og tókst misvel.

Fyrsta króníkan

Þá vatt ég mér í lestur Fyrstu króníkunnar sem oft er kennd við Nestor.

Hana munu Kænugarðsmunkar hafa sett saman á tólftu öld og er í henni rakin saga Garðaríkis. Það spannaði norðurhluta Úkraínu, Hvítarússland og nokkurn hluta Rússlands.

Kænugarður (Kyiv)  var höfuðborgin og því engin goðgá að kenna Garðaríki við Úkraínu, réttast er þó að kalla það „austurslafneskt ríki“.

Ekki þótti mér þetta mikill skemmtilestur, þó mátti finna í  ritinu  eitt og annað fróðlegt. Þar segir frá stofnun Garðaríkis og koma norrænir víkingar þar mjög við sögu.

Áberandi er að nöfn gerskra fyrirmanna á fyrstu árum ríkisins voru mörg hver norræn, Gunnar, Angantýr, Rögnvaldur o.s.frv. Ein prinsessan kallaðist „Ragnhildur“.

Síðan segir af endalaust bræðravígum gerskra konungssona og stríðum gerskra við heiðna nágranna.

Kverið er belgfullt af tilvitnunum í Biblíuna, Guð leikur mikið hlutverk, einnig sá í neðra en hann ástundar eintal mikið, ekki síst þegar hann bölvar því (bölvar djöfullinn?) að gerskir hafi turnast til kristni.

Áberandi ólíkt sagnaskrifum Íslendinga á sama tíma, ekki var presturinn Ari fróði í því að vitna heilaga ritningu máli sínu til stuðnings, hvað þá  vitna í einræður andskotans.

Ég las kverið á ensku og fylgir því formáli Úkraínumanns sem átelur Rússa fyrir menningarheimsvaldastefnu. Þeir skreyti sig með lánuðum fjöðrum, kalli Garðaríki „rússneskt“.

Alla vega segir prófessor Serhi Plokhy í Úkraínusögu sinni að þegar Moskvukeisarar náðu Úkrainu undir sig á sautjándu öld hafi Kænugarðsmunkar gert hosur sínar grænar fyrir þeim og sagt þeim að þeir væru arftakar Garðaríkis.

Moskvumenn hafi þá aldrei heyrt ríkis þessa getið. Slík fáfræði þjakar ekki "wannabe" keisarann í Kreml, heldur önnur fáviska. Hann talar eins og Garðaríki hafi verið hreinrússneskt. 

Ígorskviða

Eitt merkasta ritverk Austurslafa á miðöldum var ótvírætt Ígorskviða en hana þýddi Árni Bergmann og er þetta allmagnaður kveðskapur.

Söguljóð um afrek hins óstýriláta Igors fursta   sem barðist við heiðingja og komst úr prísund þeirra við illan leik. Áberandi fallegt myndmál, fljótin miklu ávarpa menn, náttúran stendur með hinum gersku,  gegn heiðingjum.

Þýðingunni fylgir fróðlegur for- og eftirmáli Árna. En hann kallar Garðaríkismenn kerfisbundið „Rússa“ og athugar ekki að fullt eins má kalla þá „Úkraínumenn eða „Hvítarússa". Tungumálið kallar hann „fornrússnesku“ en það er oft nefnt „austurslafneska“, alltént á Vesturlöndum.

Austurslafneskan er formóðir rússnesku, úkraínsku og hvítarússnesku.

Hvað sem því líður þá virðist þýðing hans mjög vönduð og skrif hans um kviðuna afar fróðleg enda naut hann fulltingis hæfra manna, Helga Haraldssonar, prófessors í rússnesku,  og fornmálafræðingsins Friðriks Þórðarsonar.

Árni  skrifar talsvert um mögulegan skyldleika Ígorskviðu við fornnorrænar bókmenntir á töluvert yfirvegaðri  máta en Kittelsen.

Mælt skal með Ígorskviðu.

Heimildir:

Árni Bergmann 1997: Ígorskviða. Rússneskt hetjukvæði og íslenskar fornbókmenntir. Reykjavík: Mál og menning.

Kittelsen, Erling og Nazar, Nazarii 2022: Dråpen som gjør livstreet grønt. Ósló: Aschehoug.

Plokhy, Serhii 2016: The Gates of Europe. A History of Ukraine. Harmondsworth: Penguin.

The Primary Chronicle of the Kievan Rus (þýð. Dan Korolyshyn) 2020. Maitland, Florida: Xulon Press (kindleútgáfa).

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Rómantísk Reykvísk tímavél
Gagnrýni

Róm­an­tísk Reyk­vísk tíma­vél

Ás­geir H. Ing­ólfs­son bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fyrstu frum­sömdu bók árs­ins hér á mark­aði – Þar sem mal­bik­ið end­ar eft­ir Magneu J. Matth­ías­dótt­ur.
Það er ekki laust við að þetta sé magnaður tími
Eggert Gunnarsson
Aðsent

Eggert Gunnarsson

Það er ekki laust við að þetta sé magn­að­ur tími

Eggert Gunn­ars­son kryf­ur helstu tíð­indi janú­ar­mánuð­ar með­an hann velt­ir fyr­ir sér hvað hann eigi að gera við tíu­þús­und­kall­inn sem enn leyn­ist í rassvas­an­um.
Erum við að tala um krónur eða kaupmátt?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Er­um við að tala um krón­ur eða kaup­mátt?

Ef hús­næð­is­kostn­að­ur á höf­uð­borg­ar­svæði er mun hærri en á Ísa­firði, Eg­ils­stöð­um eða Ak­ur­eyri þá kaupa sömu krón­ur minna af hús­næði, kaup­mátt­ur er minni.
Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Fréttir

Rík­is­sátta­semj­ari: Lagði til­lög­una fram og kynnti hana sem ákvörð­un án kosts á sam­ráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.
N4 hættir starfsemi og óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Fréttir

N4 hætt­ir starf­semi og ósk­ar eft­ir gjald­þrota­skipt­um

Fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið N4 ehf. hef­ur ósk­að eft­ir gjald­þrota­skipt­um í kjöl­far þess að til­raun­ir til að tryggja fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins gengu ekki upp.
Auðsveipnin við auðræðið
Jóhann Hauksson
Aðsent

Jóhann Hauksson

Auð­sveipn­in við auð­ræð­ið

Jó­hann Hauks­son seg­ir í að­sendri grein að deil­an um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara snú­ist ekki um heim­ild­ir embætt­is­ins „held­ur verk­falls­rétt­inn sjálf­an sem með lævís­leg­um hætti hef­ur ver­ið skert­ur á Ís­landi“.
Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Fréttir

Icelanda­ir sér fram á bjart­ari tíma eft­ir 80 millj­arða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.
Hvers vegna er hann á nærbuxunum?
Helga Rakel Rafnsdóttir
Pistill

Helga Rakel Rafnsdóttir

Hvers vegna er hann á nær­bux­un­um?

Helga Rakel Rafns­dótt­ir skrif­ar rýni og pæl­ing­ar um menn­ing­ar­ástand. Hér fjall­ar hún um ásýnd fólks með fötl­un á ljós­mynd­um.
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Þröst­ur Helga­son hætt­ir sem dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Þröst­ur mun starfa á Rás 1 út mán­uð­inn en Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir tek­ur við skyld­um hans sem dag­skrár­stjóri.
Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar
Fréttir

Bæj­ar­stjór­inn á Akra­nesi ráð­inn for­stjóri Orku­veit­unn­ar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.
Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Fréttir

Flug­menn segja söl­una á TF-SIF brot á al­þjóða­skuld­bind­ing­um

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
ÚttektTíu staðreyndir

Er­lend­um rík­is­borg­ur­um aldrei fjölg­að meira á einu ári í Ís­lands­sög­unni

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara sem búa á Ís­landi hef­ur þre­fald­ast á ell­efu ár­um. Nú búa fleiri slík­ir hér­lend­is en sem búa sam­an­lagt í Reykja­nes­næ, Ak­ur­eyri og Garða­bæ. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um mann­fjölda­þró­un á Ís­landi ár­ið 2022.