Þessi færsla er rúmlega 2 mánaða gömul.

Kristrún F, frelsaraformúlan og samvinnan

                                                                      "Don't follow leaders

                                                                         watch parking meters"

                                                                           Bob Dylan

Alltof margir Íslendingar hneigjast til að dýrka stjórnmálaforingja sem þeir halda að séu frelsarar. Þeir muni bjarga öllu. Minnast má þess að bæði Davíð Oddsson og Sigmundur Davíð voru á sínum tíma dýrkaðir sem frelsarar. Svo kom allt annað hljóð í strokkinn.

Kristrún Frostadóttir er nú dýrkuð af mörgum, hún er þeim hinn eini sanni pólitíski frelsari. En þeir athuga ekki að lítil reynsla er kominn af stjórnmálastarfi hennar. Hún hefur aðeins setið eitt ár á þingi og verið flokksformaður í fáeina mánuði.

Ekki þar fyrir að hún er margs góðs makleg, rökföst og fylgin sér. Ég var sérstaklega ánægður með þá áherslu sem hún lagði í ræðu á mikilvægi samvinnu.

Samvinnuskortur er einn helsti þjóðarlöstur Íslendinga. Þeir geta  ekki einu sinni unnið saman í umferðinni heldur frekjast og svína hver á öðrum með þeim afleiðingum að allir tapa.

Norska samvinnan

Þeir gætu lært margt  af hinum tillitsömu Norðmönnum. Líffræðingurinn David Sloan Wilson segir að hæfni Norðmanna til samvinnu og traust þeirra hver á öðrum sé lykillinn að efnahagslegir velgengni þeirra.

Þessa kenningu megi efla þróunarlíffræðilegum rökum, lífverur sem vinna saman með þessum hætti hafi að jafnaði forskot fram yfir aðrar lífverur (Sloan Wilson og Hessen 2014).

Hvað traust varðar þá segir hagfræðingurinn Alexander Cappelen að gagnkvæmt traust sé helsta auðlind Noregs. Ef  Rússar treystu hver öðrum jafn mikið þá væru þeir 70-80% ríkari en þeir eru í dag (Cappelen 2014).

Þetta gagnkvæma traust hafi gert olíusjóðinn mögulegan, í stað þess að heimta peningana strax séu Norðmenn tilbúnir til að spara fyrir komandi kynslóðir (Íslendingar hefðu heimtað féð strax í gær).

Ein meginskýring traustsins og samvinnunnar sé hin tiltölulega mikli efnahagslegi jöfnuður, Norðmönnum finnist þeir vera í sama báti. Þeir myndu tæpast hugsa þannig ef hinir ríku væru miklu ríkari en meðaljón, þá lifðu þeir ríku og hinir fátæku hvor í sínum heimi.

Ég vil bæta einu við um þróunarlíffræði: Í dýraríkinu getur eiginleiki sem er kostur í lífsbaráttunni á einu tímaskeiði breyst í ókost á öðru tímaskeiði.

Hinir risavöxnu írsku hirtir höfðu mjög stór horn, þeir sem stærstu hornin höfðu fjölguðu sér meira en aðrir og unnu því sigur í lífsbaráttunni.

En þetta leiddi til þess að smám saman urðu hornin svo stór að þeir gátu vart borið þau. Afleiðingin varð sú að dýrategund þessi dó út. Að breyttu breytanda er traust Norðmanna mikil auðlind á margan hátt en getur verið skaðvænlegt  fari  traustið úr böndum.

Alla vega er mín reynsla af Norðmönnum sú að þeim hættir til oftrausts.

Lokaorð

Íslendingar þyrftu að læra þá eðlu list að vinna saman. Án þess að gleyma því að ekkert er einhlítt í þeim táradal,  sem mannskepnan byggir,  engin ein gefin formúla fyrir því hvernig leysa eigi efnahags- og samfélagsvanda.

Ekki einu sinni samvinnuformúlan, hvað þá  frelsaraformúlan.

 

Heimildir:

Cappelen, Alexander 2014: “Høy tillit er god økonomi», viðtal í Aftenposten 15 september.

https://www.aftenposten.no/okonomi/i/oQmK/hoey-tillit-er-god-oekonomi  Sótt 29/10 2022.

Sloan Wilson, David og Hessen, Dag 2014: „A Blueprint for the Global Village“, Ciodynamics 5 (1), https://escholarship.org/uc/item/6xw505xh Sótt 29/10 2022.

 

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Örn Bárður Jónsson skrifaði
  Vel mælt. Við getum margt lært af Norðmönnum.
  0
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Þetta stendur upp úr í þessu fína bloggi.
  "Samvinnuskortur er einn helsti þjóðarlöstur Íslendinga. Þeir geta ekki einu sinni unnið saman í umferðinni heldur frekjast og svína hver á öðrum með þeim afleiðingum að allir tapa."
  Og
  "Þeir gætu lært margt af hinum tillitsömu Norðmönnum. Líffræðingurinn David Sloan Wilson segir að hæfni Norðmanna til samvinnu og traust þeirra hver á öðrum sé lykillinn að efnahagslegir velgengni þeirra."
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Rómantísk Reykvísk tímavél
Gagnrýni

Róm­an­tísk Reyk­vísk tíma­vél

Ás­geir H. Ing­ólfs­son bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fyrstu frum­sömdu bók árs­ins hér á mark­aði – Þar sem mal­bik­ið end­ar eft­ir Magneu J. Matth­ías­dótt­ur.
Það er ekki laust við að þetta sé magnaður tími
Eggert Gunnarsson
Aðsent

Eggert Gunnarsson

Það er ekki laust við að þetta sé magn­að­ur tími

Eggert Gunn­ars­son kryf­ur helstu tíð­indi janú­ar­mánuð­ar með­an hann velt­ir fyr­ir sér hvað hann eigi að gera við tíu­þús­und­kall­inn sem enn leyn­ist í rassvas­an­um.
Erum við að tala um krónur eða kaupmátt?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Er­um við að tala um krón­ur eða kaup­mátt?

Ef hús­næð­is­kostn­að­ur á höf­uð­borg­ar­svæði er mun hærri en á Ísa­firði, Eg­ils­stöð­um eða Ak­ur­eyri þá kaupa sömu krón­ur minna af hús­næði, kaup­mátt­ur er minni.
Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Fréttir

Rík­is­sátta­semj­ari: Lagði til­lög­una fram og kynnti hana sem ákvörð­un án kosts á sam­ráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.
N4 hættir starfsemi og óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Fréttir

N4 hætt­ir starf­semi og ósk­ar eft­ir gjald­þrota­skipt­um

Fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið N4 ehf. hef­ur ósk­að eft­ir gjald­þrota­skipt­um í kjöl­far þess að til­raun­ir til að tryggja fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins gengu ekki upp.
Auðsveipnin við auðræðið
Jóhann Hauksson
Aðsent

Jóhann Hauksson

Auð­sveipn­in við auð­ræð­ið

Jó­hann Hauks­son seg­ir í að­sendri grein að deil­an um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara snú­ist ekki um heim­ild­ir embætt­is­ins „held­ur verk­falls­rétt­inn sjálf­an sem með lævís­leg­um hætti hef­ur ver­ið skert­ur á Ís­landi“.
Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Fréttir

Icelanda­ir sér fram á bjart­ari tíma eft­ir 80 millj­arða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.
Hvers vegna er hann á nærbuxunum?
Helga Rakel Rafnsdóttir
Pistill

Helga Rakel Rafnsdóttir

Hvers vegna er hann á nær­bux­un­um?

Helga Rakel Rafns­dótt­ir skrif­ar rýni og pæl­ing­ar um menn­ing­ar­ástand. Hér fjall­ar hún um ásýnd fólks með fötl­un á ljós­mynd­um.
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Þröst­ur Helga­son hætt­ir sem dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Þröst­ur mun starfa á Rás 1 út mán­uð­inn en Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir tek­ur við skyld­um hans sem dag­skrár­stjóri.
Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar
Fréttir

Bæj­ar­stjór­inn á Akra­nesi ráð­inn for­stjóri Orku­veit­unn­ar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.
Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Fréttir

Flug­menn segja söl­una á TF-SIF brot á al­þjóða­skuld­bind­ing­um

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
ÚttektTíu staðreyndir

Er­lend­um rík­is­borg­ur­um aldrei fjölg­að meira á einu ári í Ís­lands­sög­unni

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara sem búa á Ís­landi hef­ur þre­fald­ast á ell­efu ár­um. Nú búa fleiri slík­ir hér­lend­is en sem búa sam­an­lagt í Reykja­nes­næ, Ak­ur­eyri og Garða­bæ. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um mann­fjölda­þró­un á Ís­landi ár­ið 2022.