Þessi færsla er rúmlega 7 mánaða gömul.

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hefur verið á að starfsauglýsing   um  starf tölfræðings hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu kunni að stangast á við lög.

Þau kveða á um að íslenska sé hið opinbera mál landsins en í auglýsingunni var sagt að umsækjandi yrði að hafa gott vald á íslensku eða ensku.

Ráðherrann, Áslaug Arna, varði starfsauglýsinguna m.a. með þeim „rökum“ að verði  gerð  krafa um íslenskukunnáttu  þá sé verið að mismuna þeim fjölda erlendra ríkisborgara sem á Íslandi búa.

Hún talaði eins og í lagi væri að tölfræðingurinn kynni ekkert í íslensku en væri fullfær í ensku. Samkvæmt auglýsingunni gæti slíkur maður fengið stöðuna. 

En ráðherrann heldur greinilega að útlendingur sé maður sem talar ensku og kunni ekkert í íslensku, slíkt er dæmigert fyrir þá sem eru á valdi  enskumennskunnar (Pawel Bartoszek var eitt sinn útlendingur en er betur mæltur á íslensku en margir þeir sem rakið geta  ættir sínar til Egils Skallagrímssonar!).

Fjöldi útlendinga, sem á Íslandi búa, kann lítið eða ekkert í ensku og þaðan af minna í íslensku. Er ekki verið að mismuna þeim sé starfsauglýsingin ekki á pólsku, litáísku, takalog o.s.frv.?

Aðalmálið er að ef starfsauglýsingin er lagabrot þá ber  Áslaug Arna ábyrgð á því.

Áslaug Arna virðist telja sjálfsagt að íslenskan víki stöðugt. En spyrja má hvort henni beri að víkja úr embætti, það ber henni að gera beri hún ábyrgð á lögbrotum.  

Það verða mér lagafróðari menn að ákveða. Eins og ég hef margsagt þá verður að túlka lög, hin eina sanna túlkun er vart möguleg þótt til séu kolrangar túlkanir.

Kannski er sú túlkun á lögum, sem hér hefur verið rædd, kolröng.

P.S. Ég bætti ýmsu smálegu við færsluna um enskumennsku. Ég benti á að ýmsir telja að hið alþjóðlega viðskipta- og starfsmál, sem talin er vera enska, sé í reynd í nýtt tungumál „globish“, glópamál.

Á íslenskum vinnustöðum, þar sem útlendingar eru í meirihluta,  er töluð hrogna-enska sem réttnefnd er „glópamál“. Kunnátta i því er efnahagslega snöggtum mikilvægari en leikni í eiginlegri ensku.

Ég bætti líka við upplýsingum um að Tryggvi Pétur Brynjarsson hefði eins og ég sett fram tillögur um að atvinnurekendur yrðu skyldaðir til að sjá til þess að erlendir starfsmenn lærðu eitthvað í íslensku.

Hefur einhver þingmaður manndóm í sér til að bera fram slíka tillögu á þingi? Væri ekki eðlilegt að forsætisráðherrann, sem er íslenskufræðingur, stæði fyrir slíkri tillögugerð?

Þá kann einhver að segja að slíkt yrði mjög kostnaðarsamt en mætti ekki klípa ögn af fé því sem dælt er í landbúnaðinn?

P.S.  Bæta má við að Björn Jón Bragason átelur stjórnvöld fyrir sofandahátt hvað íslenskuna varðar.

Í athugasemdadálki við grein hans geysist fram enskmenni sem heldur að málverndunarhyggja Björns Jóns sé leiðin aftur í moldarkofann.

Þarna er enskmennum lifandi líst, þeir halda í barnslegri einfeldni að enskan sé framfaramálið, íslenskan afturhaldstunga.

En hvað eru framfarir? Voru það framfarir þegar menn tóku að smíða kjarnorkusprengjur? Án meintra efnahagsframfara væri vart um hamfarahlýnun að ræða en slík hlýnun er að margra hyggju afturför.

Hver á ráða hvað teljist framför eða afturför? Það er ekki til nein einföld formúla fyrir því og þar af leiðandi ekkert gefið svar við þeirri spurningu hvort tiltekið tungumál sé framfaranna megin eða hið gagnstæða.  

Kannski verður kínverskan aðalframfaramálið innan tíðar. 

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    "klípa ögn af fé því sem dælt er í landbúnaðinn?" Það er auðvelt að sparka í þá sem eru á botninum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.
Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.