Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Bílóð þjóð

Í ákafa mínum við að andæfa ökuþóra-boðskap Eyþórs Arnalds og auðvalds-lista hans gerði ég of lítið úr bíladellu alltof margra Íslendinga. Ég talaði eins og ofurbílvæðingin sem hófst fyrir þremur áratugum hafi einvörðungu stafað af afnámi ofurtolla og lélegum almenningssamgöngum í Reykjavík og víða annars staðar. En mjög stór hluti almennings vildi einkabílinn  og engar refjur. Ef svo hefði ekki verið þá hefði alþýða manna krafist betri almenningssamgangna og kosið flokka jafnaðarmanna. Í stað þess fékk bílaíhaldið segi og skrifa 60% atkvæða í Reykjavík, að vísu mest vegna persónufylgis Davíðs O (hvar er snjórinn sem féll í fyrra?).

Birtingarmyndir bílæðisins

Víkur nú sögunni að norskri konu sem dvaldi á Íslandi útrásinnar. Hún sagði að stúdentar sem bjuggu Hafnarfirði hafi fremur tekið leigubíl á námsstað en að fara í strætó ef bílar þeirra biluðu. Þeir skömmuðust sín fyrir að ferðast með almenningsfarartækjum. Svo ofboðslegt er íslenska bílæðið að víða í kaupstöðum út á landi fer fólk milli húsa í bílum. Hver ætlar að borga fyrir heilsuhrun þessa bílóða fólks? Norðmenn aftur á móti láta bílinn gjarnan vera eftir heima því þeim finnst hressandi að ganga. Enda líta þeir vel út, Íslendingar eins og tvífættir amerískir rauðríkjaruslahaugar. Til að gera illt verra kunna Íslendingar margir hverjir sig ekki í umferðinni. Þeir svína og gefa ekki séns, sagt er að umferð myndi ganga miklu betur ef bílstjórar væru almennt tillitsamari. Þeir gætu lært margt af Norðmönnum sem eru yfirleitt fremur tillitsamir í umferð, stansa t.d. við göngubrautir og taka tillit til gangandi vegfaranda. Nokkuð sem alltof fáir íslenskir bílstjórar gera.

The Economist um umferðarvandann

En kannski er bílæðið að renna af þjóðinni, samkvæmt skoðanakönnunm er meirihluti Reykvíkinga fylgjandi borgarlínunni. Þá kann einhver að spyrja hvortr ekki ætti fremur að breikka og fjölga hraðbrautum og fjölga sjálfkeyrandi bílum. Hið hægrisinnaða tímarit The Economist á svar við þessum spurningum. Það telur engan veginn öruggt að aukin fjöldi sjálfkeyrandi bíla muni draga úr umferðarteppum. Til dæmis gæti maðurinn sem í dag fer á kaffihús á leiðinni vinnuna í framtíðinni látið sjálfkeyrandi bíl senda sér kaffið. Fjölgun og breikkun hraðbrauta er heldur ekki leiðin að fara, segir tímaritið. Tveir vísindamenn, þeir Gilles Duranton og Matthew Turner segja að fjölgun og breikkun hraðbrauta leiði til þess að fólk flytji í ríkari mæli til svæða nálægt hraðbrautunum. Líklegt sé að bæði þetta fólk og aðrir muni aka meira en það gerði áður en hraðbrautunum var fjölgað og þær breikkaðar. Áður en varði fyllast brautirnar á ný. Tímaritið ræðir líka um vegatolla sem mögulega lausn en hefur eitt og annað út á þá að setja. Það virðist ekki telja sig hafa góða lausn á umferðarvanda stórborga en mælir með því að neðanjarðarlestum sé haldið við. Því miður er ekkert slíkt að finna á Fróni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni