Stofnandi Mossack Fonseca verðlaunaskáld
Þeir eru pínu forvitnilegir þeir Jürgen Mossack og Ramón Fonseca.
Faðir Jürgen, Erhardt var SS-foringi, harður nasisti en líka einn af þeim sem var náðaður og fékk nýjan starfsframa á vegum CIA. Hann er líkt og karakter úr skáldsögu eftir Graham Greene. Erhardt flytur með fjölskyldu sinni frá Þýskalandi til Kúbu og loks til Panama á vegum CIA.
Frá Panama skrifar Erhardt skýrslur til CIA um kommúnistastjórnina á Kúbu og vinnur eflaust ýmis verk fyrir þau í miðameríku. Á meðan vex sonur hans úr grasi og fer í lögfræðinám.
Samstarfsfélagi Jurgens, hann Ramón er hinsvegar innfæddur Panamabúi. Hann ætlaði sér í æsku að gerast prestur, en lærði þess í stað lögfræði. Ramón Fonseca hefur skrifað ótal skáldsögur, og vann til bókmenntaverðlauna Panama fyrir Dans fiðrildana og Draumaborgina.
Spurning hvort það ætti að bjóða honum á bókmenntahátíð? Án vafa er eitthvað framsýnt forlag þegar búið að tryggja sér þýðingarréttinn á bókum hans.
Myndir í boði wikimedia og Jandrade97.
Athugasemdir