Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Dauðir páfagaukar

Dauðir páfagaukar

Íslensk pólitík er svo absúrd að ómögulegt er að bera hana saman við pólitík í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð.

Það er heldur ekki hægt að bera hana saman við breska, franska eða þýska pólitík.

Meira að segja bandarísk pólitík er rökréttari. Fólk afneitar gróðurhúsaáhrifunum, en það afneitar samt ekki bláköldum staðreyndum þegar augljós spilling blasir við. Menn segja af sér, og þeir gera það vandlega.

Eina sem hægt er að bera íslenska pólitík saman við, er Monty Python.

 

 

Kæri Sigmundur, þessi páfagaukur er dauður. Hann er ekki að hvíla sig, hvort hann hafi fallegar fjaðrir hefur ekkert með málið að gera, hann er ekki í losti eða að skræmta eftir norsku fjörðunum.

P.S. Páfagaukurinn er myndlíking, ég er að tala um stjórnmálaferil þinn.

P.P.S. sérstakar þakkir fær Jón Ragnarsson fyrir að benda á þennan samanburð.

 https://www.youtube.com/watch?v=npjOSLCR2hE

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu