Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Afbrigðilegheit á háskólastigi

Afbrigðilegheit á háskólastigi

Ég rakst á býsna skondna glæru á netinu áðan.
Glæran kemur úr háskólaáfanga við Háskóla Akureyrar. (Ég biðst afsökunar á að hafa bendlað þetta við áfanga í Háskóla Íslands, það er byggt á misskilningi af minni hálfu, og er þetta tekið úr myschool kerfi HA en ekki Uglukerfi HÍ).

En það má segja að frekar úrelt viðhorf endurspeglist í glærunni. Ég hló reyndar tvisvar upphátt við lesturinn.

Fyndnast þótti mér að flestir stundi ekki afbrigðilegt kynlíf. Ég veit ekki á hverju þetta gildismat byggir og hvar við byrjum að skilgreina afbrigði. Ef flestir gagnkynhneigðir stunda ekki afbrigðilegt kynlíf, en ef svipaður fyrirvari er ekki gerður við samkynhneigða á þá að skilja glæruna þannig að samkynhneigt kynlíf sé afbrigðilegt?

Orðið afbrigðilegt er alla vega frekar gildishlaðið og neikvætt. Mér myndi ekki detta í hug að skilgreina neitt kynlíf sem byggi á gagnkvæmu samþykki og feli ekki í sér skaða á þeim sem stundi það sem afbrigðilegu. Ekki frekar en ég myndi kalla það ógeðslegt. Barnaníð er afbrigðilegt. Það er ekki hægt að segja að eitthvað sem er óalgengara en eitthvað annað en á sama tíma óskaðlegt sé afbrigðilegt. Það er í besta falli særandi. Í versta falli ýtir það undir hættulega fordóma.

Í öllu falli. Hér ætla ég ekki að tilgreina viðkomandi kennara, eða áfanga sérstaklega. Þetta rými er bloggsvæðið mitt (og ég skrifa hér af gamni mínu, ekki sem blaðamaður), en kannist einhver við að hafa skrifað þessa glæru þá sting ég upp á smá naflaskoðun.

Er gagnkynhneigð viðhorf? Eru einhverjar sannanir fyrir því að karlmenn hugsi meira um kynlíf en konur eða eru þetta kannski menningarlegir fordómar? Hví skyldi gildismat samkynhneigðra vera ósvipað gagnkynhneigðra? Tel reyndar sjálfur voðalítið gildismat felast í kynhvöt minni, spyrjið mig frekar út í stjórnmálaskoðanir eða listir, þá skal ég sko sýna ykkur gildismat . . .

Það eru fleiri atriði hérna sem hægt er að hlæja að, eða í sumum tilvikum reiðast yfir. En ég skil hér við í bili, en hvet lesendur sem rekast á fáránlegar glærur úr háskólaáföngum að benda mér á.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni