Þessi færsla er meira en ársgömul.

Hvað getum við gert fyrir Palestínu?

Hvað getum við gert fyrir Palestínu?

Jafnvel þótt átakasaga Ísraela og Palestínumanna sé kölluð hin fullkomna deila, því hún er „annað hvort eða ...“ og engin lausn hefur dugað vegna þess að Ísrael vill ekki hætta við hernámið, þá er engin leið að vera sama eða líta undan. Hvað getum við gert?

Vopnahlé í þessu  máli er að flestu leyti svikahlé og friðarferli í þessu samhengi er rangnefni, því Ísrael býr yfir öflugasta her og hernaðarvörnum í víðri veröld og langtímamarkmiðið er algjör yfirráð.

Ótti við ofbeldi 

Íbúar á Gazasvæðinu og Palestínumenn í Mið-Austurlöndum hvarvetna búa við daglegan ótta við ofbeldi. Jafnvel þótt það sé vopnahlé geta þeir átt von á flugskeytum um miðja nótt eða vopnaða lögreglumenn á torgum og hústökufólk á heimilum sínum.

„Ég er ekki viss þegar ég leggst til svefns hvort ég muni stíga á fætur á morgun, svo mörgum flugskeytum er beint að svæðinu,“

sagði kona í samtali við NYT í vikunni. 

Að bíða og sjá ... hvað?

Það er eins og valdamestu ríki heims ætli að bíða, eins og venjulega, og horfa aðgerðarlaus á næstu árin. Hræddir heimsleiðtogar hlusta á rasískar raddir. Það er ekki nema von að óbreyttir borgarar víða um heim fallist hendur þegar þeir kynna sér sögu þessarar deilu. 

Orð og hugtök geta verið vopn, eða orðspjót, í áróðri, þannig er sérhvert flugskeyti sem skotið er frá Gaza flokkað undir hryðjuverk en flugskeyti úr vopnabúri ísraelska hersins flokkað sem hefðbundinn hernaður.  

Þingkona Demókrata í Bandaríkjunum, Alexandria Ocasio-Cortez, líkti ástandinu í ástandinu í Palestínu að apartheid eða aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Það gerði einnig Jón Ormur Halldórsson í þættinum Heimskviður og nefndi að það væru  ekki síst kristnir Bandaríkjamenn sem mynda kjarnann í hópi þrýstihópa á vegum Ísraelsstjórnar. 

Já, hernaður en ekki hryðjuverk, jafnvel þótt þau kosti margfalt fleiri dauðsföll, fleiri hús  eyðilögð, fleiri ólífu­tré eru brennd, aukið landrán og aukið arðrán, eins og  Yous­ef Ingi Tamimi hefur bent á.  Í grein í Stundinni stendur „Ísraelski herinn hefur með skipulögðum hætti hernumið allar vatnslindir á svæðinu, auk þess sem vatnsleiðslur og dælustöðvar Palestínumanna liggja í gegnum svæði sem eru girt af “ (Stundin 24.5.2021). Þannig er staðan í þessu vopnahléi.

Öflugasta leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld í Ísrael, öflugasta sem við getum lagt til er viðskiptabann og að sniðganga vörur frá Ísrael. 

Verkefni sem blasir við á Íslandi

Hvað getum við gert andspænis 73 ára óslitinni deilu í Mið-Austurlöndum? Jafnvel þótt deilan virðist óleysanleg í alþjóðlegu samhengi getum við ekki bara horft eitthvert annað, það eru alltaf verkefni sem þarf að leysa og núna blasir eitt þeirra sárlega við á Íslandi.

Oft er sagt að fólk eigi að líta sér nær. Hvað merkir það í þessu samhengi?

Verndarsvið Útlendingastofnunar hefur vísað hópi Palestínumann á götuna eftir að hafa synjað beiðni þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir hafa um tvennt að velja, fara í COVID 19 test og svo á götuna í Grikklandi eða fara á götuna strax hér á landi án fæðis og húsnæðis. Þeir neituðu að fara í sýnatöku fyrir brottför (eru ekki veikir) og hafa sagt í samtölum við Kjarnann að það geri þeir vegna þess að þeir treysti sér ekki aftur til Grikklands, þar bíði þeirra ekkert annað en gatan. Enga vinnu sé að fá og nær ómögulegt að fá húsnæði. 

Hvað getum við gert?

Það er heimsfaraldur sem gengur yfir heiminn sem hefur verið miskunnarlaus fyrir hælisleitendur í Grikklandi og mörg ríki hafa hætt að endursenda hælisleitendur þangað. Einnig eru fjölskyldur þessarar hælisleitenda á Íslandi í sárum eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gazasvæðið í 11 daga þar sem 243 létust í loft­á­rásum Ísraels, þar af 66 börn og hundruð slösuðust (sjúkrahús á svæðinu fá aðeins rafmagn í átta tíma í senn).

Ástandið á Gaza núna, hefur ekki endilega áhrif á flutning þessara einstaklinga úr landi, segir ÚTL og að það hafi ekki heldur áhrif: að ástandið í Grikklandi fyrir hælisleitendur er bágborið. „Þetta er algjörlega síðasta úrræðið sem við notum,“ segir fulltrúi ÚTL við blaðamann Kjarnans.

Síðasta úrræðið?

Nei alls ekki, síðasta úrræðið er að veita þeim alþjóðlega vernd á Íslandi. Það er eitt af því sem við getum gert á meðan heimurinn fylgist með eða lítur undan þegar þegar fólk deyr, húsum er sundrað og land er tekið af Palestínumönnum innan múrsins. 

Pistillinn Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Greinin Blóðbaðið á Gaza átti sér aðdraganda en nú gæti allt breyst

Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði.Ljósmynd/Sunna Ósk Logadóttir

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.
Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Flækjusagan

Silkimaur­ar koma til hjálp­ar gegn krabba­meini

Þótt mikl­ar fram­far­ir hafi orð­ið í bar­áttu við krabba­mein á síð­ustu ár­um og ára­tug­um veld­ur þó enn mjög mikl­um vanda hve seint og illa get­ur geng­ið að greina krabb­ann — jafn­vel eft­ir að hann er far­inn að vinna veru­leg her­virki í lík­ama manna. Marg­ar teg­und­ir krabba­meins finn­ast vart nema sér­stak­lega sé leit­að að ein­mitt því, og liggi sjúk­dóms­grein­ing því ekki...