Þessi færsla er meira en ársgömul.

Hvað getum við gert fyrir Palestínu?

Hvað getum við gert fyrir Palestínu?

Jafnvel þótt átakasaga Ísraela og Palestínumanna sé kölluð hin fullkomna deila, því hún er „annað hvort eða ...“ og engin lausn hefur dugað vegna þess að Ísrael vill ekki hætta við hernámið, þá er engin leið að vera sama eða líta undan. Hvað getum við gert?

Vopnahlé í þessu  máli er að flestu leyti svikahlé og friðarferli í þessu samhengi er rangnefni, því Ísrael býr yfir öflugasta her og hernaðarvörnum í víðri veröld og langtímamarkmiðið er algjör yfirráð.

Ótti við ofbeldi 

Íbúar á Gazasvæðinu og Palestínumenn í Mið-Austurlöndum hvarvetna búa við daglegan ótta við ofbeldi. Jafnvel þótt það sé vopnahlé geta þeir átt von á flugskeytum um miðja nótt eða vopnaða lögreglumenn á torgum og hústökufólk á heimilum sínum.

„Ég er ekki viss þegar ég leggst til svefns hvort ég muni stíga á fætur á morgun, svo mörgum flugskeytum er beint að svæðinu,“

sagði kona í samtali við NYT í vikunni. 

Að bíða og sjá ... hvað?

Það er eins og valdamestu ríki heims ætli að bíða, eins og venjulega, og horfa aðgerðarlaus á næstu árin. Hræddir heimsleiðtogar hlusta á rasískar raddir. Það er ekki nema von að óbreyttir borgarar víða um heim fallist hendur þegar þeir kynna sér sögu þessarar deilu. 

Orð og hugtök geta verið vopn, eða orðspjót, í áróðri, þannig er sérhvert flugskeyti sem skotið er frá Gaza flokkað undir hryðjuverk en flugskeyti úr vopnabúri ísraelska hersins flokkað sem hefðbundinn hernaður.  

Þingkona Demókrata í Bandaríkjunum, Alexandria Ocasio-Cortez, líkti ástandinu í ástandinu í Palestínu að apartheid eða aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Það gerði einnig Jón Ormur Halldórsson í þættinum Heimskviður og nefndi að það væru  ekki síst kristnir Bandaríkjamenn sem mynda kjarnann í hópi þrýstihópa á vegum Ísraelsstjórnar. 

Já, hernaður en ekki hryðjuverk, jafnvel þótt þau kosti margfalt fleiri dauðsföll, fleiri hús  eyðilögð, fleiri ólífu­tré eru brennd, aukið landrán og aukið arðrán, eins og  Yous­ef Ingi Tamimi hefur bent á.  Í grein í Stundinni stendur „Ísraelski herinn hefur með skipulögðum hætti hernumið allar vatnslindir á svæðinu, auk þess sem vatnsleiðslur og dælustöðvar Palestínumanna liggja í gegnum svæði sem eru girt af “ (Stundin 24.5.2021). Þannig er staðan í þessu vopnahléi.

Öflugasta leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld í Ísrael, öflugasta sem við getum lagt til er viðskiptabann og að sniðganga vörur frá Ísrael. 

Verkefni sem blasir við á Íslandi

Hvað getum við gert andspænis 73 ára óslitinni deilu í Mið-Austurlöndum? Jafnvel þótt deilan virðist óleysanleg í alþjóðlegu samhengi getum við ekki bara horft eitthvert annað, það eru alltaf verkefni sem þarf að leysa og núna blasir eitt þeirra sárlega við á Íslandi.

Oft er sagt að fólk eigi að líta sér nær. Hvað merkir það í þessu samhengi?

Verndarsvið Útlendingastofnunar hefur vísað hópi Palestínumann á götuna eftir að hafa synjað beiðni þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir hafa um tvennt að velja, fara í COVID 19 test og svo á götuna í Grikklandi eða fara á götuna strax hér á landi án fæðis og húsnæðis. Þeir neituðu að fara í sýnatöku fyrir brottför (eru ekki veikir) og hafa sagt í samtölum við Kjarnann að það geri þeir vegna þess að þeir treysti sér ekki aftur til Grikklands, þar bíði þeirra ekkert annað en gatan. Enga vinnu sé að fá og nær ómögulegt að fá húsnæði. 

Hvað getum við gert?

Það er heimsfaraldur sem gengur yfir heiminn sem hefur verið miskunnarlaus fyrir hælisleitendur í Grikklandi og mörg ríki hafa hætt að endursenda hælisleitendur þangað. Einnig eru fjölskyldur þessarar hælisleitenda á Íslandi í sárum eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gazasvæðið í 11 daga þar sem 243 létust í loft­á­rásum Ísraels, þar af 66 börn og hundruð slösuðust (sjúkrahús á svæðinu fá aðeins rafmagn í átta tíma í senn).

Ástandið á Gaza núna, hefur ekki endilega áhrif á flutning þessara einstaklinga úr landi, segir ÚTL og að það hafi ekki heldur áhrif: að ástandið í Grikklandi fyrir hælisleitendur er bágborið. „Þetta er algjörlega síðasta úrræðið sem við notum,“ segir fulltrúi ÚTL við blaðamann Kjarnans.

Síðasta úrræðið?

Nei alls ekki, síðasta úrræðið er að veita þeim alþjóðlega vernd á Íslandi. Það er eitt af því sem við getum gert á meðan heimurinn fylgist með eða lítur undan þegar þegar fólk deyr, húsum er sundrað og land er tekið af Palestínumönnum innan múrsins. 

Pistillinn Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Greinin Blóðbaðið á Gaza átti sér aðdraganda en nú gæti allt breyst

Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði.Ljósmynd/Sunna Ósk Logadóttir

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.