Þessi færsla er meira en ársgömul.

Að raska óbyggðu víðerni

Að raska óbyggðu víðerni

Sumarið 2018 birti ég greinina Að raska ósnertum verðmætum. Núna sumarið 2021 kemur næsti kafli í sama anda sem nefnist Að raska óbyggðu víðerni. Tilefnið er meðal annars Óbyggðaskráning á vegum innlendra náttúruverndarsamtaka í samstarfi við breska vísindamenn sem beita alþjóðlegri aðferð við kortlagningu víðerna. Spurt er um þátt kærleikans við að eignast trúnað og vináttu lands.

Víðerni

VÍÐERNI Hk, mikil víðátta, rýmd, vídd. „Óbyggt víðerni:Svæði í óbyggðum, að jafnaði a.m.k. 25 km² að stærð og í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum“(Lög um náttúruvernd).

Víðerni er opinn breiður faðmur lands og himins. Víðerni er svæði þar sem við getum upplifað fegurð sem er engri annarri lík. Upplifun sem hjálpar til við að skilja okkur sjálf.

Eftir að hafa orðið uppnuminn sökum mikilfengleika í víðerni langar okkur til að deila reynslunni með öðrum og til að vernda svæðið. Víðerni er ekki aðeins landslag, ekki aðeins staður heldur svæði sem býr yfir tilteknum eiginleikum sem hafa gildi á eigin forsendum og einnig út frá ýmsum sjónarhornum.

Reynsla sem á sér stað í víðerni styrkir óbeint viljann til að skapa samfélag fólks sem ber virðingu fyrir náttúrunni. Við rennum saman við víðáttuna og verðum eitt með henni, hugur og líkami verða einasta eitt og fyllast aðdáun og væntumþykju. Í uppljómun í viðerni finnum við fyrir hinu óræða og ósegjanlega.

Eitt sinn voru óbyggð víðerni svo sjálfsögð að þau voru ekki nefnd á nafn. Núna eru þau svo fágæt að Ísland hefur öðlast mikilvægt hlutverk gagnvart þeim og ábyrgð til að vernda þau. Við höfum fengið þessa gjöf og eigum að gæta hennar og standa vörð um óbyggð víðerni landsins. Íslendingar eru m.ö.o. vörslumenn um 42% af allra villtustu víðernum Evrópu.

Form, útlit og stærð víðerna skiptir máli en lifandi tengsl okkar við þau, upplifun og reynsla breytir okkur. Tengslin mynda umhyggju og löngun til að vernda. Ekki til að stjórna eða breyta þeim. Verkefnið er að opna sig gagnvart þeim og þá opinberast kærleikurinn.

Færum næstu kynslóð þetta víðerni óskert,
það er falleg gjöf.

Komandi kynslóð getur ekki öðlast þá friðsemd sem til þarf nema hafa tækifæri til að dvelja í óbyggðu víðerni og öðlast ótruflaða reynslu. Rask yrði aftur á móti brot á trúnaði við svæðið og skemmd á óumræðanlegum verðmætum.

Lífríkið og vistkerfið á skilið ótakmarkaða lotningu mannverunnar sem hefur því miður ekki enn áttað sig á því til fulls.

Opnið hugann! Lokið augum og eyrum og nemið óminn.

Kærleikur

KÆRLEIKUR Kk, ást, heit vinátta, vera í kærleikum við e-n. Einn góðan veðurdag í forsögu manneskjunnar birtist kærleikurinn og breytti hjartalagi fólks. Hann er m.a. löngun til að vernda og rétta hjálparhönd.

„Allt fólk er systkin mín og allar verur förunautar. Sýnið þeim samlíðun,“ er haft eftir Laozi (Ferlið og dygðin). Samlíðun vex þegar við skiljum tengslin á milli alls sem er; lífverur, land, víðerni. Kærleikurinn er andinn í verkinu.

Tengslin sem myndast við víðerni opnar okkur og við sjáum náttúruna eins og hún er: ómenguð og fögur. Tengslin ölva manneskjuna og vekja henni þrá til að njóta, fá að dást að og vernda. Við nemum friðhelgina, ósnortinn griðarstað, friðsemd sem ekki skal raska.

Ég veit ekki hvaðan kærleikurinn kemur og hvort það er eitthvað sem opnar okkur gagnvart náttúrunni eða leyndardómnum eða á einhvern annan veg. Eitthvað óumræðanlegt er þó að verki á milli þeirra og þegar við upplifum þetta þá finnum við samlíðun og vilja til að skynja hlutina eins og þeir eru. Öðlast trúnað og vináttu við landið.

Ef við ræktum kærleikann þá vex viljinn til að vernda – það er leyndardómurinn.

Rask

RASK – s HK 1. umrót, það að e-ð er úr lagi fært > jarðrask/verða fyrir raski, 2. truflun, ónæði.

Rask er ekki aðeins rask [umrót] á jarðvegi, dal, á, landslagi. Rask er skemmd, truflun á fegurð og jafnvægi, eyðilegging á griðlandi jurta, fiska, dýra, samveru, gleðistundum, virðingu og aðdáun. Á Íslandi eru jafnvel ennþá til ónefnd og óvirkjuð svæði og fossar. Það eru verðmæti ofar öllum böndum og útreikningum. Gætum þeirra.

Friðlýsing

FRIÐLÝSA s, 2 banna að hreyfa við e-u / friðlýsa land, gera land að friðlandi eða náttúruvætti.

Allt rask er alvarlegt, því það skapar ójafnvægi, færir eitthvað úr lagi, eitthvað fer úrskeiðis. Friðlýsa má sem óbyggð víðerni: stór landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum.

Niðurstaða

Ræktum kærleikann, kortleggjum óbyggð víðerni og friðlýsum þau.

Tenglar

Óbyggðakortlagning

Að raska ósnertum verðmætum (2018)

Ljósmyndir/Gunnar Hersveinn

 

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Góður svefn vinnur gegn streitu
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Pistill

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Góð­ur svefn vinn­ur gegn streitu

Við vit­um að langvar­andi streita tek­ur sann­ar­lega sinn toll og get­ur haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu okk­ar. Hvað er hægt að gera?
Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

„Kannski er lögg­an að fara að mæta á skrif­stof­ur Efl­ing­ar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson
Aðsent

Gunnar Alexander Ólafsson

Brot á stjórn­ar­skránni?

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son furð­ar sig á því af hverju laga­ráð starfar ekki á Al­þingi, ráð sem mun skoða öll frum­varps­drög sem lögð eru fyr­ir Al­þingi og meta hvort þau stand­ist stjórn­ar­skrá eða ekki.
Verkföll Eflingar lögleg
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Verk­föll Efl­ing­ar lög­leg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.
Efling þarf að afhenda félagatalið
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Efl­ing þarf að af­henda fé­laga­tal­ið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.
Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Fréttir

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
FréttirLaxeldi

Veik­burða og brota­kennd stjórn­sýsla ekki í stakk bú­in til að tak­ast á við auk­in um­svif sjókvía­eld­is

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi
Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Fréttir

Ham­far­ir í Tyrklandi og Sýr­landi – Tala lát­inna hækk­ar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.