Þessi færsla er meira en ársgömul.

Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Stjórnvöld í Ísrael sæta gagnrýni fyrir harðæri, ofbeldi, kúgun, loftárásir, eyðileggingu, morð á borgurum og varnarlausum börnum. Þó að nú væri, þau eru að fremja stríðsglæpi, þau eru að drepa til að stela húsum og landi af þjáðri*1 þjóð, einstaklingum og börnum. Gegndarlausar og mannskæðar árásir standa yfir á Gazasvæðinu. Hversu göfugt er það á Alþjóðaári friðar og trausts hjá Sameinuðu þjóðunum?

Stöðu Palestínumanna í eigin landi var breytt í stöðu flóttafólks í „Landinu helga“ um miðja síðustu öld og dag frá degi síðan þá hefur umráðasvæði Ísraela stækkað þar til völdum var náð á öllu því svæði sem kallað var Palestína í byrjun 20. aldar.

Arabar og Ísraelar eru af sama meiði og spurningin núna ætti að vera:

Hvernig ætla Ísraelar og Palestínumenn að búa saman í sátt og samlyndi, þar sem friður og réttlæti eru æðstu gildin?

Svarið er á hendi Ísraela því Palestínuarabar hafa ekki fengið neitt eftir átök þjóða á svæðinu, enga stöðu í 73 ár nema að vera flóttafólk í eigin landi og í nágrannlöndunum eins og Líbanón og Jórdaníu. Núna í maí 2021 flýr fólk yfir til Egyptalands undan loftárásum.

Ekkert land, ekkert sjálfstæði. Það er engin leið að skilja hvers vegna lausn á flóttamannavandamáli evrópskra gyðinga í síðari heimstyrjöldinni fólst í því að skapa sama vanda fyrir araba í Mið-Austurlöndum. Hernám Ísraela heldur bara endalaust áfram og sú saga er mörkuð glæpum, morðum, ránum og nauðgunum og hvers konar ofbeldi. Yfirburðastaðan er yfirþyrmandi og skapar enn meiri hræðslu og óöryggi.

Staðreyndin er sú að Palestínumönnum er meinað að vera sjálfstæð þjóð meðal þjóða. Í hvert sinn sem það brjótast út átök þá nýta Ísraelsmenn þau til að grafa undan stofnunum Palestínu, drepa fólk og leggja undir sig meira land og fleiri hús í eigin þágu. Þetta er augljóst.

Ekki gefast upp

Falasteen Abu Libdeh hélt ræðu á Austurvelli 15. maí 2021 en amma hennar varð flóttamaður sama dag árið 1948 þegar hún þurfti að yfirgefa húsið sitt við stofnun Ísraelsríkis. Hún fékk húsið sitt aldrei aftur - enn er verið að ræna húsum af fólki. Árið 1956 létu Sameinuðu þjóðirnar byggja hús fyrir palentískt flóttafólk í eigin landi en þau hafa ekki fengið að vera í friði. Múr hefur verið reistur til að læsa það inni, vatn og rafmagn er skammtað af „herraþjóðinni“.

Á kvöldin kemur landtöku- og hústökufólk inn á Gazasvæðið, fer inn á heimili fólks, hendir út húsgögnum og flytur inn í húsin með sitt eigið dót. Flóttafólkið innan múrsins tapar híbýlum sínum. Það er réttindalaust - en þó ekki út frá almennum mannréttindum. Hvert getur það leitað? Hvað getum við gert?

Við getum tekið afstöðu, við getum mótmælt stríðsglæpum og þjóðernishreinsunum...

Við getum krafist viðskiptabanns, hætt að kaupa tilteknar vörur, sýnt gott fordæmi, haldið áfram.

Stríðsglæpir valdhafa í Ísrael eru fyrsta frétt í fjölmiðlum víða um heim um þessar mundir en þegar morðunum linnir í þessari lotu þá megum við ekki hætta. Enn á ný er farið langt út fyrir öll mörk á öllum mælikvörðum og nú er kominn tími til að til dæmis kæra stjórnvöld til Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag fyrir stríðsglæpi. Herinn sprengdi og felldi m.a. blokk sem hýsir alþjóðlegar fréttaskrifstofur.

Fjölskylda hittist til að fagna á degi hátíðar. Stjórnvöld sendu sprengju á hópinn. Átta börn og tvær mæður voru drepin. Eitt barn lifði af, hvítvoðungur.

Ekki líta undan, ekki gefast upp!

*1 Íslensk orðsifjabók: þjá, †þéa s. ‘þjaka, kvelja; hneppa í þrældóm’; sbr. nno. tjå ‘þjaka; nugga, hrinda’, sæ. máll. tjå ‘núa í sundur, seiglast’; fe. ðeowian, fhþ. dewēn, gotn. gaþiwan ‘þrælka’; norr. þjá, þéa líkl. < *þewēn fremur en *þewōn. Í merk. ‘hneppa í ánauð’ hefur so. líkl. misst forsk. an(a)-, sbr. gotn. ana-þiwan (s.m.) og ísl. áþján; hún er tengd -þér og þír, þý (2), þéna og þjónn. Af so. þjá er leitt no. þján kv. ‘undirokun, kvöl’ < *þéan (< *þewǣni-), og af no. so. þjána ‘þjaka, kvelja’, sbr. nno. tjåna ‘núast, eyðast’, og af so. þjána no. þjáning kv. ‘kvöl’. Sjá þjaka. (malid.is)

Mótmælafundur á Austurvelli 15. maí. Stöðvum blóðbaðið #sheikhJarrah

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009
Fréttir

Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur­inn hjá Gallup í fyrsta sinn síð­an 2009

Grænu flokk­arn­ir í rík­is­stjórn hafa tap­að miklu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili og hafa ekki mælst minni síð­an það hófst. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í námunda við kjör­fylgi sitt en mæl­ist ekki leng­ur stærsti flokk­ur lands­ins. Rík­is­stjórn­in mæl­ist kol­fall­in.
Kvika óskar eftir því að sameinast Íslandsbanka
Fréttir

Kvika ósk­ar eft­ir því að sam­ein­ast Ís­lands­banka

Fjórði stærsti banki lands­ins hef­ur ósk­að eft­ir því við stjórn Ís­lands­banka að bank­arn­ir renni sam­an. Ís­lenska rík­ið er lang­stærsti eig­andi Ís­lands­banka með 42,5 pró­sent eign­ar­hlut.
Hagnaður Landsbankans var 17 milljarðar í fyrra en dróst verulega saman milli ára
Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bank­ans var 17 millj­arð­ar í fyrra en dróst veru­lega sam­an milli ára

Þrátt fyr­ir að vaxta­tekj­ur Lands­bank­ans hafi auk­ist gríð­ar­lega milli ára dróst arð­semi bank­ans veru­lega sam­an milli ára. Ástæð­an er fyrst og síð­ast óbeinn eign­ar­hlut­ur í Mar­el, sem hríð­féll í virði á ár­inu 2022.
„Svelta flóttafólk til hlýðni“
Fréttir

„Svelta flótta­fólk til hlýðni“

Al­bert Björn Lúð­vígs­son, lög­fræð­ing­ur í mál­efn­um flótta­manna, seg­ir stjórn­völd svelta flótta­fólk til hlýðni með því að þrengja að þeim þar til að þau sam­þykkja að yf­ir­gefa land­ið. Með nýju út­lend­inga­frum­varpi seg­ir hann að eigi að skrúfa fyr­ir „sein­ustu brauð­mol­ana“ fyr­ir þetta fólk. Ný skýrsla á veg­um Rauða Kross­ins sýn­ir fram á bága stöðu þeirra sem hafa feng­ið end­an­lega synj­un um al­þjóð­lega vernd en ílengj­ast hér á landi.
Formaður fjárlaganefndar kannast ekki við söluheimild á TF-SIF í fjárlögum
Fréttir

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar kann­ast ekki við sölu­heim­ild á TF-SIF í fjár­lög­um

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, hef­ur boð­að dóms­mála­ráð­herra og full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar á fund fjár­laga­nefnd­ar á morg­un, föstu­dag til að ræða ákvörð­un dóms­mála­ráð­herra að selja TF-SIF, einu eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Lestur Fréttablaðsins hrundi í janúarmánuði
Fréttir

Lest­ur Frétta­blaðs­ins hrundi í janú­ar­mán­uði

Í kjöl­far breyt­inga á dreif­ingu Frétta­blaðs­ins, sem fólu í sér að hætt var að dreifa blað­inu heim til fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Ak­ur­eyri í upp­hafi árs, hrundi lest­ur þess sam­kvæmt sam­ræmd­um lestr­ar­mæl­ing­um Gallup. Morg­un­blað­ið mæl­ist nú með meiri lest­ur hjá öll­um hóp­um les­enda.
Eitt þekktasta nafn evrópsku sviðslistasenunnar
Menning

Eitt þekkt­asta nafn evr­ópsku sviðslista­sen­unn­ar

Salka Guð­munds­dótt­ir skrif­ar um áhrif Berlín­ar­leik­húss­ins á Ís­landi og þýska leik­hús­skáld­ið Marius von Mayen­burg sem er höf­und­ur þriggja verka í þrí­leik sem er á fjöl­un­um í vet­ur í Þjóð­leik­hús­inu.
„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Fréttir

„Al­gjör­lega óá­sætt­an­legt“ að sjúk­ling­ar séu rukk­að­ir fyr­ir nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ustu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill tryggja að greiðslu­þátt­töku sjúk­linga verði hald­ið í lág­marki og við­mið greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins virt. Í nýju frum­varpi sem lagt hef­ur ver­ið fram á þingi seg­ir að renni samn­ing­ur við veit­end­ur heil­brigð­is­þjón­ustu út og ár­ang­urs­laus­ar við­ræð­ur um end­ur­nýj­un samn­ings hafa stað­ið leng­ur en í níu mán­uði frá lok­um gild­is­tíma samn­ings skuli deil­unni skot­ið til gerð­ar­dóms.
Kventárin
Menning

Kventár­in

Lóa Hjálm­týs­dótt­ir hreiðr­ar um sig í stell­ing­um sófa­kart­öflu og rýn­ir í Net­flix, bíó­mynd­ina White Noise með Adam Dri­ver í að­al­hlut­verki.
Telur hugmyndafræði Eflingar úrelta – „Snýst um átök átakanna vegna“
Fréttir

Tel­ur hug­mynda­fræði Efl­ing­ar úr­elta – „Snýst um átök átak­anna vegna“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, bland­aði sér í um­ræð­ur um kjara­mál á þing­inu í dag. Hún tel­ur að „ein­föld og úr­elt mynd“ sé dreg­in upp varð­andi sam­band og sam­skipti launa­fólks og at­vinnu­rek­enda.
Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Fréttir

Rík­is­sátta­semj­ari: Skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá en átti eft­ir að semja um vinnsl­una

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.
Landhelgisgæslunni sagt að selja TF-SIF
Fréttir

Land­helg­is­gæsl­unni sagt að selja TF-SIF

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ákveð­ið að fela Land­helg­is­gæsl­unni að selja eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ina TF-SIF, í hag­ræð­ing­ar­skyni. For­stjóri Gæsl­unn­ar seg­ir að með þessu sé stórt skarð höggvið í út­gerð Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Loka auglýsingu