Þessi færsla er meira en ársgömul.

Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Ekki líta undan, ekki gefast upp!

Stjórnvöld í Ísrael sæta gagnrýni fyrir harðæri, ofbeldi, kúgun, loftárásir, eyðileggingu, morð á borgurum og varnarlausum börnum. Þó að nú væri, þau eru að fremja stríðsglæpi, þau eru að drepa til að stela húsum og landi af þjáðri*1 þjóð, einstaklingum og börnum. Gegndarlausar og mannskæðar árásir standa yfir á Gazasvæðinu. Hversu göfugt er það á Alþjóðaári friðar og trausts hjá Sameinuðu þjóðunum?

Stöðu Palestínumanna í eigin landi var breytt í stöðu flóttafólks í „Landinu helga“ um miðja síðustu öld og dag frá degi síðan þá hefur umráðasvæði Ísraela stækkað þar til völdum var náð á öllu því svæði sem kallað var Palestína í byrjun 20. aldar.

Arabar og Ísraelar eru af sama meiði og spurningin núna ætti að vera:

Hvernig ætla Ísraelar og Palestínumenn að búa saman í sátt og samlyndi, þar sem friður og réttlæti eru æðstu gildin?

Svarið er á hendi Ísraela því Palestínuarabar hafa ekki fengið neitt eftir átök þjóða á svæðinu, enga stöðu í 73 ár nema að vera flóttafólk í eigin landi og í nágrannlöndunum eins og Líbanón og Jórdaníu. Núna í maí 2021 flýr fólk yfir til Egyptalands undan loftárásum.

Ekkert land, ekkert sjálfstæði. Það er engin leið að skilja hvers vegna lausn á flóttamannavandamáli evrópskra gyðinga í síðari heimstyrjöldinni fólst í því að skapa sama vanda fyrir araba í Mið-Austurlöndum. Hernám Ísraela heldur bara endalaust áfram og sú saga er mörkuð glæpum, morðum, ránum og nauðgunum og hvers konar ofbeldi. Yfirburðastaðan er yfirþyrmandi og skapar enn meiri hræðslu og óöryggi.

Staðreyndin er sú að Palestínumönnum er meinað að vera sjálfstæð þjóð meðal þjóða. Í hvert sinn sem það brjótast út átök þá nýta Ísraelsmenn þau til að grafa undan stofnunum Palestínu, drepa fólk og leggja undir sig meira land og fleiri hús í eigin þágu. Þetta er augljóst.

Ekki gefast upp

Falasteen Abu Libdeh hélt ræðu á Austurvelli 15. maí 2021 en amma hennar varð flóttamaður sama dag árið 1948 þegar hún þurfti að yfirgefa húsið sitt við stofnun Ísraelsríkis. Hún fékk húsið sitt aldrei aftur - enn er verið að ræna húsum af fólki. Árið 1956 létu Sameinuðu þjóðirnar byggja hús fyrir palentískt flóttafólk í eigin landi en þau hafa ekki fengið að vera í friði. Múr hefur verið reistur til að læsa það inni, vatn og rafmagn er skammtað af „herraþjóðinni“.

Á kvöldin kemur landtöku- og hústökufólk inn á Gazasvæðið, fer inn á heimili fólks, hendir út húsgögnum og flytur inn í húsin með sitt eigið dót. Flóttafólkið innan múrsins tapar híbýlum sínum. Það er réttindalaust - en þó ekki út frá almennum mannréttindum. Hvert getur það leitað? Hvað getum við gert?

Við getum tekið afstöðu, við getum mótmælt stríðsglæpum og þjóðernishreinsunum...

Við getum krafist viðskiptabanns, hætt að kaupa tilteknar vörur, sýnt gott fordæmi, haldið áfram.

Stríðsglæpir valdhafa í Ísrael eru fyrsta frétt í fjölmiðlum víða um heim um þessar mundir en þegar morðunum linnir í þessari lotu þá megum við ekki hætta. Enn á ný er farið langt út fyrir öll mörk á öllum mælikvörðum og nú er kominn tími til að til dæmis kæra stjórnvöld til Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag fyrir stríðsglæpi. Herinn sprengdi og felldi m.a. blokk sem hýsir alþjóðlegar fréttaskrifstofur.

Fjölskylda hittist til að fagna á degi hátíðar. Stjórnvöld sendu sprengju á hópinn. Átta börn og tvær mæður voru drepin. Eitt barn lifði af, hvítvoðungur.

Ekki líta undan, ekki gefast upp!

*1 Íslensk orðsifjabók: þjá, †þéa s. ‘þjaka, kvelja; hneppa í þrældóm’; sbr. nno. tjå ‘þjaka; nugga, hrinda’, sæ. máll. tjå ‘núa í sundur, seiglast’; fe. ðeowian, fhþ. dewēn, gotn. gaþiwan ‘þrælka’; norr. þjá, þéa líkl. < *þewēn fremur en *þewōn. Í merk. ‘hneppa í ánauð’ hefur so. líkl. misst forsk. an(a)-, sbr. gotn. ana-þiwan (s.m.) og ísl. áþján; hún er tengd -þér og þír, þý (2), þéna og þjónn. Af so. þjá er leitt no. þján kv. ‘undirokun, kvöl’ < *þéan (< *þewǣni-), og af no. so. þjána ‘þjaka, kvelja’, sbr. nno. tjåna ‘núast, eyðast’, og af so. þjána no. þjáning kv. ‘kvöl’. Sjá þjaka. (malid.is)

Mótmælafundur á Austurvelli 15. maí. Stöðvum blóðbaðið #sheikhJarrah

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Afborganir af óverðtryggðum lánum hafa tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um hafa tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Af­borg­un af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.
1. apríll
Bíó Tvíó#230

1. apríll

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Hauks M. Hrafns­son­ar frá 2003, 1. apríll.