Ljósmæður og Landsbankastjóri
Ljósmæður sem hafa verið nær samningslausar í ár, krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við menntun og aðrar heilbrigðisstéttir.
Skilaboðin frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru að þær ógni stöðugleikanum með gersamlega óraunhæfum kröfum, fjármálaráðherra neitar að ræða við þær og talar með fyrirlitningartón um þær sem einhvern ofurlaunahóp sem heimti bara alltaf meir á fundi hjá samtökum hægri öfgamanna er Viðskiptaráð kallast.
Bankastjóri Landsbankans hækkar í launum um 1,2 miljónir með þeirri réttlætingu að það sé hófleg launahækkun. Þetta er um 50% launahækkun sem hún fær í anda þeirra hækkana sem þingmenn, ráðherrar, ríkisforstjórar og aðrir ofurlaunastjórnendur atvinnulífsins hafa skammtað sjálfum sér á milli þess sem þeir skammast yfir sig hneykslaðir yfir almennu launafólki sem ógni stöðugleikanum með mun minni launahækkunum.
Skilaboðin frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru þögn þegar kemur að græðgi og sjálftöku yfirstéttarfólksins í samfélaginu.
Það er víst ekki það sama ljósmóðir og Landsbankastjóri þegar kemur að blessuðum stöðugleikanum.
Enda höndlar ljósmðir bara með mannslíf en Landsbankastjóri útdeilir peningum til flokksvina og afskrifar svo eftir þörfum.
Athugasemdir