Mest lesið á blogginu

Bjarni Benediktson lét það út úr sér á þingi að ríkið væri nauðbeygt til að leggja á veggjöld í tengslum við fyrirspurn um vegjöld á höfuðborgarsvæðið. Ástæðuna sagði hann að ríkið hefði þurft að gefa eftir þrjá milljarða vegna rafbílavæðingar.
Skoðum þessa þrjá milljarða í tengslum við nokkrar aðrar tekjur ríkisins.
Veiðigjöldin eru lækkuð um fjóra milljarða á sama tíma og kvótagreifarnir baða sig í methagnaði ár eftir ár.
Fjármagnstekjuskatturinn á að lækka um 3,9 milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kætir örugglega ríka fólkið enn frekar.
Þarna eru komnir strax 7,9 milljarðar sem duga vel fyrir þessu tapi og tikka alveg inn í framkvæmdirnar sem sagt er að eigi að framkvæma þó maður stórefist um það í ljósi reynslu sögunnar.
Þessi réttlæting Bjarna Ben fellur því á þessum tölum og ekki hægt að sjá ríkið sé nauðbeygt til þess að leggja á veggjöld út frá þessari réttlætingu fyrst hægt er að gefa þessar tekjur eftir.
Enda eru þessi veggjöld fyrst og fremst búsetuskattur lagður sérstaklega á höfuðborgarsvæðið og hina efnaminni svo hægt sé að koma sér undan því að leggja á hátekjuskatt á ofurlaunafólkið, hækka fjármagnstekjuskatt svo ríka fólkið fari að greiða hér eðlilegan skatt og að setja hér á eðlileg veiðigjöld fyrir nýtingu kvótagreifanna á fiskveiðiauðlindinni.
Allt þetta þrennt myndi duga vel til að tryggja nauðsynlegar framkvæmdir, betrumbætur á heilbrigðiskerfinu og fleiri góð mál.
Til slíkra og mun eðlilegrar gjaldtöku yrði þó ríkisstjórn ríka fólksins aldrei nauðbeygð.
Enda gagnstætt hagsmunum hinna ríku.
Athugasemdir