Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Raunin við að framkalla tár með ferðaþjónustunni

Ég er að reyna að fella tár vegna harmakveina grátkórs ferðaþjónustunnar.

En það hefur reynst mér mjög erfitt.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem getur ekki boðið starfsfólki sínu mannsæmandi laun sem duga fyrir framfærslu.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem fer illa með erlent starfsfólk sitt, rænir af þeim launum og heldur þeim í þrælavist.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem okrar á ferðamönnum og missir sig í græðginni með t.d. vatnsflöskusölu fyrir mörg hundruð krónur.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem tuddast dólgslega áfram gagnvart íbúum miðborgarinnar og segir hrokafullt að þeir geti bara flutt ef þeir eru ósáttir við að rúturnar séu brunandi í gegnum íbuðarhverfin um miðjar nætur og keyrandi utan í hús jafnvel.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem kemur fram af hroka gagnvart öðrum Íslendingum þegar þeim finnst yfirgangur hennar orðinn fullmikill og segir að þeir eigi nú ekki að vera að tala greinina niður.

 Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem svíkur stórt undan skatti, greiðir ekki launatengd gjöld og frekjast svo áfram um að aðrir skattborgarar eigi að borga allskonar fyrir hana.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem getur greitt hundruðu milljóna og einhverja milljarða í arð til eigenda sinna á meðan hún kveinkar sér undan því að allt fari til helvítis ef hún þurfi að greiða hófleg gjöld til samfélagsins og  starfsmönnum sínum mannsæmandi laun.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem vill ekkert fé vill leggja til uppbyggingar ferðamannastaða heldur frekjast áfram um að hið opinbera og landeigendur eigi að axla þann kostnað.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem segir ferðamönnum að þeir megi haga sér að vild í náttúrunni og ætlast svo til að hið opinbera siði rangt upplýsta ferðamennina til.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem sendir ferðamenn út um allar trissur í kúkakamperum sem parkerað er upp við vinnustaði og heimili fólks með tilheyrandi ónæði.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem svindlar með akstursmæla bíla og hirða ekki um viðhald þeirra þannig að hætta getur stafað af.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem hefur keyrt upp húsnæðis- og leiguverð með öllu sínu airbnb og hótelbyggingum sem hefðu sumar hverjar betur farið undir ódýrt íbúðarhúsnæði fyrir láglaunafólkið sem vinnur hjá ferðaþjónustunni.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem skapað hefur hér versta flugfélag heims sem rambar á barmi gjaldþrots vegna óstjórnar sem gæti bitnað fjárhagslega á almenningi.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni sem kemur fram í fjölmiðlum og segir að verkföll muni skaða orðspor ferðaþjónustunnar ólíkt græðginni, frekjunni, yfirlætinu, þrælahaldinu, mannfyrirlitningunni, skattsvikunum, slæmri umgengni og framferði gagnvart náttúrunni sem við fáum reglulega fréttir af.

Ég get ekki fellt tár í meðvirkni með ferðaþjónustunni meðan aðilar þar halda uppi harmakveini grátkórs í falsdúr um að allt sé öðrum að kenna meðan þeir og samtök þeirra gera ekkert í því að taka á sjálfsköpuðum löstum ferðaþjónustunnar sem hafa gert hana illa þokkaða.

En ég skal fella tár með öllum þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á hennar löstum hvort sem það eru almennir borgarar, illa launað starfsfólk, ferðamenn, opinberir starfsmenn, opinberar stofnanir, sveitarfélög og skattgreiðendur.

Þangað til ferðaþjónustan tekur sér tak, byrjar að greiða starfsfólki mannsæmandi laun og kemur sínum sjálfssprottnu löstum í lag þá fær hún engin tár eða samúð frá mér.

Sérstaklega meðan hennar falski grátkór yfirgnæfir allt.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
Viðtal

Fagn­aði fer­tugsaf­mæl­inu með því að hækka stýri­vexti

Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.
Er listaverkið tómt ílát?
GagnrýniViðnám

Er lista­verk­ið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.
Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir
Sófakartaflan

Lóa Hjálmtýsdóttir

Svona var það tvöþús­und og sex

Sófa­kartafl­an gerði heið­ar­lega til­raun til að hofa á That 90’s Show á Net­flix en nostal­g­íu­neist­inn sem kvikn­aði í brjósti henn­ar leiddi til gláps á sjö þáttar­öð­um af Malcolm in the Middle.
Vegfarendur finna fyrir hækkunum
MyndbandLífskjarakrísan

Veg­far­end­ur finna fyr­ir hækk­un­um

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.
Verklagsreglur um leit að týndu fólki endurskoðaðar
Fréttir

Verklags­regl­ur um leit að týndu fólki end­ur­skoð­að­ar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur haf­ið vinnu sem mið­ar að því að bregð­ast við til­mæl­um nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu frá því í fyrra.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Pistill

Bergur Ebbi

Sjö gráð­ur og súld

Berg­ur Ebbi fjall­ar um breytta stöðu veð­ur­fræð­inga og veð­ur­frétta í tækn­i­sam­fé­lag­inu. Nú er það bara ískalt app­ið á með­an veð­ur­fræð­ing­ar voru lands­þekkt and­lit á ár­um áð­ur.
Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
FréttirLífskjarakrísan

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.